Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Page 6

Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Page 6
Lokaþátturinn I. ÞORVALDUR EIRÍKSSON FYRIRÆTLUN Leifs Eiríkssonar að snúa aftur til Vínlands og setjast þar að varð að engu með dauða föður hans, Eiríks rauða. Leifur var þá sjálfkjörinn arftaki hans sem helzti höfðingi Grænlands. Til Vínlands hins góða átti hann ekki aftur- kvæmt. En Þorvald, yngri bróður Leifs, fýsti að fara til Vínlands. Þótti honum landið ekki hafa verið nægilega kannað. Leifur léði honum skip, og réðst Þor- valdur til ferðar með þrjá tigu manna. Segir ekki af ferðum þeirra, fyrr en þeir koma til Leifsbúða. Voru þeir þar um vet- urinn. Sumarið eftir sendi Þorvaldur nokkra menn á skipsbátum til að kanna land „fyrir vestan landið”. Annað sumar „fór Þorvaldur fyrir austan með kaupskipið og hið nyrðra fyrir landið”. Þá gerði að þeim veður hvasst fyrir andnesi einu og rak þá þar upp og brutu kjölinn undan skipinu. Þar höfðu þeir langa dvöl og bættu skip sitt. Hér vcrður að skjóta því inn í, að Bo- land telur, að Þorvaldur hafi aldrei til Leifsbúða komið, heldur haft aðsetur all- miklu sunnar. Ræður hann það af áttum og landslýsingu úr könnunarferðum Þor- valds. En hér er ekki hægt að rekja þæp 1 röksemdafærslur. Síðan segir svo af landkönnun þeirra Þorvalds, eftir að viðgerð skipsins er lokið. „Síðan sigla þeir þaðan í braut og aust- ur fyrir landið og inn í fjarðarkjafta þá, ' er þar voru næstir, og að höfða þeim, er þar gekk fram. Hann var allur skógi vax- ;inn. Þá leggja þeir fram skip sitt í lægi og skjóta bryggjum á land, og gengur Þor- valdur þar á land upp með alla förunauta isína. . i Hann mælti þá: „Hér er fagurt, og hér .vildi ég bæ minn reisa”, — ganga síðan • til skips og sjá á sandinum inn frá höfð- anum þrjár hæðir og fóru til þangað og sjá þar húðkeipa þrjá og þrjá menn undir hverjum. Þá skiptu þeir liði sínu og höfðu íhendur á þeim öllum, nema einn komst ;í burt með keip sinn. Þeir drepa hina átta og ganga síðan aftur á höfðann og sjást ;þar um og sjá inn í fjörðinn hæðir nokkr- ar, og ætluðu þeir það vera byggðir. j Eítir það sló á þá höfga svo miklum, að þeir máttu eigi vöku halda, og sofna þeir '('allir. Þá kom kall yfir þá, svo að þeir vöknuðu allir. Svo segir kallið: „Vaki þú, Þarvaldur, og allt íöruneyti þitt, ef þú vill lff þitt hafa, og far á skip þitt og allir menn þínir, og farið frá landi sem skjót- ast”. Þá fór innan eftir firðinum ótal húð- keipa og lögðu að þeim. Þorvaldur mælti þá: „Vér skulum færa . út á borð vígfleka og verjast sem bezt, en .yega lítt í mót”. Svo gera þeir, en Skrælingjar skutu á þá um stund, en flýja síðan í burt sem á- kafast, hver sem mátti. Þá spurði Þorvaldur menn sína, ef þeir væri nokkuð sárir. Þeir kváðust eigi sárir vera. „Ég hef fengið sár undir hendi”, segir hann, „og fló ör milli skipsborðsins og skjaldarins undir hönd mér, og er hér örin, en mun mig þetta til bana leiða. Nú ræð ég, að þér skuluð færa mig á höfða þann, er mér þótti byggilegast vera. Má það vera, að mér hafi satt á munn komið, að ég muni þar búa á um stund. Þar skul- uð þér mig grafa og setja krossa