Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Síða 9
Bærinn Ávík og Reykjaneshyrna, sem er 2—3 km norðan við
Gjögur. í dimmviðri var Hyman oft fyrsta landkenning hákarla-
manna.
lifrarbroddanna og heldur þeim saman, en
það, sem nefnt var sál var hjartavöðvinn,
sem liggur rétt fyrir aftan tálknin í há-
karlinum eins og í öðrum fiskum. Þegar
beitt var bæði hrossakjöti og sel, var hafð ■
ur sinn bitinn af hvoru, og hét það að
beita tálbeiting. Beitt var á allan legg
sóknarinnar, en hvorki á odd hennar né
bugðu.
Venjulega byrjuðu róðrar heimamanna
norður þar upp lir nýju ári, en aðkomu-
menn þeir, er búðir áttu og uppsátur höfðu
á Gjögri, komu eigi fyrr en með þorra.
Það, ,sem aflaðist í fyrstu legunum, var
allt flutt í land, bæði hákarl og lifur, og
nefndust það doggaróðrar. Það þótti
skemma fyrir afla að kasta hákarli eða
rusli úr honum í sjóinn. Þurfti þá lengra
að sækja í næsta róðri, en það þótti
hvergi nærri gott, meðan dag var lítt
tekið að lengja.
Til þess að koma skipulagi á þetta, héldu
formenn fund í byrjun vertíðar og gerðu
með sér samning um það, að enginn
þeirra mætti sleppa hákarli í sjó fyrr en
eftir einhvern ákveðinn tíma, t.d. 20. marz
eða 1. apríl, eftir því sem samkomulag
varð um í hvert sinn. Samningurinn var
skriflegur, og rituðu allir formenn undir
hann. Gilti hann sem lög eftir það út þá
vertíð.
Þó að víti væru engin eða viðurlög fyrir
brot á samkomulagi þessu, var það betur
haldið en mörg landslögin, og sannaðist
þar hið fornkveðna, „að gott er, það sjálf-
um semur.“
Smærri skipin svo sem sexæringar, er
lítið gátu flutt í samanburði við áttær-
inga og teinæringa, höfðu suma hákarlana
utanborðs í heilu lagi. Það voru nefndar
hlessur og að róa fyrir hlessum. Var það
oft ærið erfiði og gekk seint, svo oft fóru
12-15 tímar í það að komast í land í blíð-
viðri þá leið, sem róin var á 2 stundum á
lausu skipi. En það gat lika komið fyrir
Indversk
afneitun
Frh. af bls. 5.
ir heilögu menn) Ilindúanna. Þeir
hvorki reykja, neyta áfengis, éta
kjöt né taka hunang. Og þeir
sofa ekki nema stuttan tíma í einu.
Loks spurði ég: „Verjijð þið
mestum tíma ykkar tii hugleiðslu
og bænahalds?"
Viðmælandi minn sraraði þessu
þannig: „Hið daglega „sadhana“
og hugstarf hefst mjög snemma
á morgnana eða um fjögurleytið.
Fyrstu tveim til þrem stundun-
lun er varið til gagngerrar sjálfs-
skoðunar og umhugsunar um
dýpstu rök tilverunnar.
í dögun komum við allir saman
og spyrjum hvern annan, hvort
nokkur óhrein hugsun hafi leitað
á okkur daginn áður. Um átta-
leytið sinnum við gestum, ef ein-
hverjir eru, og ræðum trúarleg
mál. Eftir að hafa neytt matar
um ellefuleytið lesum við í ritn-
ingunni og tökum okkur penna í
hönd, ef eitthvað þarf að festa
á blað.
Upp úr hádeginu er aftur tekið
á móti gestum og rætt við þá. Við
safum aldrei á daginn og höfum
algera þögn á nóttunni Á kvöldin
framkvæmum við nokkurg konar
líkamstyftun til að staðfesta enn
betur fráhvarf okkar frá heim-
inum fyrir utan.“
að 40 doggar væru utanborðs og því til
nokkurg að vinna.
