Sunnudagsblaðið - 23.04.1961, Side 1

Sunnudagsblaðið - 23.04.1961, Side 1
L 23. APRIL. — 15. TBL. VI ARG. Eftir CAMILIE FLAMMARION FYRIR 70—80 árum skrifaði hinn frægi franski stjömufræðing- ur, Camille Fl'ammarion, hugleiðiCngar sínar um líf og lífskilyrði í fiinum óendanlega stj,örnu- geimi. Hann setti þær fram í skáldlegum bún ingi. Sjálf stjörnudísin, Úranía fylgdi honum og sýndi honum dásemdir alheimsins. Þessar hug leiðingar eru hluti! bók arinnar „Úranía“, sem kom út á íslenzku 1898 í frábærr-i þýðngingu Bjarnar frá Viðfirði. Sunnudagsblaðið birt ir hér brot úr þessum hugleiðingum í tilefni af því að nú hefur fyrsti maðurinn, Juri Gagarin hinn rússneski, farið út í geiminn og geimöld er hafin. OG ég sá, hvar Jörðin hné í regindjúp rumsins. Turnkoll- urinn á stjörnuhúsinu ag ljós- mari borgarinnar hurfu á svip stundu; en sjálfur þóttist ég hvergi hreyfast; það var á- þekk tilfinning, er grgip mig, eins og þegar maður stendur í loftfari og sér jörðina svífa óðfluga burt undir fótum sér. Þannig sveif ég á fleygiferð hærra og hærra, lengra og lengra, borinn af ómælilegum töfrakrafti áleiðis að tak- marki, er alitaf vék undan og aldrei varð náð. Úranía leið fram við hlið mér og var þó jafnan öli'u ofar; hún leit við mér blíðlega og sýndi mér öll ríki veraldarinnar. Það var runninn dagur á Jörðunni, er hér var komið förinni. Ég gat að líta Frakkland, Rín, Þýzka land, Austurríki, ítalíu, Mið- jarðarhafið, Spán, Atlantshaf- ið, Ermarsund og England; það var eins og á örsmáu landabréfi, enda var þess ekki langt að bíða að öll lönd voru horfin og Jörðin líktist tungli

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.