Sunnudagsblaðið - 11.11.1962, Síða 5

Sunnudagsblaðið - 11.11.1962, Síða 5
HJÁ ÚRSMIDNUM Það er mörgu ábótavant í okkar þjóðfélagi, eins og vonicgt er. Meiri tímanákvæmni í viðskipta- lífinu væri t.d. til verulegra bóta. Það er hvimleitt skeytingarleysi og löstur ærið margn að hafa að engu skuldbindingar, sem fast- bundnar eru við ákveðinn tíma, dag eða stundu. Allir kar.nast við þetta úr daglega lífinu Ég hef lengi staðið í þeirri meii.ingu, að úrsmiðir væru heiðarleg undan- tekning frá slæmri reglu í þessum efnum vegna starfsins, dútlsins við tímaeiningarnar. T raun og veru er allt þeirra starf unnið í þjón- ustu nákvæmrar t.nnaákvörðunar. Ég hélt þess vegna, að þetta væri allt saman mínútumenn í viðskipt- um, hjá þeim gerðist ab.f á tiisett- um tíma eða a.m.k. hór um bil á tilsettum tíma. Út af þcssu getur þó brugðið. Það syw.r fttirfarandi dæmi, nýtt af nálinhi. Ég þurfti að láta gera við tvær skákklukkur, það vai slitin fjöðrin í annarri og vantaði á hana tvo takka, fallvísir var í ólagi á hinni. Það stóð fyrir dj’rum skákmót, mér lá á að fá gert við klukkurnar. Hér kemur útdráttur úr dagbók- inni um málið. Miðvikudaginn 19. sept. kl. 3.11: Ég arka til úrsmiðs með skák- klukkurnar. Klukkurnar eru tekn- ar til viðgerðar. Ég fæ afgreiðslu- miða nr. 12594. Á honum stendur m.a.: Mótt. 19.9 Tilb. 27.9. Mánudaginn 1. okt. kl. 12.54: Ég fer til úrsmiðsins að vitja klukknanna. Ung ljóshærð a£- greiðslustúlka tekur vio miðanum og hverfur inn fyrif tjaidið í búð- inni, en birtist aftur að vörmu spori. Afgreiðslustúlkan: Því miður. Það er ekki byrjað á þeim. Ég: Hvenær má ég vitja þeirra? Afgreiðslustúlkan: Á morgun. Þriðjudaginn 2. okt. kl. 12.56 Ég fer á ný að vitja ldukknanna. Afgreiðslustúlkan lítur á miðann, athugar hvort klukkurnar séu bún- ar. Afgreiðslustúlkan: Nei, því miður, en ég skal biðja hann að taka þær ' fljótlega. Ég: Þakka þér fyrir. Föstudaginn 5. okt. kl. 5.07. Ég fer enn til úrsmiðsins. Afgreiðslustúlkan: Því miður. Ég: Hvað getum við gert í málinu? ' Mér liggur á klukkunum Ætlarðu ! að taka í þrjótinn fyrir mig? Afgreiðslustúlkan: Ég skal gera mitt bezta. Það er alltaf töluverð uppörv- un í mótlætinu, þegar ung og elsku leg stúlka gerist bandamaður manns og lofar að gera sitt bezta. Ég hverf vonbetri á brott úr búð- inni með afgreiðslumiða nr. 12594 í vasanum. Eftir á að hyggja. Það skildi þó aldrei vera eftir að af- greiða þessi 12593 númer áður en röðin kemur að mínu. Mánudaginn 8. okt. kl. 12.52 Ég br staddur hjá úrsmiðnum. Afgreiðslustúlkan: Það cr byrjað á annarri klukkunni. Hún verður á- byggilega til á morgun. Er ekki nóg að fá aðra? Öll byrjun er erfið. Það er ekki ofsögum sagt af því. Þessi byrjun hefur tekið nítján daga. Það er ekki eins og að taka í nefið cða snýta sér. Þriðjudaginn 9. okt. kl. 12.47 Afgreiðslustúlkan kemur sigr. hrós andi með aðra klukkuna: 2 takkar og 1 fjöður kr. 105.00. Takk. Ég: Þetta er allt á réttri leið. Föstudaginn 12. okt. kl. 5.07 Hjá úrsmiðnum. Ég: Hvað líður skákinni? Afgreiðslustúlkan (hughreystandi): Við skulum vona það bezta. Hverfur bak við tjaldið. Ég læt ekki segja mér það tvisvar og vona strax það bezta. Afgreiðslustúlkan kemur aftur fram í búðina, brosir