Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 14
606 SUNNUDAGSBLAÐIÐ Lorca er himinborið harmleiks- skáld. Lorca er logandi köstur með sindrandi neistaflugi. Lorca er ljóðsvanur — ljúfsár og heillandi. Stíll skáldsins er einfaldur, — hreinn, hljóðlátur. Spennan — hinn ósýnilegi þráður — svo raf- urmagnaður að orð og athafnir titra við snertinguna. Leikpersónum hans renna eitr- aðar ástríður í æðum — brennur glóandi heift í brjósti — barnsleg þrá og blíða vaggar þeim í blund að loknu dagsverki. Þær eru sprottnar úr heitri, þyrstri mold — í þeim er suðræn sól, sætur ilmur blóma. Það segir sig sjálft að íslenzk- um leikurum er mikill vandi á höndum er þéir leggja út á þann hála ís að túlka leikpersónur Lor- ca. Hvérsu mikla samvizkusemi og. vandvirkni sem leikstjóri beitir, nægir það ekki, ef hann getur ekki blásið eld í æðar leikenda, þeim eldi sem bálar í iðrum leik- ritsjns. Hér urðu hörmuleg mistök. Spánverjar eru snarir, við- bragðsfljótir, örir, iðandi af lífi. Þeir brenna af áhuga, geisla í gleði, gráta blóðugum tárum. — Konurnar eiga yndisþokka, ólík- an armarra þjóða konum, þær brosa fegurr, syngja, dansa, ganga á sérstæðan hugþekkan hátt. Á sviði Þjóðleikhússins var lík- ast því sem hrafntinnan íslenzka, hraunið okkar hrjúfa, skammdeg- ið þunga, hefði mótað hverja per- sónu. Ljóðperlur Lorca, sem anda og ilma í skáldverkinu, féllu list- vana í framsögn leikenda, .aðal- lega sökum þess, að stemningin, niður elfunnar sem á að veita þeim viðtöku, bera þau á.börmum.sér, var yiðsfjarri. Það' er aðeins ein leið til þess að reyna að gera erlendum, fjar- skildum leikritaskáldum heiðar- lega skil, til þess að misþyrma ekki verkum þeirra, og hún er sú, að ráða leikstjóra sem gerþekkja . viðfangsefnin, eru af sama toga spunnir, eða sérfræðingar á sínu sviði. Þetta gera flest leikhús verald- ar. Það er enginn heiður íslenzka Þjóðleikhúsinu að hafa nafn Gar- cia Lorca skráð meðal leikrita- höfunda sinna, i'jöldaframleiðsla cr ekki aðalatriði, heldur hvernig tekst um listræna túlkun. Leiktjöld og búningar var að flestu leyti gott, enda nákvæm fyrirsögn höfundar á því öllu, fyr- ir hendi. Þýðing Hannesar Sigfússonar virtist falleg og eflaust nákvæm. Leikstjórn Gísla Halldórssonar er dauð, steindauð — og þar með er .allt sagt, sem um hana er hægt að segja. • Stærsta hlutverk leiksins er í höndum Andísar Björnsdóttur. Hún lék----og lék, af öllum lífs og sáiarkröftum — en allt kom fyrir ekki, hún varð aldrei Móðir- in. Einstaka augnablik átti hún satt og heilt, enda óhjákvæmilegt á heilli sýningu. Leikkonan beilir augunum um of. Ytri átök voru alltof .mikil á kostiiað listarinnar. Brúðgumann, son Móðurinnar, leikur Valur Gústavsson. Þeim manni er lýst í leikritiiiu, sem „vígahnetti“, er geisist í hatri og heift til hefnda. Þá persónu var ómögulegt að skynja. Leikarinn var sauðmeinlaus á svip, hand- leggina hreyfði hann sjaldan, skap gerðin virtist svo daufgerð að svip brigði urðu óþörf, enda bar lítið á þeim. Framsögnin var sæmileg. Brúðurin, er leikin af ungfrú Guðrúnu Ásmundsdóttur. Radd- blær og framkoma hennar bar ó- trúlegan keim leikstjóra, og var það til lýta. Hafi ástríður brunn- ið í æðum hennar, urðu þær að ösku áður en þær birtust leikhús- gestum. Hún var og mjög viðvan- ingsleg í öllum viðbrögðum. Föður hennar, leikur Lárus Pálsson. Útlit leikarans er aðlað- andi, en hann er stirnaður í leik og replik, líívana. Lárus skilur manninn, cn skilar honum ekki til áhorfenda. Leonardo, örlagavaldinn, fer Helgi Skúlason með. Mér er það hulin ráðgáta iivernig tekist hef- ur að eyða eldi leikarans, sterkuni persónuleika, svo að eftir stendur venjulegur piltur, hálfvolgur í orði og athöfn. Eigmkonu hans, leikur frú Helga 'VaUýsdóttir. Er hún sönn, að vanda, grætur sárt og eðlilega, en ekkjnn má ómögulega bera orðin svo ofurliði að ekki skiljist hvað sagt er. Það skeði á versta

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.