Eftir að samningstíminn var útrunninn,
var ekki flutt í land annað en lifria.
ef afli var nægur. Var þá hákarlinn settur
á tamp og honum fleygt í sjóinn, er til
lands var leitað að lokinni legu. Væri
hins vegar tregur afli, var oftast nær eitt-
hvað hirt af hákarli. Þetta nefndust skurð-
arróðrar. Oftlega tók það 5-7 sólarhringa
að fá fulla hleðslu, þó að gott væri veður,
og stundum máttu menn sitja heilan sólar
hring undir vað án þess að verða varir.
Þegar veður voru góð og stillur gengu,
gátu smærri skipin farið tvær legur hverja
eftir aðra án hvíldar á milli, og þannig
borið jafnmikið úr býtum sem hin stærri.
Þegar mörg skip voru á líkum miðum,
þurfti oft að færa sig og tók það langan
tíma. Hákarlinn var bæði gráðugur og
lyktnæmur og var fljótur að renna á þef-
inn frá þeim, sem dýpra lágu undan. Tók
þá undan hjá þeim, sem voru grynnra.
Áratugurinn frá 1880-90 voru slæm ár,
hafís og önnur harðindi, og þar af leiðandi
skortur og fátækt meðal alþýðu. Dró þá
úr hákarlaútgerðinni, því að sumir gátu
eigi gert út sakir erfiðra ástæðna, en þeir,
sem gerðu út á þeim árum fengu oft góð-
an afla. Næstu tvo áratugi, 1890-1910, var
yfirleitt betur ært og oft ágæt hákarla-
veiði. Mestur afli, sem um er getið frá
þeim árum, voru 6 tunnur lýsis til hlutar
auk hákarls að sama skapi. Verð á lýsi
var þá 25 kr. tunnan og 30 aura kg. af
hákarli. Hlutaskipti voru þannig, að dauðu
hlutirnir voru 3: fyrir skip, veiðarfæri og
beitu. Væri skipseigandi sjálfur formaður,
tók hann aðeins einn hlut eins og aðrir
og því engan formannshlut. Væri annar
formaður, galt útgerðarmaður honum hálf-
an hlut í formannskaup auk mannshlut-
arins. Lifrina bræddu menn sjálfir
seinna á vorin, eftir vertíðarlok. Sá út-
gerðarmaður oftast um það og sendi til
þess 3-4 menn. Hákarlaskipin höfðu aldrei
með sér eldivið að heiman, heldur keyptu
rekavið til eldsneytis. Var gott til þeirra
fanga norður þar. Á rekajörðum var jafnan
miklu brennt af viði þeim, sem minnstur
var og lélegastur til bygginga. Til elda-
mennskunnar höfðu vermennirnir oftast
lítinn kofa, er stóð á bak búðunum. Af
bökum stórra hákarla var flett skrápnum,
og nefndist það hreinn hákarl. Hákarlinn
var fluttur heim og kasaður þar, en skipt
áður, svo að hver fengi sinn hlut til verk-
unar, því að það var mjög misjafnt, hversu
mönnum fórst það úr hendi. Kösunin út
af fyrir sig var ekki vandaverk. Hákarl-
inn var aðeins borinn í hrúgu í dæld eða
skvompu, urðaður þar með grjóti og mold-
arhnausum og látinn liggja á sumar fram.
Þá var hann tekinn upp og þveginn, skor-
inn i hæfilegar lengjur og hengdur upp
i hjalla til herzlu og þurrkunar. Það heita
beitur. Til þess að hákarlinn verkaðist
vel, þótti mestu varða, að vindur blési
um hann sem oftast og mest. Hákarl frá
Eyjum á Bölum, en þar er vindasamt, var
víðfrægur fyrir gæði um allar Strandir
og ávallt nefndur Eyjahákarl.
Sami siður átti sér stað á Gjögri sem í
verstöðvunum við Djúp, að þeir, sem
komu í skipsrúm í fyrsta sinn, urðu að
glíma um sýsluna, og varð sá sýslumaður,
er engan gat fellt. En það var sýsla hans
að hreinsa burt skít og skarn og gæta þess,
að þrifalegt væri í kringum búðirnar.
Aldrei snerti þó sýslumaður við því starfi
frekar en einhver annar, því að nafnið
og sýslan var aðeins spé og grátt gaman,
sem uppi var haft í niðrunarskyni. Vafa-
laust er siður þessi ævaforn, e.t.v. frá
lokum 13. aldar, er íslenzkir goðar og
niðjar þeirra máttu láta í minni pokann fyr
ir innlendum og erlendum konungsþjón-
um með því nafni.
