Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Síða 10
' 602
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
M. J, Lermentov: Framhaldssaga
PRINSESSA
hins nýfædda dags náðu enn ekki
niður í gjána, en fjallstindarnir
beggja megin við okkur, voru
sveipáðir gullnu gliti.
Við hvern minnsta vindblæ
hrundi yfir okkur regn hvítra
blóma af laufþéttum runnum sem
uxu f öllum klettasprungum. Ég
man að á þessari stundu elskaði
ég náttúruna heitar en nokkru
sinni fyrr. Það var yndislegt að
virða fyrir sér hvern daggardropa
sem titraði á blöðum vínviðarins
og glitraði í milljónföldu litskrúði
Ijósbrotsins. En hvað ég reyndi
að hvessa sjónir og rýna gegnum
móðu fjarskans.
Gatan mjókkaði stöðugt, hamra
veggirnir urðu þverhnýptari og
dekkri. Loks var svo að sjá, sem
þeir rynnu saman í einn ófæran
klett. Við héldum áfram án þess
að segja orð.
— Hafið þér gengið frá erfða-
skrá yðar? spurði Werner allt í
einu.
— Nei.
— En ef þér fallið nú?
— Þá geta erfingjarnir gefið
sig fram.
— En eigið þér enga vini, sem
yður gæti hugsazt að senda hinztu
kveðju?
Ég hristi höfuðið.
— Og er þá engin kona til í
veröldinni, sem yður langaði til
að eftirláta einhvern minjagrip?
— Eruð þér að leita eftir því,
læknir? svaraði ég honum, — að
ég opni hjarta mitt fyrir yður?
... Nei, sjáið þér til, ég er kom-
inn yfir þann aldur, er menn deyja
með nafn ástmeyjar sinnar á vör-
unum og senda vini sínum meira
eða minna ilmsmurðan hárlokk.
Þegar ég renni huganum til þess,
að ef til vill eigi ég bráðum að
deyja, er það einungis ég sjálfur,
sem ég hugsa um, það eru ekki
allir þannig gerðir.
Þeir vinir, sem hafa gleymt mér
í fyrramálið, eða það sem verra
er, saurgað minningu mína með
guð má vita hverju, — og þær kon
ur sem gefa sig öðrum á vald, og
hamast svo við að hæðast að mér
til þess að hinn verði ekki af-
rýðissamur út í náinn, — ég segi
bara, friður sé með þeim! Frá
hretviðrum lífsins hef ég aðeins
tekið með mér örfáar hugmyndir,
en engar tilfinningar. Ég er bú-
inn að lifa lengi, ekki með hjart-
anu, heldur með höfðinu. Ég kryf
og rannsaka ástríður mínar og at-
hafnir af miklum áhuga en engri
samúð.
Ég er líkastur tveim persónum.
Önnur þeirra lifir í orðsins fyllstu
merkingu, en hin endurspeglar
hana og gagnrýnir. Sú fyrrnefnda
mun ef til vill innan klukkustund-
ar kveðja yður og alla tilveruna,
en hin... já, hvernig verður með
hina? ... En lítið þér á, læknir.
Sjáið þér þarna uppi á hamrinum
til hægri, eru þar ekki þrír menn?
Skyldu það vera andstæðingar
okkar?
Við hertum á hestunum.
í kjarrinu neðan undir klett-
unum stóðu þrír hestar bundnir.
Við tjóðruðum einnig okkar hesta
þar og lögðum svo af stað upp
mjóan götuslóða, er lá upp á gjár-
brúnina. Þar beið Grúsnitskí á-
samt riddaraliðshöfuðsmanninum
og öðrum aðstoðarmanni sínum,
er þeir nefndu Ivan Ignatjevitsj.
Ættarnafni hans gat ég aldrei
komið fyrir mig.
—- Við erum búnir að bíða lengi
eftir yður, sagði höfuðsmaðurinn
og glotti háðslega.
Ég dró fram úr mitt og sýndi
honum það .
Hann afsakaði sig með því að
hans klukka flýtti sér.
Það liðu nokkrar mínútur í
kveljandi þögn. Loks rauf lækn-
irinn hana um Ieið og hann sneri
sér að Grúsnitskí.
— Mér virðist svo, sagði hann,
— að þar sem það er augljóst orð-
ið, að þið eruð báðir þess albúnir
að ganga á hólm hér, til að verja
heiður ykkar, þá ætti sá mögu-
leiki að vera fyrir hendi, að þið
gengjuð til samninga og jöfnuðu
sakir ykkar á friðsamlegan hátt.
— Já, ég er fús til þess, sagði ég.
I