Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Page 10

Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Page 10
•^UWIÆDÁÖgGlör Gamli Rauður FRH. ÚR OPNU. bæöl menn og málleysingja. Síðan rofaði til á ný og gerði stillu. Þrátt fyrir fjötra hungurs og kulda, gekk líf manna og dýra að mestu sinn vana gang, og án stórra áfalla. Bæirnir stóðu á sínum stöðum sem áður, þó að lft- ið bæri á þeim sumum hverjum, þar sem þeir voru næstum fenntir í kaf, svo að um löng snjógöng var að fara út og inn. Hið sama var að segja um skepnuhúsin, nema þar sem þau stóðu á hæstu hólum. Enda skipti það ekki svo miklu máli um þau, þar sem ekki var um útbeit að ræða. J>ó létu flestir fé sitt út, stutta stund um hádaginn, þegar gott var veður. Sumir brutu þá ís af lækjum og lindum — og brynntu fénu, til þess að hvíla það frá snjóáti óveðursdaganna. „Þær hafa gott af því greyin að viðra sig,” sögðu gegn- ingamenn um ær sínar, meðan þeir sjálf- ir dunduðu við að raka lóna ofan af görð- unum og tína upp þau heystrá, sem niður höfðu slæðst. Moltaðið, sem eftir varð, þegar garðaló og hey hafði verið vinzað frá, tróðu þeir þétt niður þar, sem laut- ir höfðu myndast við stoðir og veggi. S/ð- an tóku þeir vænan hjarnköggul, muldu hann í smátt undir fótum sér og dreifðu snjómylsnunni jafnt yfir þurrt taðið í garðana. Þá var jatan sópuð með litlum hrísvendi, sem geymdur var undir ská’.d- rafti eða á vegglægju, en moðsallanum ásamt garðalónni stungið niður í stóran burðarmeis. Hvorutveggja átti síðan, jafr/ framt blautum rekjum, að'fara í hesta- stallinn, þar sem einhvef hross voru heima. Að þessu loknu bograðist gegn- ingamaður upp í tóttarboruna, og tók að leysa hey í seinni gjöfina. Alls staðar gekk óðfluga á heyin í inni stöðunni. Flestir minni háttar bændur höfðu eytt til hálfs úr tóftum sínum eða meir, þegar hafísinn rak að landi. Þar voru breiðar geilar fyrir tóttardyrum, og meðfram veggjum, en auk þess leyst s\'o langt upp á stripana, að röftum mátti koma fyrir undir torfi, ef að einhvcm tíma skyldi blota, að hætta væri á að það félli niður. í frosthörkum þeim, sem gengu var ekki hætt við slíku. Torffyllan, bæði þak og uppfyrirgerð, stóð hálffreðin og ein sér, án þess að nokkuru væri undir hana skotið. Langir heyhælar gengu oddhvass- ir og hárbeittir eins og nálar, inn úr hliðartorfinu, svo að mestu varasemi þurfti til þess að sneiða hjá þeim og meiða sig ekki, í hálfrökkri tóttarinnar. Með heynálinni var höggvið dálítið gægju gat á torfumætum, svo að skimu leggði inn í tóttina um hæstan daginn. í fjósinu, sem var áfast hlóðaeldhús- inu og frambænum, lá Auðumla á bá«i og vetrungur hið næsta henni. Þriðji básinn var auður, nema hvað þar voru geymdir meisar og moð. — Þangað flýði drengurinn venjulega, úr kuldá baðstof- unnar, meðan hann var að læra kristin- dóm Helga Hálfdánarsonar. Á málum gaf drengurinn kúnni töðutugguna, sem nú var drýgð með víðikjarri, lyngrusli og sinurudda, sem yrjað hafði verið úti £ haga þar sem til jarðar var náð. Það var líka í verkahring drengsins að moka flór- inn og sækja vatnið fram í ranghalann, bæði í fjós og bæ. Kvölds og morgna kom móðirin, með mjólkurfötu og komlúku í dalli, bleytta upp 1 vatni, sem hún gaf kúnni meðan hún hreytti hana. Þegar kýrin hafði jóðlað í sig kornhnefanum,. teygði hún úfinhærðan hausinn aftur með byrðslunni og tók að sleikja skakkann á herðum konunnar. Eg veit það svo sem blessunin, sagði gamla konan og klappaði kúnni á kjamm- ann, að þetta er allt of lítið, sem þú færð í belginn þinn, en ég vona þó að guð gefi það, að þessi komlús verði til þess að halda í þér dropanum. Drengurinn hafði oft um veturinn þráð vin sinn, Gamla Rauð, og þó að ólíku væri saman að jafna, lágt bornum og nauðljót- um hausi kýrinnar, eða reistu og fögm höfði hestsins, þá fannst honum þó sem hann myndi hálfvegis sakna yls og kyrrð- ar fjóssins, er