Sunnudagsblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 7
Örkumlð
móðir
Franihald af 5. síðu.
sinnum fram úr rúminu á
einni nóttu.
Seinna komst læknirinn að
þeirri niðurstöðu, að það
væri eitthvað fleira að móður
minni en heilablóðfallið, sem
hún fékk. Sérfræðingur var
fenginn til að skoða hana og
hann ráðlagði uppskurð. En
hún var orðin 74 ára og ekki
meira en helmings líkur fyrir
því, að hún lifði skurðinn af.
Pabbi og ég vorum mjög í
vafa um það hvort rétt væri
að ieggja hana undir hnífinn
svona gamla. En læknirinn
sagði, að hún yrði að ráða
því sjálf.
Um stund var hún lík því
sem hún var í gamla daga,
áður en hún fékk slagið:
—■ Auðvitað vil ég láta
skera mig upp, sagði hún. —
Berið þið ekkert traust til
skaparans?
Hún þoldi skurðinn prýði-
lega.
Og nú kom breytingin.
Eg get ekki sagt, að mamma
væri orðin ný og betri kona,
en hún hætti þessu linnulausa
kvabbi. Hún var ekki eins
kröfufrek. Þess vegna fékk ég
tíma til að hugsa mér, að ég
væri að hjúkra móður minni,
en ekki einhverri konu, sem
hefði verið send á mig til að
þjaka mig.
Ég hafði tíma til að velta
vöngum yfir því, hvemig hún
gseti haft það bezt, ekki ein-
asta færa henni mat og þvo
henni. Og ég hafði jafnvel
tíma til að eignast bam.
Barnið (sem . við vissum
ekki hvað við áttum að hugsa
um, meðan það var á leiðinni)
kom eins og engill af himni
sendur.
Ég hafði auðvitað miklu
meira að gera, en það marg-
borgaði sig samt vegna
mömmu. Hún var aldrei leið
í skapi, þegar hún gat horft
á barnið, jafnvel að liorfa á
það sofa. Og þegar hún gat
vnggaS því í ró með heilu
hendinni, fannst henni hún
ekki vera eins einskis nýt og
áður.
Þegar ég sá, hve auðvelt
yar að taka örkumla mairn
inn í venjulegt heimilisííf.
fann ég að ég hafði farið
skakkt að við mömmu.
Fyrir löngu hafði ég gefið
frá mér alla von um ferðalög,
því þegar mér datt í hug að
skreppa eitthvað, var ég méð
svo slæma samvizku, að ég
naut einskis af tilbreytninni,
einkum af tilhugsunini um
hvað ég legði á pabba þá
stundina.
En nú hugsaði ég: Hvers
vegna ekki að taka mömmu
með?
m-mm
Hæ, Hvutti. Við erum bai-a hér á göngu og ihugsuðum .,.
jnaiB
Við keyptum þá hjólastól,
sem hægt var að leggja sam-
an, og fórum með mömmu
hvert sem við ætluðum sjálf.
Hún fór í smáferðir með okk-
ur út í náttúruna og heimsótti
kunningja, sem hún hafði
ekki getað séð í mörg ár. Ef
til vill var þetta það bezta
fyrir hana.
Um þetta leyti heyrði ég
um mann. sem nuddaði lam-
aða limi. Ég fékk hann til að
koma til mömmu tvisvar í
viku og sjá um næfing’ar og
nudd.
Þessi maður var saimkrist-
in sál, Hann tók a.ð sér að
nudda alla, sem með þurftu,
fólk, sem orðið hafði fyrir
slagi, börn, sem bæklazt
höfðu af lömimarveiki, í-
þróttamenn, sem orðið höfðu
fyrir tognun, allt án endur-
gjalds. Hann leit svo ó, að
hann hefði þegið hæfileika
sinn frá guð'i og vildi ekki
selja það, sem guð hafði gefið.
Þetta hjálpaði mömmu mik
ið og við tókum oft þannig til
orða: ,,Þegar þú getur aftur
farið að ganga.“ Þar til hún
andaðist var hún sannfærð
um, að hún ætti eftir að taka
viö sínu gamla heimilishaldi
aftur.
Ef ég ætti eftir að hjúkra
gamalli konu seinna, vissi ég
eftirfarandi atriði fyrirfram:
Gamalt fólk er eins og börn
að mörgu leyti. Það þarfnast
geysimikillar þolinmæði og
mikillar gamansemi. Það er
mjög næmt. fyrir því, hvað
liggur í loftinu. Ef þú ert
óttaslegin, þá er það óttasltg-
ið. Ef þú ert róleg, geturðu
bægt kvíða þess frá.
Eins og lítil börn getur gam
alt fólk snöggveikzt en líka
snöggbatnað.
Gamalt fólk þarfnast félags
skapar, einkum jafnaldra
sinna, rétt eins og litlu böm-
in. Það borgar sig að setja
himin og jörð á annan end-
ann til þess að horfa á það.
Ég vona að þú skiljir þá
meining mína, að þótt erfitt
sé að hafa örkumla mann á
heimili sínu, er það vel hægt
með góðum vilja og sannar-
lega borgar það sig.
Sunnudagsblaðið 7