Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Side 7
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
599
Þessi myndarlegi hvítibjörn, sem dvclst í dýragarðinum í Kaupmannahöfn, horfir með konunglegum svip
út í fjarskann, um leið og hann baðar sig í geislum haustsólarinnar.
í minn hug. Þú berð svipmót allra
mannsnis barna. Þú hafðir aldrei
séð okkur fyrr — og þó hefur þú
þekkt okkur. Þú ert hjartkær
bróðir okkar. í framtíðinni mun
ég þekkja þig í andlitum allra
meðbræðra minna. Þú lýsir af
góðsemd og göfgi, þú mikli bróðir,
sem gafst okkur að drekka. Allir
vinir mínir og allir féndur mínir
koma til mín í svip þínum — og
framar á ég engan óvin á jarð-
ríki.
Smœlki
Bindindismaður segir í ræðu:
— Hvaða ráð eru þá fyrir hendi
til að koma algerlega í veg fyrir
sölu áfengra drykkja?
— Að láta menn fá þá gefins,
greip einn áheyrenda fram í.
V
Maður kærði annan mann fyr-
ir illmæli í sinn garð.
— Það var ekki ætlun mín að
segja það, sem ég sagði, svaraði
sá ákærði fyrir réttinum. En ég
er orðin tannlaus, búinn að missa
allar framtennurnar, svo að
stundum hrökkva út úr mér orð,
sem ég alls ekki ætla að segja.
Ég bara missi þau út úr mér.
— Þú ert alltaf að tala um ein-
hvern asna. Ég vona þó að þú
eigir ekki við mig.
— Blessaður góði. Það eru fleiri
asnar til hér um slóðir.