hann brátt yfirgæfi það að fullu. Nú leið að páskum, en í öndverðri dym- bilviku myndi faðir hans fara í verið, til útróðra á vorvertíð, en hann taka við sauðagæzlu. Úr því varð móðir hans að annast Auðumlu, ein síns liðs. Það voru sumarpáskar, sem var óbrigðult merki harðinda, að því er amma hans sagði. Hún sagði einnig, að sjaldan yrði mein að miðs vetrarís, og að vorið gæti enn orðið hlýtt þrátt fyrir vetrarhörkuna. Sú virtist og ætla að verða raunin, því að með hækk- andi sólargangi einmánaðardagsins hlýn- aði í veðri, og frost voru ekki svo bitur sem fyrr. Haílsinn var þegar tekinn að lóna út úr fjörðum og flóum, og lagnað- arísinn byrjaður að meyrna með löndum fram. Það kom að vísu fyrir lítið meðan enn var stöðug norðan og norðaustan átfc Snjórinn seig hægt og beit kom ekki upp að ráði inn til dala. Nokkuð öðru máli var að gegna út við sjóinn. Þar voru snjó- þyngsli ávallt minni, og komu bráðlega auðir hnottar á börðum og rindum og með fram steinum, eftir að lægði frostbitruna. í gömlum útigangshögum sjávarjarð- anna var nú mjög ásett af hrossum dala- bænda, sem unnvörpum höfðu verið rek- in þangað á útigang. Sum upp úr miðjum vetri, þá er auðsýnt var að hverju fór um fóðurbirgðir, en önnur á haustnóttum. Á- byrgð og umsjón hrossanna hvíldi á eig- endum, enda létu flestir vitja þeirra einu sinni til tvisvar á mánuði. Meðal þess- ara útigangshrossa var Gamli Rauður. Heimanbúnaður bóndans í verið og annað amstur hafði valdið því, að nú voru næst- um liðnir tveir mánuðir, síðan Rauðs og annarra hrossa af bænum, hafði verið vitjað. Dag nokkum snemma morguns, í fyrstu viku hins nýja sumars, stóð drengurinn ferðbúinn að vitja hrossanna. Hann fór dálftið laumulega, meðan til hans sást frá bænum, þvi að enginn mátti verði þess var, að hann hafði tekið traustataki gaml- an og ryðgaðan forhlaðning, sem faðir hans átti. Þegar hann var kominn í hvarf frá bænum. setti hann byssuhólkinn á öxlina og stikaði stórum. Hann gerði sér fulla grein fyrir þvf, að meir réði byssurán- inu forvitni og nýjungagimi, en von um veiðí. Og þó, nú var ísinn að fara og víða komnar stórar vakir á firðina, þá var fremur veiðivon við sjólnn, en annars stað- ar. Auðvitað var hann óvön skytta, því að aldrei leyfði faðir hans honum að snerta byssugarminn, en hann hafði nú stolizt til þess samt og skotið í mark, nokkrum sinnum. Þó að af litlu væri að taka heima hjá honum, hafði hann þó brauð og sykur meðferðis, sem átti að vera glaðningur handa Rauði. í því skyni hafði hann spar- að saman af sínum eigin skammti, und- anfama daga. Þegar drengurinn kom til hrossanna, sem héldu sig á lágu, breiðu nesi, milli tveggja fjarða, þá fann hann Rauð ekki strax. Nú voru hrossin ekki í einum hóp, eins og á sumrin, heldur hér og hvar um allt nesið, eitt og eitt, en stundum tvö eða þrjú saman, loðin, strýhár og deyfð- arleg á svipinn. Eftir nokkra leit fann hann klárinn, þar sem hann stóð einn sér á jaðri, langt frá hinum hestunum. En hann kom drengnum ókunnuglega fyrir sjónir, og þó hlaut þetta að vera Gamli Rauður. Hann mundi vel stæltan og hvikan hest, með reist höfuð og eyru, skær, fiörleg augu og silkimjúkan gljá- andi skrokk, sem andaði frá sér ljúfum og sterkum hrossaþef. En hvað sá hann hér? Beinagrind, sem átti þó að heita lif- andi. Hárlausar skellur vom á hálsi og 10 8UNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Framhald af 2 síðu. nokkur og hált. Víða háttar svo til, að gil mikið. gapir við vegarbrún. Vegurinn liggur í bugðum upp dalinn, oi eykur það enn á nauðsynlega aðgát. Að þessu sinni var nokkuð langt milli dráttarbíle og farþegabíls, tengdir voru þeir með kaðli, en bílstjóri farþegabílsins vildi láta stytta hann og gaf dráttarbílnum merki um að stanza. Við beygju eina var stanzað, en það reyndist of seint. Bílstjórinn hljóp strax ur bílnum, er stöðvað var og vildi ávítá