Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Page 5

Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Page 5
vöðva. Ég gleymi líkama mínum, ég sé hann heldur ekki, hann hvíl ir, hvílir undir sandinum, hann kemur mér ekki við. Ég líð ekki nauð' framar, kvalirnar kæfast undir fargi þreytu og hitasóttar. Þetta er eins og ég sé að fletta myndabók. Ég lifi ævintýr. Áð- an rak vindurinn mig áfram, það var eins og ég væri lítið kið elt af grimmum hundum stað úr stað. Nú hvíli ég, ég hef fundið skjól. Hugsanir mínar streyma fram eins og þungur straumur. Ég kveð ykkur öll, sem ég elska. Það er ekki mín sök þó að maðurinn geti ekki lifað í þrjú dægur án þess að drekka. Ég hélt ekki, að ég væri upp á náð vatnsins kom- inn í svona ríkum mæli. Ég hélt að sjálfsstjórn mín væri styrkari en raun er á. Maður heldur að maður geti farið svo langt, sem hann vill, maður er sannfærður um að einstaklingurinn stjórnist af frjálsum vilja. Maður kemur ekki auga á það helsi, sem bind- ur hann við brunninn, knýtir hann við skaut jarðar, eins og naflastrengur. Eitt spor áfram — og líf hans slokknar. — Ég tala ekki sem flugmaður. Flugvélin er ekki takmark, heldur leið að tak- marki. Maður leggur ekki líf sitt í hættu vegna flugvélarinnar sjálfr- ar, bóndinu plægir ekki jörðina vegna plógsjns. En með flugvél- inni getur maðurinn flúið borg- irnar og kynnz+ ósnortinni nátt- úrunni. Flugmaðurinn vinnur sitt hlutverk fyrir mennina og kynn- ist viðfangsefnum mannanna. Hann kemst í náið samband við stormana, stjörnurnar og næturn- ar, sandana og hafið endalaust. Hann beitir slægð við náttúruöfl- in. Hann bíður komu morgunsins eins og garðyrkjumaðurinn bíður sumarsins. Hanri á flugvöíl sinn að framtíðar'höfn og leitár sann- leikáhs í stjörhunum. Ég kvárta ekki. í þrjú dægur hef ég þramm- SUNNUDAGSBLAÐIÐ --------------^----------— að um eyðimörk. Mig þyrstir. Ég hef leitað spora í sandi og sett alla mína von á næturdögg. Ég hef gert allt, sem ég hef getað til þess að finna meðbræður mína, sem ég hafði týnt... Ég skil ekki framar borgarbúa, þetta fólk, sem heldur að það sé lifandi fólk, en sem í raun og veru er lækkað á það stig að verða ekki annað en það notagildi, sem hægt er að hafa af því. Þetta eru maurar. Og þeg- ar þetta fólk fær frelsi, þá eru helztu áhyggjur þess hvernig það eigi að verja sunnudagskvöldinu. Einu sinni, þegar ég var í Rúss- landi heyrði ég Mozart-lög leikin í verksmiðju. Ég skrifaði um þetta og fékk mörg ósvífin hótunarbréf. Ég hef ekkert við þá að tala, sem óska sér helzt að hlusta á knæpu- hljómlist. Þeir vita ekki betur. Ég get ekki þolað að fólk sé blekkt, að því sé spillt vitandi vits. — Ég ann hlutskipti mínu. Ég er bóndi og ég plægi loftsins vegu. í brautarlest finnst mér að ég sé að' hevja mitt dauð'astríð, ekki hér, ekki núna þegar ég hef tekið mína eigin gröf... Ég sé ekki eftir neinu. Ég hef kastað teningunum — og tapað. Það er allt og sumt. En ég hef líka and- að að mér vindinum frá liafinu og fundið beiskt bragð hans. Ég hef ekki keppt að því að lifa hættusömu lífi. Ég er ekkert hrif- inn af riddurum hættunnar. Ég elska ekki hætturnar. Mér er það alveg Ijóst, hvað ég elska. Ég elska lífið sjálfs ... Fyrsta dagskíman birtist. Ég rétti úr öðrum handleggnum, lyfti honum, sandurinn hrynur af honum. Pjatla úr fallhlífinni er hérna hjá mér. Ég þreifa á henni, en hún er skraufþurr. Ég ætla að bíða enn um stund. Döggin fellur við dagsbrún. En d&gurinn lyftir ásjónú’ sinni til fulls yfir sand- þafinu — og dúkufinn minn bíotn ar' ekki. Þá fara hugsánir iuínar. 'i n, ' V , yt.‘\ TjStí.IÖV • l '597 aftur inn í þokuna: Hér bærist hjarta enn. Það er þornað og get- ur ekki gefið mér tár. — „Áfram Prévot. Enn hafa kok okkar ekki lokast til fulls. Við verðum að flýta okkur...“ Nú blæs vindurinn úr vestur- átt. Þessi vindur, sem þurrkar manninn til fulls, ef hann fær ekki vatn í 19 stundir. Bráðum kemur þurrahóstinn, sem mér hef ur verið sagt frá. Tungan veldur mér erfiðleikum. Það glitrar eitt- hvað fyrir augum mér. Þegar ljósdeplarnir verða að logum ætla ég að grafa mig aftur niður í sandinn. Við göngum hratt til þess að geta notið hins frísklega morgmis. Okkur er það fulkomlega ljóst, að þegar sólin er stigin hátt á himin þá getum við ekki gengið. Við getum ekki svitnað, og við megum ekki hvílast. Þrátt fyrir frískleika morgunsins hefur vind- urinn aðeíns 18 prósent vætu. — Þetta er eyðimerkurvindur. Mjúk- ar strokur hans svíkjast að okk- ur, þurrka blóðið upp í æðum okkar ... Fyrsta daginn, sem við vorum í þessari nauð, borðuðum við nokk ur vínber og næstu þrjá dagana skiptum við á milli okkar einni appelsínu og smáköku. En jafnvel þó að við hefðum nóga fæðu, hvar áttum við að finna munnvatn til þess að geta kyngt henni? Þorst- inn verður æ minni fýkn, hann verður að sjúkdómi. Ég er farinn að gleyma skínandi kraftaverki appelsínunnar. Ég er farinn að gleyma þeim, sem mér þykir vænt um. Ég er farinn að gleyma öllu. Við höfum setzt í sandinn, en við megum ekki dvelja. Þegar við höfum gengið 500 metra hnígum, við niður að jjrptum komnir og það rennur á.jmg mók þegar^ég rétti úr mér í sandi{i,upr. ypfSrd um að halda áfram. Nú .bpfytigt

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.