Sunnudagsblaðið - 11.11.1962, Síða 2

Sunnudagsblaðið - 11.11.1962, Síða 2
ÞAU KOMU yfir fjöll og firnindi eftir tveggja sólarhringa ferð að heiman. Þau höfðu átt landnámsjörð við yzta nes, búið þar allan sinn búskap og komið upp börnum sínum. Sum voru farin að heiman, en hin komin af höndum og áttu að læra eitthvað nytsamt.Jörðin lá við undurfagran fjörð, þar sem fyrr var nokk- ur byggð, landbúnaður og útræði og allmikil skipakoma úti fyrir, sérstaklega í miklum veðrum. Hann hafði lengi velt því fyrir sér hvort hann ætti að fara og hvert hann ætti að fara, en alltaf var hann að dytta að, slétta túnið, hiaða garða, gera að húsum, — og í hvert sinn, sem hann hafði lokið verki og litið það augum, fannst honum að hann gæti ekki yfirgefið það. Og þannig dróst það ár frá ári. Hann vildi ekki aka jeppanum inn í ösina í borginni- Hann hafði því lagt á ráð um það, að vinur hans kæmi á móti þeim og æki í borgina. Þeir hittust á Kjalarnesinu. Drengurinn var þögull í sinni forundran þegar hann leit alla þessa æðislegu umferð, skýjaborgirnar í borginni, eggsléttar göturnar, allan þennan ótrúlega manngrúa, Þegar þau voru komin í íbúð sína, heimsótti ég þau. Kon- an snérist í eldhúsinu. hafði ekki lært á skápana og því síður á rafmagns- tækin, vissi varla hvar hún ætti að stinga inn hraðsuðuketilstenglinum — og svo var vatnið farið að sjóða áður en hún hafði fundið kaffikönnuna. Hún hafði aldrei haft rafmagn og aldrei handfjatlað rafmagnstæki. Þau höfðu farið að heiman, negit fyrir giugga, lokað hurðum, yíírgefið allt, því að jörðina höfðu þau ekki getað selt og heldur ekki hús. Hann hafði ekki heyjað síðastliðið sum- ar, enda selt allar sínar skeppnur í haust. íj Ég sagði varfærnislega: „Að vera fæddur á jörð, að eiga jörð og hafa verið þar frá bernsku, að eiga þar þúsund handtök, að kannast þar við hverja; þúfu og hverja dæld, að hafa numið hvert hljóð náttúrunnar, að kveðja og aka1 burt á nýjan stað langt fjarri, þetta hlýtur að vera erfitt?" Hann sagði og horfði í gaupnir sér, á siggbarðar hendur sínar: „Nokkuð erfitt, tekur dálítið á, en það er verst fyrir þá sem eftir eru. Gömlu hjónin, nágrannar okkar, stóðu á hlaðinu með tárin í augunum. Það er áreiðaniega verst fyrir þá, sem eftir eru". Þau eru bæði á sextugsaldri. Þau hrista þetta af sér. Nú skal hefja nýtt starf. Dýrin kalla aldrei framar á þau. Baráttan við náttúruna hefur verið hörð öll ár þeirra- Nú er það ekki hafaldan eða harðindin, sem hóta. Nú öskra vélar og farartæki daginn út og daginn inn. Nýr himinn, ný jörð, ný hugsun • - og sál... * * * kyllisheiði, en fyrr á tímum lá heiðarveg- xirinn allmiklu norðar upp úr dalnum. Nokkru framar en Bólstaður, eru tveir Tbæir, vestan megin ár, Geirmundarstaðir og Gilsstaðir og er stutt bæjarleið á milli. Geirmundarstaðir eru neðar, í krika þeim er verður norðan fjallsmúlans, sem skilur dalina, Staðardal og Selárdal. Það er sögn vnanna, bæði nú og fyrr, að bærinn dragi nafn af Geirmundi heljarskinn. Þess er og getið í Landnámabók að sumir segi, að hann hafi bú átt í Selárdal, á Geir- mundarstöðum í Steingrímsfirði. Litlu framar er bærinn Gilsstaðir, á vestri bakka Selár. Milli bæjanna er há og hömrum sett hlíð, nefnd Tvíhlíð. Upp frá foænum á Gilsstöðum heita Brekkur, en ofan þeirra Fossar, þar sem smálækir steypast fram um klettastalla. Nokkrum spöl framar er hlíðin skorin sundur af djúpu gljúfri, sem vatnsmikið gil rennur eftir, nefnt Þjóðbrckargil. Þar bjó sá bóndi á Gilsstöðum, er Eyjólfur sér hennar enn stað í gilgljúfrinu í kletta- drangi þeim, sem nú er nefndur Kerling. Gilsstaðir eru lítil jörð, eða 8 hundr. að fornu mati. Vetrarþungt mun þar og vera, eins og á fleiri dalajörðum á þessum slóð- um. A fyrri hluta og um miðja 