hinn bílstjórann. í sama bili rann far- þegabíllinn út af veginum og ofan £ gilið. Hinn stóri bíll var næstum tómur að þessu sinni, fjórar manneskjur voru þó i honum, tveir menn á sjötugsaldri og tvær ungar stúlkur. Gilið er þarna s-iálf- sagt 40-50 metra djúpt og snarbratt niður að fara. Áður en i botn kom hafði bíllinn oltið og snúist á ýmsum endum en lenti að lokum á hjólunum á gilbotninum. Bílstjórinn, sem horfði á bíl og farþega hverfa £ gilið, fékk taugaáfall og ekkl að ósekju. Farþegarnir gengu óskemmdir frá at- burðum. Furðulegt? — Enn furðulegra þeg ar maður hefur augum leitt staðinn, þar sem hann gerðist. bógum, þar sem gráðugur bitkjaftur felli- lúsarinnar hafði nagað. Beinin skárust út £ húðina, svo að í Ijós kom hver hnúta og rif, þrátt fyrir lubbalegan feldinn, þar sem enn var hár. Skinnið á síðunum svo níðfasfc að ekki varð hreyft, lendin djúpar skálar og makkinn þurr fram 1 eyru. Rauður stóð dálítið gleitt og hengdl hausinn, með hálfluktum augum og var að japla á einhverju, líklega mosakló, sem hann hafði fundið þar utan í auðum hnotta, er annars var nagaður niður £ mold. Drengurinn mælti til hans gælu- orðum, fór höndum um síöur hans og makka og strauk höfuð hans. Rauður lyftl hausnum seinlega, þefaði af drengnum og horfði á hann sínum stóru svartblán augum. Þau ein virtust lítt breytt og jafnfögur sem fyrr. Drengurinn hirti ekkl um hafíslúsina, sem hann sá iðandi i flekkjum á hálsi Rauðs, heldur tók höfuð hans í fang sér og gældi við hann blíð- lega, lauk upp skreppu sinni og stakk brauði í munn honum. Rauður reyndi að sýna þakklæti sitt og gleði yfir endurfund- unum, og rumdi lágt og djúpt og néri lúsugum hausnum við brjóst cg öxl drengsins. Stundum var þó sem hann styndi sárt eins og sá, sem minnist sælli daga líkt og í draumi. Nær þeir stóöa þar, maður og hestur og nutu gleði samfund- anna, var sem kuldahrollur færi um all- an líkama hestsins. svo að hann skalf og féll á hnén, en síðau flatur á hjarnið. Hann gerði tilraun til að rísa á fætur á ný, en brast sýnilega mátt, og lá sem áður. Drengnum er í fyrstu ekki ljóst, hvað að er, og reynir að hagræða klárn- um þannig, að hann fái staðið upp, en það ber aðeins þann árangur, að Rauður getur lagað sig svo til, að hann fær hald- iö höfði, en staðið upp getur hann ekki. Þá grípur drenginn hræðilegur grunur, Rauður er reisa og máttlaus af hor. Hann gerir æðisgengnar tilraunir að hjálpa lion- um á fætur, en árangurslausar. Rauður virðist líka vita það sjálfur, að slíkt ef með öllu tilgangslaust. Hann reynir lítið til að hjálpa, en fvlgir drengnum eftir með höfuðhreyfingum sínum og augum, sem enn eru skær og lifandi, og þó eins og full af dulinni angist. Þá varð dreng- urinn gripinn æði og ofsareiði. Rauður skyldi ekki kveljast hér, fr.iósa í hel og hrafnamir kroppa úr honum augun með- an hann enn væri á lífi, hann skyldi deyja strax. Og drengurinn þaut þangað, sem hann hafði laet frá sér byssuna, —i þreif krassann úr hlauninu og hlóð byss- una með fátkenndum handtökum, því að hann var verkinu óvanur. Síðan tróð hann, hvellhettu á túðuna og dró upp bóginn. Rauður reisti höfuðið svo hátt sem hanri mátti, meðan drenvurinn lagði byssu- hlaupið að enni hans. lokaði augunum og hleypti af. Skotið var Ktið og skotliljóð lágt, þó endurómaði bað bvneslalega á sjávartöngunum, er skáidað höfuð Gamla Rauðs féll máttlaust ti! jarðar og blóð, sem vætlaði úr nösum hans og munni lit- aði snjóinn rauðan. Bráðum verður Brattabrekka lögð niður sem vetrarvegur til Dala og farinn Hey- dalsvegur. „Það verður íéttir.“ „Þeir sakna spenningsins og hætt- unnar sumir.“ „En láta skynsemina ráða.“ „Jú, ætli ekki það. — Sumir.“ , r Við förum um gýslumörk. Ný mæði.'eiki- girðing í smíðum. Ekki er enn allt með felldu í Dalahólfi. En okkur er heilsað með sól. — H.E.

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.