aísakandi: Því miður, hann er ekki byrjaður á henni, en ég skal ýta á eftir þessu. Ég: Hvenær má ég líta inn næst? Afgreiðslustúlkan: Einhverntíma eftir helgina. Ég er þolinmóðasti maður undir sólinni. Samt er ég ekki ánægður með þetta. Mér dettur í hug að hæda þarna svolitla tölu og reyna að skýra fyrir stúlkunni, hvað mér liggi mikið á klukkunni, það eigi .u5 vera skákmót á mánuóagskvöld- ið og í skákkeppni sé skákklukka alveg ómissandi hlutur. Áv hennar so ekki unnt að vera. Ég legg niður fy: ir mér, hvernig bezt sé að taka K'álið upp, en hverf crá öllu sam- an Átján ára stúlka skilur allt noma skák. Ég veit lika, að hún á enga sök á þessu. Ég: Ég kem á mánudagino. Mánudaginn 15. okt. kl. 5.10 Ég er staddur hjá úrsmiðnum í sömu erindagjörðum og áður. Legg afgreiðslumiðann á borðið. Ég: Miðinn er farinn að velkjast dálítið. Afgreiðslustúlkan lítur ekki á mið- ann, fer inn fyrir, kemur um hæh Nei, því miður. En hún vecður til fyrir sex. Ég: Það er of seint fyrir mig. Ég lít inn seinna. Þakka þér fyrir. Miðvikudaginn 17. okt. kl. 12.57 Hjá úrsmiðnum. Ég: Jæja, hvernig standa málin? Afgreiðslustúlkan (hressilega): Hún er búin. Ég: Agætt. Viltu gefa mér nótu. Ég virði fyrir mér klukkurnar á veggjunum, meðan hún skrifar nótuna, hver tifar á sinn hátt. Það er liðið fast að lokunartíma á sum- um, á öðrum mundi mál að koma sér í háttinn. Ég lít á úrið mitt, sem ég keypti héma hjá úrsmiðn- um í vor. Það er þrjár mínútur gengið í tvö. Eitt er dálítið merki- legt. Hvorugt gengur rétt. Úrið flýtir sér, en úrsmiðurinn seinkar sér. - G. G. JÓN JÓNSSON I DÓMSALNUM JÓN JÓNSSGN átti vörubifreið. Hann auglýsti hana til sýnis og sölu á ákveðn- um stað aff föstudagskvöldi. Allmargir skoðuðu bifreiðina, en aðeins tveir menn höfðu beinan áhuga á kaupum. Voru það þeir Ari Jónsson, reykvískur maður, cg Haílbergur Hannesson frá Akranesi. Hvorugur þeirra gat þó geng- ið frá kaupum þá þegar. ,.Þið athugið máiið, drengir", sagði Jón Jónsson, „og látið mig vita fyrir mánudagskvöld". Um hádegisbil á mánudaginn fékk Jón svolátandi símskeyti: „Er kaupandi að bifreið yðar á krónur 32 þúsund. Halibergur Hannesson, kyndari, Akranesi. Rétt undirskrift vottar: Bella Ben. (símamær)". Nokkru síðar gerði Ari Jónsson tilboð í bílinn að fjárhæð kr. 28 þús., en því tilboði var eðlilega haínað. Um kvöldið sendi Jón Halibergi þetta skeyti: „Samþykki símtilboð yðar f bifreið rnína". Næsta morgun hringdi Halibergur til Jóns og sagði, að ætlun sín hefði ver- ið sú að sækja bifreiðina í dag, en á því yrði dráttur í hálfan mánuð. Svo væri málum farið, að þeir Skagamenn væru í kvöld að senda flokk knattspyrnumanna til Noregs. Annar kantmaður liðsins heíði brákazt á fæti í gær, og hefði farar- stjórnin valið sig á síðustu stundu til fararinnar- Jón taldi engu skipta, þótt dráttur yrði á kaupum í tvær vikur. Þegar Hallbergur Hanr.esson, kyndari og kantmaður. kom heim úr knatt- spyrnuförinni, fór hann fljótt á fund Jóns Jónssonar í þeim tilgangi að fá bif-* reiðina afhenta. Ekkert stóð á því út af fyrir sig, en þegar greiða skyidi kaup- verðið, reiddi Hallbergur aðeins fram 23 þús. kr. Jón sagði, að hér væri van- greitt um 9 þúsundir- Hallbergur kvað það rangt, tilboð