19. öld tojó tröllkonan Þorbjörg í fyrri daga og hét, ísaksson, ættaður úr Dalasýslu. Kona foans var Helga Jónsdóttir, frá Reykja- xiesi á Ströndum. Er sumra forfeðra henn- ar og ættmenna getið í Strandamanna- sögu Gísla Konráðssonar, og voru þeir yf- irleitt vel virðir norður þar. En Stranda- xnannasaga Gísla er nú öllum aðgengileg, í útgáfu séra Jóns Guðnasonar, með leið- réttingum hans og viðaukum. Eyjólfur var maður vinsæll og vel menntux', eftir því sem á þeirri tíð þótti. Skáldmæltur var hann nokkuð, og mun eitth(vao af kveðskap hans vera enn til í 2 LLÞÝÐUBLAÐIÐ _ SUNNUDAGSBLAÐ handritum, sem geymst hafa. Kunnast ljóða hans og það, sem lengi hefur gengið í afritum manna á milli í Steingrímsfirði, eru tvær sveitar- eða bæjarímur, sem hann orti um bændur og bújarðir í Hrófbergs- hreppi hinum forna. Er hin fyrri ort árið 1809, þegar Eyjólfur var 22 ára að aldri, en hin tsíðari að 57 árum liðnum. árið 1866, er höfundurinn var kominn nær átt- ræðu. 1 rímunum er getið allra bænda sveitarinnar og ábýlisjarða þeirra, og hafa þær því nokkurn íróðleik að geyma. En á hinn bóginn er skáldskapargildi þeirra lítið og mannlýsingar litlausar, enda eru rímurnar báðar ortar í liefðbundnum stíl síns tíma, þ. e. hávært lof um viðkom- andi menn, dugnað þeirra og dyggðir. Fyrri ríman, sem Eyjólfur yrkir liðlega tvítugur, er þó sýnu stirðkveðnari og virð- ist mjög Edduborin, sem þá mun hafa verið siður margra alþýðuhagyrðinga. Úr mansöng fyrri rímunnar er þetta sýnis- liorn: „Hár þó renndi hornin á hreinum dvergageymi. Engan dropa ég nam fá, af hans staupaeimi”. Um séra Hjalta Jónsson, prófast á Stað, eru tvær vísur i rímunni, en um flesta aðra aðeins ein. Vísurnar um séra Hjalta eru þannig: „Heldur Staðinn höklabör, hýr og viðmótsblíður. Séra Hjalti sæmdarör, sára lyndisþýður. Sóma skrýddur góður gegn, guðelskandi hraður. Dyggðum prýddur drottins þegn, dáða kennimaður”. Séra Hjalti var prófastur í Strandasýslu og prestur á Stað, frá 1794 til 1827, eða í rúm þrjátíu ár. Þeir, sem minnst hafa hans í riti, segja hann liafa verið mikinn gáfu- mann og valmenni, skyldurækinn og svo mælskan, að hann prédikaði jafnan blaða- laust. Sá Ijóður varð þó á ráði þessa mæta manns og klerks, sem fræðimenn mega harma, að frá prestsskapartíð hans finn- ast nú engar embættisbækur úr Staðar- prestakalli, ekki vegna þess, að þær hafi týnzt eða farizt í eldi, eins og orðið hafa örlög ýmissa gamalla kirkjubóka, heldur vegna liins, að séra Hjalti skráði þær aldrei. Séra Hjalti átti mörg börn með konu sinni, Sigríði, þó að eigi kæmust þau öll upp. Einn sona hans var Andrés, prestur í Flatey, en sonur séra Andrésar var Jón A. Hjaltalín, skólameistari á Möðruvöllum. Þegar séra Ebenezer Henderson ferðað- ist um Island. á árunum 1814 og 1815, í erindum Bihlíufélagsins brezka, þá bi'á hann sér snöggva ferð norður í Stranda- sýslu og gisti að Stað, hjá séra Hjalta. Um kynni þeirra prófasts farast lionum svo orð í Ferðabók sinni, sem nýlega hef- ur verið þýdd á íslenzku, góðu heilli. „Svo hafði ég úr ýmsum áttum heyrt frá séra Hjalta prófasti Jónssyni sagt, að ég bjóst við miklu af honum, og þegar ég kynnt- ist honum sjálfur, var það ekki einungis að mínar fyrri liugmyndir fengju stað- festingu, heldur rniklu meira. Að ytra út- liti var hann í engu frábrugðinn bænd- unum í kringum hann, þar sem ég kom að honum óvörum, er liann var að hlaða upp túngarð, en ég komst skjótt að raun um, að hann var ekki aðeins viðmótsþvður, gestrisinn og yfirlætislaus Islendingur, heldur sannkristinn, upplýstur, kostgæf- inn og óþreytandi þjónn Jesú Krists”. Hendei-son getur þess og ennfremur, að heimilisfólkið á Stað sé allt að því söfn- uður út af fyrir sig, þar sem það sé 28 manns, og muni þurfa