að höfði mér og fótum, og kallið það Krossanes jafnan síðan”. Þorvaldur andaðist af sárum og gerðu förunautar hans, eins og hann hafði mælt fyrir. Eftir það fóru þeir til félaga sinna, en um vorið heim til Grænlands. Ekki er þó með öllu víst, að saga Þor- valds endi hér, eða öllu heldur saga jarð- neskra leifa hans. Árið 1831 var mannsbeinagrind grafin upp ó horni Fimmtu götu og Hartleystræt- is í bænum Fall River í Massachusetts- fylki. Það, sem gerði beinagrind þessa öðrum merkilegri, var, að hún var búin málmskrautmunum, sem erfitt var að bera kennsl á. ■ Þetta var uppsláttarfrétt fyrir þeirra tíma dagblöð, og komust þau flest að þeirri niðurstöðu, að beinagrindin hefði eitt sinn verið bráðlifandi víkingur. Sú tilgáta hleypti nýju fjöri í umræð- urnar. Beinafundurinn varð og ti! þess, að stórskáldið Henry W. LongfeUow fékk innblástur og reit ljóðið „The Ske'eton :n Armor” eða „Hervædda beinagrindin”. Segir þar frá ástarævintýri víkingsins og dáyndisfagurrar meyjar. Ljóðið vakti geysiathygli og gaf víkingshugmyndinni byr undir báða vængi. En sagnfræðingarnir sáu ofsjónum yfir öllum frægðarljómanum, sem nú lék um beinagrindina. Sannast að segja litu þeir allar víkingasögur hornauga á þeim tím- um en héldu fast við sinn Kólumbus og landnemana ensku. Ekki bætti það úr skák, að sprenglærð- ur danskur fornleifafræðingur, Karl Kristian Rafn, hélt því fram í riti sínu Antiquiates Americanae, að beinagrind- in væri af engum öðrum en Þorvaldi Ei- ríkssyni. Almenningur tók kenningum Rafns vel, en mæða sagnfræðinganna jókst að sama skapi. Þá vildi svo til, að mikill eldur kom upp í Fall River, svo að mörg hús brunnu, þar á meðal það, sem hýsti beinagrindina, og brann hún sjálf til ösku. Skrautmunirnir björguðust þó, þar sem þeir höfðu verið sendir forngripasöfnum til athugunar. Hafði m. a. verið upplýst, að látúnshólkar, sem fundust með beinagrindinni, væru hlutar úr belti. Eftir áratuga vangaveltur komust banda- rískir sagnfræðingar, fornleifafræðingar og mannfræðingar að þeirri endanlegu niðurstöðu, að beinagrindin hefði verið af Indíána, sem hefði borið enska skart- gripi. Sem dæmi um skarpskyggni vísinda- mannanna má geta álits eins þekktasta mannfræðings Bandaríkjanna. Hann var þess fullviss, að beinagrindin væri af for- sögu Wampanagindíána. Þessa skoðun lét hann í ljós 95 árum eftir að beinagrindin brann til ösku. Boland sýnir fram á, að staðhættir, lega og umhverfi Fall River koma vel heim við Grænlendingasögu, að því tilskildu, að þeir Þorvaldur hafi ekki haft veturvist í Leifsbúðum heldur sunnar. Þykist hann fullviss, að beinafundurinn á götuhorni í Fall River hafi verið jarðneskar leifar Þor- valds Eiríkssonar, sem féll fyrir ör Skræ- lingja og grafinn var á Krossanesi. II. ÞORFINNUR KARLSEFNI FRÁ ÞORFINNI Karlsefni segir í Græn- lendinga sögu, sem varðveitt er í Flateyj- arbók, og í Eiríks sögu rauða, sem varð- veitt er í Hauksbók og nafnlausu hand- riti AM 557, 4to. Athyglisvert er, að ýtarlega er sagt frá sonum Eiríks rauða í Grænlendinga sögu, af því að þeir voru búsettir á Grænlandi, én um Þorfinn er miklu lengra mál í Ei- ríks sögu rauða, en Þorfinnur