Landlegur voru bæði tíðar og langar.
Voru þá glímur helzta skemmtunin. Dá-
lítið var teflt, en spil sáust varla. Bóka-
kostur var lítill og lítið lesið. Sumir ungl-
ingar og enda fullorðnir menn notuðu land
legurnar til þess að læra lestur og einkum
skrift, ef einhver var sá í verstöðinni, gem
þau fræði gat kennt, sem oftast var. Mjög
margir fengust við smíðar og skinnklæða-
saum fyrir húsbændui sína. Þegar hagyrð-
ingar og kvæðamenn voru í verinu, voru
rímur kveðnar og ortar formannavísur.
Tóbaksnotkun var mjög í hófi, mest notað
af munntóbaki, enda handhægast á miðum
úti. Vínnautn var heldur ekki mikil eða
almenn. Þó var dálítið drukkið í landlegum
ef vín var til, en á sjóinn var það sjaldan
haft, og þá ekki nema smávegis leki til
hressingar í illhleypum.
Um 1880 gerði sá maður út skip sitt frá
Gjögri sem Kristján hét ívarsson. Hann
var ættaður af Vatnsnesi í Húnaþingi og
bjó þar. Skip hans hét Hallvarður, eftir
Hallvarði Hallsyni frá Horni, sem var mik-
ill og farsæll skipasmiður á sinni tíð auk
annars, er honum var til lista lagt. Skip
Kristjáns var smíðað í Skjaldar-Bjarnarvík
en þar bjó Hallvarður langa ævi, og hvíla
bein hans þar í túni.
Kristján var hagyrðingur góður og orti
formannavísur um hákarlaformennina á
Gjögri. Ein slík ríma er enn til, lítt brjál-
uð, og má vera að fleiri séu, þó hér segi
ekki af að sinni. Ríman hefet á vísu þess-
ari:
Sönglar tog, en svignar rá,
sviðum bogar kólgan á,
ginnarsloga gautar þá
Gjögursvogum sigla frá.
Um sjálfan sig kveður Kristján svo í
rímunni:
Gaufar tvistur sels um svið,
sjaldan fyrstur út á mið,
hrottabyrstur hlyni við,
heitir Kristján, manntetrið.
Tómas er maður nefndur, kallaður víð-
förli, enda hafði hann víða farið. Hann
var og góður hagyrðingur og fræðimaður.
Tómas var oft að flækjast um á Gjögri og
yrkja um formennina og hásetana, auk
þess sem liann fór í róður og róður, sem
skipaskækja ef vantaði mann. Til hans
kvað Kristján þetta:
Meður lýða freyrum fés, frekt þó tíðum
kuli,
traustur ríður ti-yppi hlés, Tómas víðföruli
Ekki kunni Tómas því vel, að launa
eigi vísuna, og yrkir því til Kristjáns:
Þá aldan breimar yzt við nes, að því
beimar gæta,
kýminn sveimar kisu hlés, Kristján
heimasæta.
Er að þ.ví vikið í vísunni svo sem í móðg-
unar skyni, að Kristján þótti eigi sækja
djarft sjóinn, þá er veður voru ótrj'ggí i
Slíkan kveðskap og annan höfðu menn sér
til skemmtunar í þá daga og þótti íþrótt
„vammi firrð”, svo sem enn er.
ÍRI kom á hlaupum inn á veit-
ingahús og sagði við barþjóninn:
„Hálfpott áður en hasarinn byrj
ar“.
Hálfpottinn fékk haim og drakk
hann út.
„Annan hálfpott, áður en hasar-
inn byrjar“.
Hann var búinn að ljúka úr um
það bil hálfu glasinu, þegar bar-
þjónninn spurði: „Hvaða hasar?‘*
„Ég hef enga peninga sagði,
frinn.
Rltstjórl: HBpl Egilsson
Ötgefandi: AlþýðublaSiS
Prentun: Prentsmiðia AlþýSnblaSsins
AI*ÝÐUBLAÐH> — SUNNUDAGSBLAÐ 0;