sitt hefði verið kr. 23 þús., og hærra verð ætlaði hann ekki að greiða. Jón sýndi þá hið staðfesfa símskeyti máii sínu til stuðnings. í Ijós kom, að staðhæfing Hallbergs var rétf j meðför símans hafði orðið víxl á tölustöfum. Skildu nú þeir Jón og Hallberg- ur, en Jón áskildi sér alian rétt í þessu sambandi. Á þessum hálfa mánuði varð allveruleg verðlækkun á gömlum vörubifreiS- um vegna aukins innflutnings á nýjum. Jón Jónsson snéri sér til Ara Jónssonar og spurði, hvort hann vildi standa við fyrra tiiboð sitt. Ari kvað það fráleíff, en hins vegar gæti hann hugsað sér að gefa 24 þúsundir fyrir bílinn. Eftir að JCn hafði á ný auglýst bifreiðina án ætlaðs árangurs, gekk hann að tilboði Ara. Nú segir Jón Jónssom ÉG HEF VERIð HLUNNFARINN í ÞESSUM VIBSKIPTUkl HVERNIG GET ÉG RÉTT HLUT MINN? ! Einu sinni var Árið 1903 var ég háseti á kútt- er Surprise frá Hafnarfirði. Þar var einn meðal hásetanna, Einar Brynjólfsson bóndi í Pálshúsum í Garðahverfi. Einar var grjörvilcg- ur maður að ytra útliti og einn af fáum mönnum hér á landi, sem var montinn og lífsglaður. Þegar Einar var tvítugur, Iét faðir hans hann taka við formennsku á bát, sem hann átti. Það var róið með ióð og nokkuð af aflanum var koli. Þegar Einar fór að skipta aflanum úr fyrsta róðrinum, seg- ir hann við föður sinn: „Skipt þú skarkolanum, pahbi." Þá svarar Brynjólfur: „Er hann ekki eins virðingargjarn og horskurinn?“ Einar tók sé þá stöðu á Surprise að vera vikapiltur skipstjóra. Hann skolaði úr sokkum, malcaðl stígvél, færði skipstjóranum te og kaffi og aðstoðaði við útvíkkun á vikuskammti skipverja. Þegar frá tök voru að renna eða siglt var á fiskimið, bauð skipstjóri Einari te í krukku og lét þá vel út í bað af púðursykri. Það var alltaf auð- séð, þegar Einar var að snatta i kringum skipstjórann, að haun gerði sér far um að tekið væri eftir því. Það stóð heldur ekki á því, að við skipsfélagar hans gerð- um honum það til geðs að spyrja hann, hvað hann hefði fyrir stafni. „Eg er að snúast fyrir skipstjórann," sagði Einar eg ljómaði af sjálfsánægju. Einar var ókvæntur, en bjá með systur sinni og hafði eina eða tvær kýr. En haustið áður en héf var komið sögn, hafði Einar keypt tvær veturgamlar gimbrar og ætlaði að setja sér upp sauðabú. Tftir tehollanum í káetunni og einnig í hásetaklefanum var reiksi að og spáð, hve kindurnar mundu verða orðnar margar eftir 10 ás’. Gert var ráð fyrir, að ærnar yrðsi tvflembdar, en þó séð fyrir hæfi- lcgum vanhöldum, og að sjálf- sögðu var gert ráð fyrir, að helm- íngur lambanna yrðu hrútar. Eft- ir 8-9 ár var áætlað, að Einar ætvl 50 ær, og heyskapurinn í Pálshús- um Ieyfði ekki hærri tölu. Þegar kútter Surprise var lagi úr höfn á næstu vertíð, var ekki beðið boðanna að spyrja Einai', hvemig ástætt væri með skepnvs- höldin. En Einar varðist allra frétta og lét sem allt hefði geng- ið eftir áætlun. Nábúi hans, secít var með olckur á skipinu, sagði svo frá, að önnur ærin hefði veríS lamblaus, en hin átt aðeins einn hrút. Einar í Pálshúsum dó á miðjusri aldri, mig minnir úr lungnabólgsi. * (Þjóðsögur og sagnir Elíasas- Halldórssonar). ALÞYÐUBLAfilÐ 5 : ! •!, . I j t: f

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.