Sunnudagsblaðið - 08.10.1961, Síða 2

Sunnudagsblaðið - 08.10.1961, Síða 2
PERLURNAR FALLA Frh. af 1. síðu. eru virkilega sjúkir. Annars kann ég ekkert svar við þess- ari spurnirgu, — en það er eins og fólk haldi, að ef menn geta sett saman skáldsögu, þá séu þeir líka læknar, spá- menn og prestar. — En hamingjan eða lukk an, sem allir eru að leita að? — Hamingja! Lukka! Þetta er hugmynd frá 19. öld, frá rómantíkirni í Þýzkalandi. Að vera heilbrigður, að geta not:ð sín við sitt starf, kann- ski er það þessi hamingja.sem átt er við. Annars las ég það í dagblaði í dag, að prest- ur nokkur með mikla lífs- reynslu vissi aðeins um eitt gott hjónaband. En þar voru hjónin rangeygð á sitt hvoru auganu og sáu aldrei hvort anrað. Annars eru mörg hug tök, eins og t. d. lukka! þessi fomfálegu, hálfúldnu orða- tiltæki eða gamalt uppgjafa orðalag frá ýmsum liðnum menningartímabilum — al- gjörlega utan við mín áhuga- efni. Það kemur einhvern veg inn ekki við mig. „Heilindi s;-tt, ef hafa náir, og án löst að lifa,“ stendur í fornu ísler.zku kvæðý Það er aftur ágætt. Eg held það sé hvergi minnzt á lukku í fornsögunum. Getur verið. að eitthvað sé um það í Shakespeare. .. Eg hef aldrei verið ólukku legur sem kallað er. .. Nei. það er víst ekki. .. Eg hef alltaf ver;ð heldur heílsu- góður...... Það er alveg tilgangslaust að spyrja mig út í svona mál. Eg er bara maður, sem setur saman skáldsögur .. eða lygasögur Það er miklu betra að spyrja trésmið. Trésmiðir standa miklu nær veruleikanum heldur en skáldsagnahöfundagrey. Maður er ekki fyrst og fremst að boða heimspeki, þegar maður skrifar skáld- sögur. Góðir lesendur geta aftur á móti dregið vizku út úr þeim bókum, sem þeir lesa: kannski liggur vizkan í bókur.um: kannski verður hún til hjá lesandanum sjálf um. Eg er ófærari en aðrir menn til að draga lífspeki út úr mínum bókum. Eg hef aldrei hugsað út í það. — í hverri bók er aðeirs eitthvert verkefni, sem höfundurinn hefur sett sér fyrir og sem harn langar að leysa innan ákveðinna takmarka. — Allir segja, að fólk , þroskist“ með aldrinum. Finnst yður, að þér lítið nú þroskaðri augum á hlutina en þegar þér voruð ungur? — Nei, alls ekki þroskaðri. Mér er alltaf að fara aftur, ef rokkuð er. Maður er gáf- aðastur, meðan maður skrif- ar engar bækur og horfir bara fagnandi út í heiminn í sæluástandi berrskunnar. Ef átt er við vitsmunaþroska e:ns og þér virðist eiga við, þá finnst mér ekki að neinu leyti. að ég sé vitrari nú en þegar ég var um tvítugt. Eg hef enga trú á því, að menn séu þroskaðri nú en á 13. öld, þegar menn voru að skrifa Njálu hér á íslandi eða á 10. öld, þegar menn voru að öllum líkndum að yrkja Eddukvæði. í rauninni er alls ekki hægt að sanna, að menn nú á tímum séu neitt gáfaðri en steinaldarmenn. Annars veit ég ekkert, hvað átt er við með þessum ,,þroska“ Mér virðist mjög erfitt að segja hvað þroski er. Þó eru fuglarnir líklega ákaflega þroskaðar verur. Þeir geta flogið í loftinu, hafa hraðan hjartslátt, háan lík- amshita og mikinn söng: fyr- ir utan sem þeir fljúga í loft- inu. Það hlýtur að vera ákaf- lega skemmtilegt líf. Nei, ég veit ekkert, hvað er ,þroski.‘ Eg held bara, að orðið sé vit- laust hugsað frá rótum. Þessi ,þroski‘, sem talað er um nú á dögum er líklega heimspekilegur endurómur af Darwinskenningunni, sem hefur bara verið mis- skilin af heimspekingum. Menn eru kannski þroskað- astir í móðurlífi. Pá eru þeir í ákaflega árægjulegu á- standi, — en kannski byrja þeir að deyja, þegar þeir fæðast. Það er að minnsta kosti hugsanlegt. En ég hafna alveg þessum .,þroska“ kenningum. Það mega aðrir hafa þær fyrir mér, og það er ágætt. En þær segja mér ekkert. — Er heimurinn verri nú en fyrir 20 árum? — Fjarri því. En það hlýt- ur að vera misjafnlega gott að lifa í löndum eftir tíma- bilum. Stundum virðist llfið vera fyllra af samræmi á ein um tíma en öðrum í ýmsum þjóðfélögum. Það koma ró- leg tímabil, þegar lífið er frekar aðlaðandi fyrir marga eir.staklinga? — Svo koma aftur tímabil, þar sem allt raskast. Menn lifðu t. d. til- lölulega rólegu lífi, að mér skilst, í stórborgum iðnþró- uðu landanna í Evrópu um tíma fyrir 1914. jafnvel heil- an mannsaldur, Sv0 vitnað sé í tímabil og part af heim- inum, sem maður þekkir.. Svo koma alls konar utan og innan-aðkomandi hlutir, sem umtuma öllu, — og engir gamHr mælikvarðar eru lengur gildir. Pá er farið að leita að nýju jafnvægi. — Hvað um ástina? Er hún kannski bara misskilið hugtak? — Ástin! Já, það er nú