Sunnudagsblaðið - 28.08.1960, Side 4
til gamans
Morð
p'
Framhald af 2. síðu.
svefni. Fyrir viku genguð þér
í svefni og komuð inn í mitt
herbergi, ekki satt? Hafið þér
tapað vasaklút?
Hr. Calthrop starði fyrirlit-
lega á Penbury. — Hvað eig-
ið þér eiginlega við? spurði
hann.
. — Hr. Calthrop, hafið bér
sofið hér síðastliðinn hálf-
tíma? spurði Penbury.
— Hvað um það, hrópaði
Calthrop. — Hvaða bölvað
kjaftaði er þetta eiginlega?
Haldið þér kannske að ég hafi
farið héðan út úr stofunni án
þess að vita það og drepið
Wainwright alveg að ástæðu-
lausu? Ég fór úr stofunni fyr-
ir um það bil 20 mínútum,
herra minn. Ég náði í kvöld-
blaðið inni í borðstofu, til að
leysa krossgátuna. Hann sló
ofsareiður á blaðið: — Hér er
það! .
Monty Smith, sem hafði
hlustað eftirvæntingarfullur
'á samtalið, hafði sína sögu til-
búna. Hann hafði þrisvar far-
ið yfir hana í huganum. Hann
ætlaði ekki að vera jafn bráð-
ur og Calthrop. Hann talaði
hægt og með nákvæmni.
— Ég fór út úr stofunnj af
því að ég mundi allt í einu
eftir, að ég hafði ekki skilað
hr. Wainwright útidyralykl-
inum, sem hann lánaði mér í
gær, af því að ég fann ekki
minn. Þegar ég kom á neðstu
hæðina, mætti ég frú Mayton,
sem spurði hvort ég vildi
hjálpa henni með gluggatjöld-
in fyrir forstofuglugganum.
íÞau höfðu dottið niður^ Ég
'hjálpaði henni með þáp, og
. við gengum saman niður í dag
•stofuna. Þið munið sjálfsagt
eftir, að við komum inn sam-
an?
— Penbury leit rannsak-
andi á Monty. — Hvað svo
með útidyralykilinn? spurði
hann.
— Hvað? Já, auðvitað, stam
aði Monty. — Ég gleymdi
honum alveg vegna glugga-
tjaldann^, Þegar ég kom hing
að niður var ég ennþá með
hann í vasanum.
Penbury yppti öxlum. Hann
virtist ekki vera ánægður. Nú
sneri hann sér að frú Wick.
Hún hélt áfram að prjóna og
spurði:
— Er nú komið að mér?
— Já, ef þér vilduð gera svo
vel, svona rétt fyrir siðasakir.
— Ég skil, sagði hún bros-
andi. — Það er engin þörf á
afsökun. Jæja, ég fór til að
sækja prjóna, þessa, sem ég
er að nota. Eins og þér vitið,
er herbergið mitt á annarri
hæð, lítið hliðarherbergi, og
þegar ég hafði náð í prjón-
ana og ætlaði að fara, heyrði
ég hr. Wainwright hósta ...
— Haldið áfram, tautaði
Penbury.
— Já, svaraði frú Wick, —•
ég held áfram. Hvers vegna
ekki? Herbergisdyr yðar, hr.
Penbury, vcru opnar, og ég
gekk inn, til að spyrja yður
hvort við gætum ekki gert eitt
hvað til að fá hr. Wainwright
til að hætta að hósta, en þér
voruð þar ekki. Þér voruð jú
að segja að þér hefðuð farið
út. Hr. Wainwright hóstaði
aftur þessum þurra, kjamt-
andi hósta, ég gat ekki þolað
þetta lengur. Áður en ég vissi
af stóð ég fyrir framan her-
bergi hr. Wainwright og barði
að dyrum. Það var vasaklút-
urinn minn, sem þér fuhduð í
herberginu vðar, hr. Penbury,
ég hlýt að hafa misst hann
þar...
Penbury vætti varirnar.
Frú Wick hélt áfram að
prjóna og glamrið í prjónun-
um var eina hljóðið, sem rauf
þögnina. Það var eins og prjón
arnir dönsuðu óendanlegan,
ógnþrunginn dans. Svo hélt
frú Wick áfram að tala, ein-
kennilega hörkulegri röddu.
— Kom inn, sagði hr. Wain
wright.
— Já, ég kem, svaraði ég
og gekk inn. Þarna stóð haim
og brosti til mín.
— Þér komið þó ekki til að
kvarta yfir hóstanum í mér?
sagði hann.
— Nei, ég kem til að lækna
hann, sagði ég. Svo stakk ég
hann í hjartað með prjónin-
um ... svona! — Kreppt hönd
in rak prjón af alefli niður í
sessu, sem lá við hliðina á
henni. ",
Um leið var hringt á dyra-
bjölluna.
— Lögreglan, stundi Calt-
hrop. '
Enginn hreyfði sig. í dauða-
kyrrðinni hevrðist þjónustu-
stúlkan koma upp úr kjallar-
anum, útidyrahurðin heyrðist
opnuð og fótatak nálgaðist...