var íslend- ingur. Eiríks saga nefnir Þorvald Eiríks- son til að mynda aðeins einn í liði Karls- efnis, og segir hann hafa fallið fyrir ein- fætingi. Bendir þetta nokkuð á þjóðerni sagnritara hvorrar sögu, - Efni sögunnar er of langt til að hægt sé að rækja það hér nema sem ágrip. Auk þess ber hiiium tveim gerðum sögunnar ekki alls kostar saman, og augljóst er, að inn' í söguna hafa blandazt atriði úr sög- um "Leifs ög' Þorvalds Eiríkssonar. At- burðarásin er í stuttu máli á þessá leið, og er þó nriðað að mestu við ýtarlegri gerð hennar í Eiríks sögu. Þorfinnur- Karlsefni var sonur Þórðar þess, er bjó á Höfða á Höfðaströnd. Hann var af göfugum ættum. ÞorfinnUr var £ kaupferðum og kom þá til Eiríksfjarðar á Grænlandi til Eiríks rauða, en hann bauð Þorfinni veturvist með skipshöfn sinni. Þorfinnur lagði hug á Guðríði Þor- bjarnardóttur, ekkju Þorsteins Eiríksson- ar rauða, og fékk hennar. Þá ákveður Karlsefni að leita Vínlands. Með honum fór Guðriður, kona hans, fé- lagi hans fró , íslandi, Snorri Þorbrands- son, gamall húskarl Eiríks rauða, Þórhall ur kallaður veiðimaður, og margt annarra manna. Á öðru skipi voru tveir íslending- ar með áhöfn sína, Bjarni Grímúlfsson og Þórhallur Gamlason. Grænlendinga saga segir, að í förinni hafi alls verið 60 karlar og 5 konur, en Eiríks saga segir leiðang- urinn hafa verið 140 manns. Tilgangurinn var að nema land í Am- eríku og setjast þar að. Þeir tóku með sér búpening. í því liði var griðungur einn. Verður höfundi Grænlendinga sögu tíð- rætt um frammistöðu hans í bardaga við Skrælingja (Indíána). Enn segir Grænlendinga saga, að leið- angurinn hafi ratað beint til búða Leifs á Vínlandi og setið þar um kyrrt, en í Ei- ríks sögu er landtöku þeirra lýst á þessa leið: „Þeir sigldu inn á fjörð einn. Þar lá ey ein fyrir utan. Þar voru straumar miklir. Því kölluðu þeir hana Straumey. Svo voru mörg æður í eynni, að varla mátti ganga fyrir eggjum. Þeir kölluðu þar Straum- fjörð”. Charles Boland heldur Straumfjörð vera ósa Hudsonfljóts, sem rennur hjá milljónaborginni New York, og eyjuna e. t. v. Guvernoreyju. Helzt ætlar hann að þeir Þorfinnur hafi haft veturvist, þar sem skýjakljúfar Manhattan nú standa. Of langt mál er að rekja landfræðilegar útskýringar Bolands, en furðuleg tilviljun mætti það vera. Þarna var fagurt landslag og gnótt veiði- dýra og fiskjar. Fór þeim Þorfinni líkt og Hrafna-Flóka forðum, að þeir gættu einskis nema kanna landið og stunda veið- ar. En um veturinn varð þröngt í búi, þótt úr rættist. Um vorið kom upp nokkur kurr í liði Þorfinns Iíarlsefnis. Vínber uxu engin á þessum slóðum og þótti Þórhalli veiði- manni hart, að hafa blátært vatn eitt til drykkjar. Fóru þeir tíu saman á skipi að leita Vínlands.' En er Þórhallur bar vatn á skip sitt og drakk, þá kvað hann visu, sem var eitthvað á þessa leið á nútíma- vísu: Menn sögðu, að ég mundi fá hinn bezta drykk, er ég kom hingað. Ég stend mig við að lasta land þetfa í áheyrn manna. Ég verð að drekka af vatnsbyttu. Sér er nú hver uppsprettan. Víndropi hefur ekki komið inn fyrir mínar varir. R SUNNUDAGSULAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.