Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Page 13

Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Page 13
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 605 tvö spor áfram til þess að fjar- lægjast gjána. — Jæja, kæri Grúsnitskí, það voru ljótu vandræðin að þú skyld- ir ekki hitta! sagði höfuðsmaður- inn. — En nú er komið að þér, taktu þér nú stöðuna. En fyrst Verður þú að kveðja mig, því við sjáumst fráleitt framar. Þeir vöfðu hvor annan örmum, og höf- Uðsmaðurinn átti bágt með að verjast hlátri. — Vertu bara ekki hræddur, endurtók hann og depl- aði augunum undirfurðulega til Grúsnitskí. — Allt hið jarðneska eru smámunir... náttúran er fión, forlögin eru kalkúnhænur og lífið ekki meira en eyrisvirði! Eftir þennan raunalega for- rnála, sem fluttur var af tilhlýði- legrj alvöru, gekk hann aftur á sinn stað. Ivan Ignatjevitsj kvaddi hann líka með tárin í augunum. Og loks stóð hann þarna and- spænis mér, einn síns liðs. Ég hef ekki getað gert mér það ljóst til þessa dags, hvaða tilfinningar byrluðust um huga minn á þess- ari stundu. Það var fyrst og fremst gremja hinnar særðu hégómagirni, það var fyrirlitning og það var líka ^einfýsin ánægja, er mér varð hugsað til þess, að sá maður sem 11 ú stóð þarna og starði frekju- ^ega á mig af hinni mestu rósemi, Vegna þess að hann treysti því að ser væri engin hætta búin, hafði ^tlað sér að skjóta mig niður eins og hund, fvrir tveimur mín- utum síðan, Það gat hann gert sér hættulausu ,því hefði skotið s^rt mig aðeins örlítið dýpra, ^yndi ég áreiðanlega hafa hrap- ah fram af hamrinum. Ég horfðist hvasst í augu við aaPn nokkra stund og reyndi að ^rina einhver merki iðrunar í Svjp hans. Nei3 p ekkí, niér.;sýndr lst þvert á móti helzt, sem hann ^ti erfitt með að verjast brosi. ~~~ Ég ræð yður til að fela anda yðar guði í hendur, hér andspæn- is dauðanum, sagði ég svo við hann. — Skiptið yður ekki fremur um mína sál, en yðar eigin. Ég bið yður aðeins um eitt: Flýtið yður að skjóta. Og þér viljið ekki aftur- kalla rógburð yðar, né biðja mig afsökunar? . .. Hugsið yður um, vinur minn. Hefur samvizkan enga vitund að segia yður? — Herra Petsjórín, hrópaði riddaraforineinn. — Þér eruð ekki hineað kominn til þess að flvtia prédikun. Viliið bér ekki por-c, svo vei að hraða yður ofur- lítið? ... Við skulum binda endi á V'etta sem fvrst. það er ekki svo fátítt að fólk komi hingað í giána. Það kvnnu einhverjir að koma auga á okkur. — Þá það. Hevrið þér, læknir, viliið bér koma hingað. Læknirinn kom. Vesalings lækn iririn. Hann var enn fölari en Grúsnitskí hafði verið fyrir tíu mínútum síðan. Af ásettu ráði talaði ég hátt og skvrt og hátíðlega, eins og begar verið er að lesa unn dauðadóm. — Læknir, þessir heiðursmenn hafa sennilega gleymt því í flaustr inu, að seti^ kúlu í skammbvss- una mína. Ég vil biðia yður að hiaða hana aftur — og gera það vel! — Það kemur ekki til nokkurra máia. hrónaði höfuðsmaðurinn. — Það er ekki hægt. Ég hef sjálfur hlaðið báðar bvssurnar. svo kúl- an hlýt.ur að hafa fallið út úr vð- ar . . . bað er ekki mín sök! .. . En þér hafið engan rétt til að hlaða aftur ... yfirleitt hafið bér engin réttindi. .. Það fer algjörlega í bá«a við reglurnar. Ég leyfi það ■ ekki .... - T; ?;r ' ' - ' - £ • -::' Gott, isvara ði ég •hbfuðsmanri--1 inum, — ef þér haldið fast við þá skoðun yðar, skora ég yður á hólm með sömu skilyrðum ... Hann sló undan, þegar í stað. Grúsnitskí stóð álútur og starði niður fyrir fætur sér, myrk- ur á svip. — Nei, hættu þessu, sagði hann loksins við höfuðsmanninn, þegar hann ætlaði að taka byssuna úr höndum læknisins. — Þú veizt það vel sjálfur, að þeir hafa á réttu að standa. Höfuðsmaðurinn reyndi árang- urslaust að gefa honum hin og þessi merki, en Grúsnitskí virti hann ekki einu sinni viðlits. Meðan þessu fór fram, hafði læknirinn lokið við að hlaða byss- una og rétti mér hana. Þegar höfuðsmaðurinn sá þetta hrækti hann frá sér af vonzku og stappaði niður fótunum. — Þú ert meiri fábjáninn! æpti hann. — Óbetranlegur asni... Þú sem gazt átt mig að í öllum til- fellum ... En nú getur þú átt þig sjálfur. Láttu bara drepa þig eins og flugu ... Hann snerist á hæli og skundaði burtu, en tautaði samt um leið: — Og þó brýtur það algjörlega í bág við reglurnar. — Grúsnitskí, sagði ég. — Það er ekki um seinan ennþá. Taktu óhróður þinn aftur og þá skal ég fyrirgefa þér allt saman. Þér heppnaðist ekki að slá ryki í augu mér og það er mér nægileg upp- reisn. Mundu, að við vorum einu sinni vinir ... Andlit hans var eldrautt og augun skutu gneistum ... — Skjótið þér! svaraði hann. — Ég fyrirlít sjálfan mig og yður hata ég. Ef þér ekki drepið mig nú, sit ég fyrir yður einhverja nóttina og sting yður niður. Það er ekki rúm fyrir okkur báða hér á jörðu ... Ég skaut... ;Þégar -reykinn lagði frá; stóð Grúsnitskí ekki þar sem hann var áður. Ekkert var að sjá nema lítið rykský frammi á brúninni.

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.