24 stundir - 20.11.2007, Blaðsíða 8

24 stundir - 20.11.2007, Blaðsíða 8
Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Björgunarmenn í Bangladess héldu áfram að koma hjálpargögnum til bágstaddra í suðurhluta landsins í gær. Víða hefur gengið erfiðlega að koma hjálpargögnum til afskekktra svæða, en fimm dagar eru nú liðnir frá því að fellibylurinn Sidr gekk yf- ir landið. Opinber tala látinna er nú í kringum 3.500 manns, en óttast er að talan geti náð allt að 15 þús- undum þegar umfang tjónsins er orðið ljóst. „Harmleikurinn opin- berast þegar við förum úr einu eyðilögðu þorpinu í annað,“ segir hjálparstarfsmaðurinn Mohammad Selim í Bagerhat-héraði, sem varð einna verst úti í hamförunum. „Oft virðist sem við séum í dauðadaln- um sjálfum.“ Erlend fjárhagsaðstoð Yfirvöld í Bangladess áætla að þrjár milljónir íbúa láglendisins við ströndina þurfi á aðstoð að halda eftir að hafa misst heimili sín og eignir í storminum. Þegar hefur þarlendum stjórnvöldum verið boðið jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð erlendis frá. Stærsta framlagið kemur frá Sádi- Aröbum sem hafa heitið jafnvirði um sex milljarða króna, en Samein- uðu þjóðirnar lýstu því yfir í gær að þörf væri á frekari hjálp. Hjálpar- starfsmenn óttast að skortur á mat, drykkjarvatni og lyfjum kunni að leiða til sjúkdómsfaraldra meðal hinna hrjáðu. Rauði kross Íslands sendi í gær þriggja milljóna króna framlag til neyðaraðstoðarinnar. Fellibylurinn Sidr skall á suður- strönd Bangladess á fimmtudags- kvöld, þar sem vindhraðinn náði allt að 66 metrum á sekúndu og vatn flæddi langt inn á láglend strandsvæðin. Tugþúsundir heim- ila, uppskera og rafmagnslínur eyðilögðust og tré rifnuðu víða upp með rótum. Fleiri tugir fiskibáta voru enn úti á Bengalflóa þegar stormurinn skall á, þrátt fyrir stormviðvaranir yfirvalda. Matarskortur Fréttaritari breska ríkisútvarps- ins í Bangladess segir fjölda fólks ekki hafa fengið neitt að borða frá því á föstudaginn og að þorpsbúar hafi margir slegist um hrísgrjóna- poka. Einn þeirra sem komst lífs af segir fólkið ekki hafa neitt til að leggja sér til munns. „Við reynum að komast af með því að borða allt ætilegt sem við komumst yfir. Nautgripirnir og hænsnin eru dauð og uppskeran er eyðilögð. Við eig- um ekkert.“ HVAÐ VANTAR UPPÁ? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Þúsundir látn- ar í Bangladess  Hjálparstarfsmenn telja hættu á að faraldrar blossi upp á ham- farasvæðunum  Kallað eftir neyðaraðstoð erlendis frá ➤ Fellibylurinn Sidr skall áBangladess fáeinum mán- uðum eftir að mikil flóð eyði- lögðu heimili hundraða þús- unda íbúa í norðurhlutanum. ➤ Yfirvöld áætla að 95% hrís-grjónauppskerunnar hafi eyðilagst í storminum. ➤ Sidr er mannskæðasti fellibyl-urinn sem herjað hefur á Bangladessa í rúman áratug. Um 143 þúsund manns létust í stormi árið 1991. FELLIBYLURINN SIDR NordicPhotos/AFP Í neyðarskýli Bangladessk kona grætur á meðan hún bíður eftir hjálp- argögnum í bænum Padma á suður- strönd Bangladess. 8 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 24stundir Krókhálsi 3 569-1900 hvítlist LEÐURVÖRUVERSLUN Leður Það er leikur einn að sauma úr leðri í venjulegri heimilis- saumavél. Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Höfuð, herðar… Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004. MYND Bæjarhraun 26, Hafnarfirði s. 565 4207 www.ljosmynd.is Pantið jólamyndatökurnar tímanlega Jólamyndatökur Borgarhús ehf. Minni-Borg, Grímsnesi www.borgarhus.is Stílhrein og vönduð frístundahús sniðin að óskum viðskiptavina Tökum einnig að okkur alla almenna smíða- og viðhaldsvinnu ( 486 4411 - teitur@borgarhus.is Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.