Ándartaki síðar heyrðist hinn
harði, kjamtandi hósti hr.
Wainwright.
— Já, sagði frú Wick, — ég
heyrði þegar hann fór út fyrir
10 mínútum ... en kærar
þakkir fyrir þessa skemmti-
legu hugmvnd, herra Pen-
bury! Auðvitað sat ég hérna
og lét mér leiðast rétt eins og
allir hinir . . .
"
„Ég ætla að bregða mér upp og greiða mér, áður en
ég fer að borða“.
4 Syitnudagsbiaðið
TÖLUR
Framhald af 3. síSu.
ans, 10, við og bá kemur út
666+1000. Táknið fyrir 1000
er M, fyrsti bókstafurinn í
„mysterium“. — Það væri
synd að segja, að vMichael
þessi Stifel hafi verið . slakur
í tölvísindum!
í skáldsögu Tolstoys, „Stríð
og friður“, er kenníhg, <5em
gefa á til kynna, að tálan 666
hafi átt við Napoleon keisara.
Aðrir hafa kuklað þannig með
tölur og bókstafi, að út hefur
komið, gð Nero hafi verið hið
stóra dýr, sem minnzt er á í
Opinberunarbókinni. :í
Nýjasta dæmið í þessnm
efnum er úr síðasta strfði, þar
sem stillt var upp talúaröð,
þar sem A—100, B=101v C=
102, D—103, E=104 og. svo
íramvegis. Ef nafnið HITLER
er reiknað út eftir þessari
formúlu, verður útkoman ...
666!
FRÆGUR leyniiögreglumaður hefur nýlega lýst í æviminn-
ingum sínum einu vandasamasta verkinu, sem honum var falið
að leysa af hendi og hvernig honum tókst það. Hann átti að
taka fastan slunginn fjársvikara í Englandi. Svikarinn hafði
klæðzt kvenbúningi og leikið á fjölmarga leynlögreglumenn frá
Scotland Yard
Leynilögreglumaðurinn var að loknu afreki sínu spurður
hvernig í ósköpunum hann hafi farið að því að finna manninn.
Svar hans ber vissulega vott um ágætlega þroskaða athyglisgáfu:
— Dulbúningurinn var svo vel gerður, að mig hefði aldrei
getað dreymt um annað eins. Andlitsliturinn, hárið, göngulagið,
framkoman: allt var þetta jafn yndislegt og kvenlegt. En þá brá
svo við, að ,,frúin“ gekk framhjá einni fínustu tízkuverzlun
Lundúnaborgar, án þess svo mikið sem gjótá augunum upp í
gluggana.
Þá vissi ég hvar hundurinrn lá grafinn!
☆
EITT SINN var því spáð, að ísland mundi sökkva í sæ og í
tilefni af þvi kvað Jónas Jónsson i Hróarsdal eftirfarandi visu:
Stjörnu fróðir fræðimenn
fyrir þjóðum lýsa:
Að muni í flóði farast senn
frónið góða — ísa
Nafni hans að Tjörn við Sauðárkrók svaraði með þessari vísu:
Þótt min sé ekki mikil sjón
mega það rekkar heyra.
Ef að sekkur ísa frón
eitthvað skekkist fleira.
☆
LÍSA hét stór og góðleg negrastúlka, sem gætti barna í húsi
einu í New York. Húni hafði verið þar í mörg ár og gerði mikið
gagn bæði með því að þvo þvotta, stoppa í sokka og margt
fleira, auk þess sem hún gætti barnanna
Dag nokkurn kemur Jack litli til hennar og spyr, eftir að
hafa skoðað hana gaumgæfilega:
— Heyrðu, Lísa, af hverju hefurðu svona stðrar hendur?
■— Það skal ég segja þér, Jack, segir Lísa Það er af því, að
þegar ég var barn, lék ég mér alltaf í forarleðiunni í skurðun-
um, og af því fær maður stórar hendur.
— Já, en af hverju hefurðu þá svona stóra fætur, Lása?
— Það er skiljanlegt. Við hlupum alltaf berfætt í leðjunn; og
af því verða fæturnir stórir.
— Segðu mér, Lísa, spyr Jack litli að lokum: Saztu líka í
leðjunni?
☆
EFTIEFAEANDI vísur orti Káinn um þ'kktan fræðimar.n
héðan að heiman, er hann var á ferð fyrir vestan:
Nú heilsa ég heimspeking frægum
og hneigi mig. — Sæll vert þú —
heiðraði herra Ágúst
H — „doi you do?“
Við þráum hér syðra að sjá þig
og setjast hjá þér í foíl,
og hlusta á þig, herra Ágúst
H. — „do you feel?“
Það er svo hressandi, heilnæmt,
og heimskuna dæmir í foann,
að hlusta á þig, herra Ágúst,
H. — lærðan mann.
Þeir, sem að þekkja þig, vita,
þegar að komið er haust
heldur þú heimleiðis, Ágúst,
H. — vaðalaust.