mikla hagsýni til að sjá fyrir þörfum slíks mannfjölda. Er það mála sannast eins og búskaparhættir og búskaparlag var þá hér á landi. Seinni ríma Eyjólfs á Gilsstöðum er langtum liðlegar ort og minna af Eddu- kenningum í henni, en hinni fyrri. Þá er Eyjólfur orðinn gamall maður, blind- ur og lasburða og kominn í kör, en lifir í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar, Hjalta Hjaltasonai', frá Hólum í Staðar- dal. Sem sýnishorn má nefna þessar vísur, úr mansöngnum: Oft mér var til yndis það, í einverunnar þunga. Lítið semja ljóðablað, er létti sinnisdrunga. En hvað mun gagna gömlum mér, gamall sæng er háður. Gömlum hafna gáfur hér, gamall er forsmáður. Blindur nakinn burðasmár, baugs er þessi njótur. Kaldan mæðir kuldinn sár, köld er hönd og fótur. Fyrir mat og margt sérhvað, megnar ei neitt að gjalda. ýj Af góðmennskunni gjört er það, ^ greyinu við að halda. |) Leiðast tekur lífið mér, >1 lúnum hjörvabaldri. ' 7$ Reisan löng því orðin er. TS| undir sólartjaldi”. Svo gæti virzt af vísum þessum, að Eyj- ólfi hafi ekki liðið vel hjá dóttur sinni og tengdasyni, en ekki mun þó ástæða til að taka þær svo alvarlega, því að alkunna er að gömlu fólki, sem misst hefur þrek sitt og heilsu, þó að lífið blakti enn í því, verð ur margt að angri og hvað helzt þá, þegar með skyldum er að skipta. Hjalti Hjalta- son á Gilsstöðum var giftur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur, og áttu þau saman fjögur börn, þrjár dætur og einn son, Eyjólf Hjalta, sem andaðist á barnsaldri. Tvær dætur þeirra, Guðbjörg og Sigríður, gift- ust og fóru til Vesturheims með mönnum sínum laust fyrir 1890. Þriðja dóttirin, Steinunn, giftist ekki, en var lengi vinnu- kona hjá Ingimundi hi-eppstjóra Guð- mundssyni á Hellu í Steingrímsfirði, og andaðist þar skömmu eftir 1930. Hún áttl eina dóttur barna, sem lézt uppkomin, ó- gift og bai-nlaus. Hjalti, tengdasonur EyJ- ólfs, var búhyggjumaður mikill, vinnu- þjarkur og afburða þrekmaður, en þó greindur vel og lengi hreppsnefndarmað- ur og oddviti sveitar sinnar. Þremur árum eftir lát Eyjólfs andaðist dóttir hans, kona Hjalta, liðlega fertug að aldri, kvæntist hann þá nokkru síðar seinni konu sinni, Margréti Ilelgadóttur, ættaðri úr Dalasýslu. Þau eignuðust son, einan bai'na, Magnús að nafni, er síðar varð kunnur læknir í Vesturheimi, en þangað fluttist hann með foreldrum sín- um fjórtán ára gamall, árið 1888. Þó að 95 ár séu liðin síðan Eyjólfur ortl síðari rímu sína, um bændur í hinum forna Hrófbergshreppi, mun margt eldra fólk í Steingrímsfirði kannast við nöfn flestra þeirra, er þar koma við sögu. Um það skal ekki fjölyrt hér, enda liggur það utan við efni þessara sagna. Sem sýnis- horn mannlýsinga síðari rímunnar, sem er eins og fyrr segir mun betur kveðin, skulu þó settar hér þrjár vísur um þá séra Sigurð Gíslason, sem var prestur á Stað á árunum 1838 til 1868, og son hans séra Guðmund Gísla, er síðar var prestur I Gufudal. Vísurnar eru svona: $ Til prestsins séra Sigurðar, sá hefur Staðarbrauðið. Gott að koma þótti þar, ' Tf þá mér róls var auðið. "3| Að léna greiða leiðist seint, þó lýðir heim götu troði. "'IJ Kennir guðsorð klárt og hreint, ^ Kristí sendiboði. ig "i’fli Einka soninn á þar hann, er kann messu þjóna. Orði drottins auðgar mann, 5 ^ indæl guðs-básóna. f|P! Framhald. jj FRAMHALD frásögunnar urn Eyjólf ísaksson og afkomendur lians, þar sem meðal annars segir frá heimsókn til álfa og öðrum merkilegum fyrir- burðum. Viðtal — að gefnu tilefni. Grein um rithöfundinn Simenon. Ótti — hugleiðingar um regnið og sprengjurnar, sem ekki komst i síðasta blað, en vissulega mun vekja athygli. Auk þessa ýmsar greinar smáar og stórar.

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.