það. Nei, ætli það sé ekki starf- hæft hugtak. Sambandið milli karls og konu hefur alltaf verið stórkostlegt verk efni fyrir skáld á öllum tím- um. En ástin í okkar merk- ingu er heimspeki frá róm- antikinni. Mikið af þessu áslaröfli, sem heimurinn hefur verið fullur af, er ein- hvers konar arfur frá skáld- skap fyrri alda. En er ekki annars talað mir.na um ást nú en áður var? Þér vitið það auðvitað ekki, þér eruð svo ung. En ég heyri nú á tímum oftar talað um sex. Eg hélt, að hitt væri úrelt. Eg hef ekki heyrt um það lergi nema í úreltri ljóða- gerð. Eg hef ekki þorað að nota orðið ást í nokkra ára- tugi. Ég held, að orðið komi tæplega fyrir í Paradísar- heimt eða Brekkukotsannál, — að minnsta kosti ekki viljandi. Það em hin og þessi orð, sem maður þorir ekki að nota lengur, orð eins og ást, sál þroski, lukka. Það er eins og verið sé að fara inn á einkasvið annarra, ef á þau er minnzt. Sál er t d. guðfræðilegt hugtak, meira að segja kristilegt. Og mað- ur, Sem er að basla við að skrifa skáldsögur, kann ekki við að stela sínu hugtakinu frá hverjum og búa til úr því kássu með orðaglamri úr ólíkum kenningum. Mér dettur ekki í hug að gagn- rýna neinn, sem rotar orð e:ns og ást, sál, lukka, þroski. En ég þori ekki að nota þau sjáifur af því að étf skil þau ekki lergur. Ungir menn nota slíkt orðaval, af því þeir apa það, sem þeir heyra í krinsum sig, Sv0 dettur þetta orðahismi utan af manni. Það er svo langt siðan ég fór að skrifa, — og orð:n breyt- ast í tímanum eins og ann- að. — Svo þessum óskiljan- legu. orðum sé sleppt. Þél minntust á guðfræðina. Eg ætla ekki að fara að tala um Furtsevu né trú eðá trúleysi manna. En hvers vegna eru þeir, sem engu framhþldi trúa, að gera nokkuð með jarðneskar leifar vanda- manna sinna? Hvers vegna allt þelta tilstand í kringum duftið, sem aldrei var né verður annað en innantómt duft? — Jarðarfarir eru skemmt- un og huggun fyrir þá, sem eftir lifa; ræður, tónlist og söngur, því þá ekki? Eg segi fyrir mig, ég ber mikla virð- ingu fyrir því Eg ber virð- ingu fyrir mörgum trúar- bragðaflokkum, en ég ber líka virðingu fyrir þeim, sem afneita því, t. d. Marxistum. Þeim er trúin á eðlilega út- s'okknun heilagri en mörg- urn er trúin á eilíft líf. — En fólk, sem trúir ,,er.gu“? — Allir trúa á það, sem þeir halda að sé þeim fyrir beztu. Það trúir á —, hvað skal segja. gott hús, góðan bíl, ástina og fyllirí. Það er afskaplega mikil fylliríis- dýrknu á íslandi. Það er af því, að mönnum finnst fylli- rj vera sér fyrir beztu. Sumir trúa á dyggðir, sumir á ó- dyggðir. Það er normalt. Svo eru aðrir, sem trúa á alls kon ar hugsjónir og eru meira að segja tilbúnir að leggja mik- ið í sölurrar til að hrinda þeim í framkvæmd. — Ætlið þér að snúa yður að leikritagerð í framtíð- inni? — Það getur vel verið, að ég skrifi fleiri leikrit. Eg er að byrja að fá áhuga á leik- ritun, þótt ég hafi aldrei haft af því nema -skömm og skaða. Við Hfum hér í þjóðfélagi, sem er fullt af ágætinn leik- gagnrýrendum. Því miður standa leikritahöfundar okk- ar þeim ekki snúning að þvi er snertir merntun, gáfur og dugnað....... H. Færeyskt líf og list FÆREYJUM búa aðeins Hðlega 35 þúsur.d manna, og Færeyingar eru því ein hin minnsta þjóð veraldar. Það er von að gestir af öðrum lönd um komnir, séu nokkuð van- Ung færeysk stúlka á þjóðbúningi. Listaverk Færeyinga eru þó ekkert smáræði að vöxt- um, og gesturinn þarf eigi heldur að kvíða að kostir þeirra valdi honum vonbrigð um“. Þannig hefst grein um fær- eyska list og listamenn í sýn- ingarskrá færeysku Hstsýn- ingunnar, sem stendur yfir þsssa dagana í Reykjavík. — Það er líklega óhætt að segja að hér sé með rétt mál farið. Færeyski málarir.n Mykjunes og fleiri á þessari sýningu eru óhikað taldir til allra beztu málara á Norðurlönd- um 0g þótt víðar væri leitað. Tveir ungir fulltrúar Færeyja í færeyskum þjóðbúninguiri. trúaðir, þegar þeir heyra sagt, Gestur sýningarinr ar sér Högdalsá segir í sýningar- að þetta þjóðarkríli hafi skap til Færeyja inn í færeyskt skránni; að fullgild Hstaverk Líklega þjóðlíf og færeyska stað- „Sundurlyndið í heimi er munu þeir hugsa sem svo, að háttu. Listafélag Færeyja slórt í dag. Hvörja ferð hövi varla geti þar verið um annað kemur hingað með þessa sýn- er til at list og fólk hittast að ræða en hagleiksverk ir.gu og eins og Hanus við eiga vit at fröast“. heimalninga, sem hampað sé af góðfúsum en lítilþægum lar.dsmönnum. 2 Sunnudagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.