Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Síða 4

Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Síða 4
596 SUNNUDAGSBLAÐIÐ ............................. ..... finn hvernig það er farið að sleikja hendur mínar og andlit. Mér er það Ijóst, að ég get ekki gengið marga km. til viðbótar. Síðustu þrjá dagana hef ég geng- ið 180 km. án þess að fá dropa vatns... í sama bili, sem við ætlum að fara að nema staðar til að bú« um okkur, hrópar Prévot: „Ég er sann færður um, að þarna er vatn“. „Nei“, svara ég. „Þér eruð geng- inn af vitinu“. „Hvernig geta þetta verið hillingar, núna í rökkrinu?“ — Ég svara honum ekki. Ég er fyrir löngu hættur að trúa mínum eigin augum ... En Prévot lætur sig ekki: „Það er ekki nema 20 mínútna gangur þangað“. Mér gremst þetta. „Jæja, farið þér bara, þér hafið víst gott af því...“ Og Prévot leggur af stað, horfir beint fram fyrir sig. Ég kannast við þetta allt saman. Það er eins og maður gangi í svefni. Hvert fer hann? Gengur hann beint af augum? Prévot hverfur mér. Það er komið myrk- ur. Ég stari út í það. Hann er týndur mér og tapaður. Það hlaut að fara svona. Prévot var hetja. En barna stendur hann í um það b'il 500 metra fjarlægð. Hann hef- ur villst. Hann veifar vasaljós- inu. Ég hef ekki neitt ljós til þess að leiðbeina honum til mín aftur. Hvað er þetta? Það er kveikt á öðru vasaljósi svo sem 200 metra að baki honum. Þeir eru að leita að mér. Ég hrópa. En enginn heyrir til mín. Ljóskerin eru orð- in þrjú og þeim er sveiflað fram og aftur. Og ég hrópa — og hrópa. Ekkert svar. Þá grípur mig allt í einu ofsa- leg hræðsla, ég hef aldrei fyrr orðið svona hræddur. Ég get hlaupið; Og ég hleyp. En þeir breýtá ,’eáfti stéfhtr,£ Þeir erú að léBá’:áð* niér, éíh’stéfria frá mér*,“ fjarlægjast. Og ég hrópa. — Það er hrópað á móti. Það er Prévot, einn, aleinn. Ég steypist fram yf- ir mig. „Ég sá ljósin“, stundi ég móður. „Hvaða ljós?“ — Hann er einn, aleinn. Ég fyllist ekki ör- væntingu eins og við bálið þegar Arabarnir reyndust blekking. Ég verð reiður: „Og funduð þér vatnið yðar?“ spyr ég hæðnislega. — „Nei, ég fann það ekki“, svar- ar Prévot hógværlega. „Það færð- ist fjær eftir því sem ég gekk, svo að ég sneri við, en samt sem áður er ég sannfærður um að þetta er vatn“. „Þér hafið misst vitið. Hvernig getur yður dottið annað eins í hug?“ Ég er viti mínu fjær af reiði og þó veit ég ekki hvers vegna ég er svona reiður'.’ Prévot reynir að útskýra þetta, en það er eins og hann sé kjökrandi: „Mig langaði svo til að ná í vatn. Varir yðar eru orðnar svo bleik- ar“. — Reiði mín hverfur í einu vetfangi. Ég gríp hendinni um ennið eins og ég sé að vakna og mér verður þungt um hjartað ... „Ég sá þrjú ljós, ég sá þau eins greinilega og ég sé yður. Það get- ur ekki verið að mér hafi skjátl- ast. . . Prévot, ég fullvisa yður um, að ég sá þau ...“ Prévot þeg- ir um stund. Svo segir hann: „Það er illa konjiið fyrir okkur“. Sandurinn kólnar 1 þurru lofts- laginu. Það er orðið mjög kalt. Ég rís á fætur og fer á rölt, en um leið verð ég gripinn af skjálfta sem ég ræð ekkert við. Blóðið rennur ekki eins og það á að gera í líkama mínum. Tennurnar glamra í munninum. Hendur mínar titra svo að ég get ekki haldið á vasaljósinu. Ég hef aldr- ei kynnst svona kuldaskjálfta. Ég á að deyja úr kulda, ekki af þors.t- anum. Þetta finnst mér undar- legt. Ég hef týnt regnfrakkanum mínúm ög viúduírinn er orðinn ó-? þægi.legíií?_H|r' er hyeréi skjöl áð finíia.'Eýðimörkin^a*ékkért'skjól. Hún_ er slétt eins og marmara- borð. Vindurinn ræðst á mig eins og riddarasveit á opnum orrustu- velli. Ég reyndi að ganga í hringi til þess að verjast. Ég legg mig, en sprett aftur á fætur. íssvipa ríður um herðar mér. Ég get ekki hlaupið, ég er svo þreyttur. Morð- ingjar sækja að mér, þeir reiða sverð yfir höfuð mér. Ég krýp á kné og fórna höndum mér til varnar... Nokkru síðar skilst mér hvað skeð hefur. Ég er stað- inn á fætur og hef gönguna að nýju og ég skelf af kulda. Hvar er ég staddur? Ég heyri aftur til Prévots. Hróp hans hafa vakið mig. Ég sný við til hans. Nú hef ég fengið óstöðvandi hiksta og hann grípur allan líkama minn. Ég segi við sjálfan mig: „Þetta er ekki aðeins kuldinn, heldur eitt- hvað annað. Dauðinn er kominn á mig“. Allt vatn er horfið úr líkama mínum. í dag gekk ég svo lengi — og í gær gekk ég aleinn. Mér finnst það aumlegt að gefast upp fyrir kuldanum. Þá var það betra að sjá ofsjónir. Krossinn, Arabarnir og Ijóskerin. Við höf- um tekið dálítið af lyfjum með okkur. Hundrað grömm af eter, hundrað grömm af 90 gráðu spíri- tus, og smáglas af joði. Ég reyni að bragða á eternum. Það er eins og ég sé að gleypa eggjárn. Og svo dálítið af spíritus, þá fæ ég krampa í hálsinn. Ég gref mig nið- ur í sandinn og sópa sandi vfir mig, aðeins vitin eru upp úr. Pré- vot hefur rekizt á þurra kvista og kveikir af þeim dálítið bál, en það slokknar fljótlega. Hann neit- ar að grafa sig í sandinn. Hann vill heldur ganga fram og aftur til þess að halda á sér hita. Það er eins og kokið á mér sé að lok- ast. Það er slæmt teikn og samt líður mér heldur betur. Ég verð röTegri 'og það ríkir eilíf þögn. Ég ér á langri sjóferð og ég er hlékkjaður á b'Éari þrásláskips- ins .Ég finn ekki til kuldans með- an ég hreyfi ekki ein einasta

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.