Sunnudagsblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 2
MYNDIRNAR:
| EFRI myndin er af stærsta fiskinum, sem til
| er í vatnasvæði Amasonfljótsins, Hann heitir
| „Arapaima£t o:g getur orðið fjórir metrar að
| lengd. Hann er veiddur af Indíánum með eins
| konar skutlum, sem skotið er líkt og ör af boga.
§ Á myndinni sést einn slíkur af meðalstærð vera
■ komínn upp á fljótsbakkann. — Neðri myndin
| sýnir árbakka á Amasonsvæðinu, þar sem byggð
| er við fljótið. Víða eru annars óbyggð svæði, og
1 innst inni x hinum miklu skógum, sem mega
■ heita ókannaðir á stórum svæðum, eru miklir
1 skóglausir graslendilsflákar.
8fwiwiliÉjÍÍÍBII|W38Bp|ÍÍpÍWjpiÍBpBWIIjWj
RIO de JAJMEiRO (Picmail-
cr). Amasonfljót er svo stórt,
að það er hægt að sigla á stór
um hafskipum eftir því gegn-
um meira en tvo þriðju af
meginlandi Suður-Ameríku.
Þetta er vatnsmesta fljót
heimsins og lengsta .fljótið
líka að aðeins tveimur undan
skildum, Missisippi-Missouri
og Níl. Hægt er að sigía hana
á nærfellt öllum skipum allt
upp til Iquitos í Perú, 2000
mílur inni í landi frá mynni
fljótsins á austurströnd Bra-
í'úíu rétt við miðbaug.
'Skip, sem rista 14 fet, geta
komizt 486 mílum lengra.
Amason er alls staðar breið,
en sums staðar þar sem hún
fellur í einu lagi er hún 4—6
mílur á breidd, en annars stað
ar er hún hrein flækja úr
kvíslum, auk þess. sem að
henni fellur mikill fjöldi af
hliðarám. Meðaldýpi á rign-
ingatímanum er 120 fet.
Alls er þetta mikla fljót
3000 mílur að lengd frá upp-
tökum til ósa. Upptökin eru
við Maranon í Perú, hátt uppi
í Andesfjöllum, í vötnum.
sem fá aðrennsli undan skrið
jöklum háfjallanna, Þaðan
eru ekki nema tæpar 100 míl-
ur vestur á Kyrrahafsströnd.
Mikinn hluta leiðar sinnar
austur til hafs fellur það yfir
flatlendi, þar sem með all-
löngu millibili eru höll austur
á bóginn. Miðhlutinn er oft
kallaður Solimoes.
Afrennslissvæði Amason-
fljóts er 2 722 000 fermílna
eða litlu minni en öll Banda-
ríki Norður-Ameríku. Og skál
in meðfram fljótinu er
stærsta svæði heimsins, sem
ekki hefur verið kannað, fyrir
utan hin ónytjanlegu heim-
skautasvæði.
íbúarnir eru aðallega Indí-
ánar, hálfvilltir, fátækir og
fávísir. Sumir vinna við gúm-
ræktina, aðrir lifa eins og for
feður þeirra út í skógunum á
því, sem náttúran gefur þeim.
Dagar hinna villtu Indíána
og grimmra villidýra i Ama-
sonskógunum eru horfnir, og
allir, sem eru sæmilega var-
kárir, geta farið þar um, a.
m, k. ihinar þekktu leiðir.
Óskaplegur fjöldi dýra
hefst við í Amasondældinni,
aðallega apar, fuglar og
hreinn aragrúi af skordýrateg
undum. Meira en 400 ætar
fisktegundir eru í ánum, en
alls er talið, að þar séu um
2000 tegundir, enda horfa
sportveiðimenn þangað von-
araugum.
Spánverjinn Vicente Yanez
Pinzon fann Amason fyrstur
árið 1500 og fyrsta ferðin frá
Andes til Atlantshafsins eftir
ánni var farin 40 áruní
seinna.
Nú er verið að gera veg frá
Quito í Euador til Belem £
Autur-Brazilíu. Þegar hann
er kominn upp, verður hanm
eini vegurinn yfir þetta mikla
vatnavæði og skóga og eini
vegurinn, sem liggur þvers
yfir meginland Suður-Amer-
íku. En járnbrautarlestif
tengja saman Braziliu og Boli
víu.
Maður, sern ferðast upp efi
ir Amason, sér frá hinu þægi'
lega skipi sínu fjölda litilia
Framliald á 6. síðu.
DÆMIÐ EKKI til þess að þér verðið ekki dæmd-
ir; því að með þeim dómi, sem þér dæmið, verð-
ið þér dæmdir, og með þeim mæ'li, sem. þér mæl-
ið, verður yður mælt. En því . sér þú flísina í
auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum
í auga þínu? Eða hvernig /getur þú sagt við
bróður þinn: Lát m!g draga út flísina úr auga
þér, en gengur svo sjálfur með bjálka í auganu?
Hræsnari, drag fyrst bjáikann út úr- auga þínu,
og þá muntu sjá vel til að draga út flísina úr
auga bróður þms. (Fjallræðan).
2 Sunnudagsblaðið