24 stundir - 20.11.2007, Blaðsíða 33

24 stundir - 20.11.2007, Blaðsíða 33
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 33 Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is FRÍ LEGUGREINING og fagleg ráðgjöf á heilsu- og sjúkradýnum HAUSTTILBOÐ 10-40% AFSLÁTTUR BYLTING Í SVEFNLAUSNUM EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Lesvélin Ragga var formlega opn- uð almenningi á degi íslenskrar tungu en hún er byggð á tækni sem auðveldar aðgengi fólks með lestrarerfiðleika að rituðu máli á netinu. Þjónustan er ókeypis og öllum opin á vefsíðunni hexia.net/ upplestur. Fólk getur bæði notað vélina til að lesa texta af vefsíðum og eigin texta sem það slær sjálft inn. „Markmiðið með þessu fyrir námsmenn er að þeir geti auð- veldlega fengið texta lesinn fyrir sig og að þeir geti sannreynt hvort hugsunin í því sem þeir skrifa kemst óbrengluð til skila. Það hef- ur háð lesblindum verulega,“ segir Þórarinn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Hexíu. Fleiri tungumál væntanleg Til stendur að bjóða upp á þjónustuna á fleiri tungumálum, að sögn Þórarins. „Við erum að ganga frá samningum um að fá að nota fleiri tungumál og innan ör- fárra vikna komum við til með að bjóða upp á ensku, dönsku, frönsku og þýsku. Þetta eru helstu tungumál sem kennd eru í skóla- kerfinu,“ segir Þórarinn og bætir við að fleiri tungumálum verði bætt við eftir þörfum. Hann tekur undir að slík vél geti komið fólki til góða í tungumálanámi. „Það sem menn eru að horfa á er að les- blindum reynist mjög erfitt, sér- staklega í byrjun, að lesa texta á máli sem þeir kunna ekki að fullu,“ segir hann. Eilífðarverkefni Íslensk tunga er mikið ólíkinda- tól og því hafa ýmis vandamál komið upp við þróun kerfisins. Þórarinn segir að það sé eilífð- arverkefni að snurfusa og betrum- bæta kerfið. „Við erum til dæmis með kerfið stillt þannig að ef orð er skrifað með hástöfum stafar vélin það. Við látum hana þekkja fullt af skammstöfunum þannig að hún ber þær fram eins og fólk er vant,“ segir Þórarinn og bendir á BSRB og NATÓ sem dæmi. Tölu- orð eru annað vandamál sem reynt er að komast fyrir, sem og orð sem geta verið borin fram á mismunandi máta, eins og Halli og halli. „Það eru alls kyns smá- hnökrar sem koma upp en við lít- um á það þannig að við séum að gera góðan hlut betri með því að fínpússa hann og sjáum ekki ann- að á viðbrögðunum en að fólk sé mjög ánægt með gæði þjónust- unnar.“ Hentar vel fólki með lestrarerfiðleika Eilífðarverkefni Það er eilífðarverkefni að fínpússa lesvélina Röggu að mati Þórarins Stefánssonar hjá Hexíu. ➤ Ragga dregur nafn sitt afRagnheiði Clausen sem ljær vélinni rödd sína. ➤ Hexía sá um skipulag ogframkvæmd verkefnisins í samstarfi við Háskóla Íslands, Símann og Trackwell. LESVÉLIN RAGGA Lesvélin Ragga les texta á tölvuskjá Lesvélin Ragga auðveldar fólki með lestrarerfiðleika að lesa texta af tölvuskjá. Von er á samskonar les- vélum á öðrum tungum. Framhaldsskólanemar hafa stofnað Samband íslenskra framhaldsskólanema. Hlut- verk sambandsins er meðal annars að hafa forystu í hags- munamálum framhalds- skólanema, verja áunnin rétt- indi þeirra og vera málsvari og milliliður í ágreiningsmálum sem upp geta komið. Sambandið mun einnig hafa forystu í félagsstarfi og félags- málafræðslu. Nemendur sameinast Vefnum lesum.khi.is er ætlað að auka þjónustu við nem- endur með lestrarerfiðleika, foreldra og kennara. Kenn- araháskóli Íslands hefur veg og vanda af vefnum en á hon- um má meðal annars finna upplýsingar um lestrarerf- iðleika og efni tengt læsi. Nýr lesvefur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.