Sunnudagsblaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Qupperneq 20

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Qupperneq 20
HEIMKOMA Frh. af bls. 235 sjúklingana hér, ef þú heldur að þú sért eitthvað sérsíakiega ilja á vegi staddúr.“ .leff var hræddur um að hann hefði vakið Peggy en hún hreyfði sig ekki, og með léttleikntilfinn- ingu lauk hann hurðinhi upp og byrjaði að bera inn gjafir drengj- anna. Ekki fyrr en liann hafði korriið fyrir öllum gjöfunum undir trénu — þríhjöJinu handa Jóa litla, sleðanum handa Wally og öllu því sem er samfara jólamorgni barna — klifrsði hann upp stigann með engilinn í hendinni og cetti hann á trjátoppinn. Þetta var ekki nærri því eins skemmidegt ög venjulegn. i’eggy hefði átt að standa fyrir neðan hann, áhyggjufull á svipinn cg styðja stigann. „Farðu varlega, Jeff, Haliaðu þér ckki svona mikið.“ „Ailt í lagi, ástin mín. Hann vill bara ekki stánda réttur. Ann ar vængurinn er laus.” Svona hafði það vorið árum saman. en Peggy var al'.taf jafn- hrædd. Þau höfðu keypt þennan engil á fyrstu jólum Wallys, og hann liafði æ síðan verið í trjá- toppinum. Hún mundi ekki einu sinni gera við hann. „Þetta er fjölskylduengulinn,“ hafði hann sagt þrákelknislega. „Er ekki allt í lagi með hann?" Hann klöngraðist niður úr tréru^ og á leiðinni fór hann að iiugsa um, að það væri rétt að fara að skila aftur jólasveinabúningnum. En honum vannst ekki tími 1 að gera alvöru úr ætlun sinni, því að nú heyrði hann létt, hröð fótatök í stiganum og hávært hvískur, og nú vissi hann að hann mundi í næstu andrá lifa erfiðustu stund lífs síns. Hann reif af sér skeggið og hettuna og kveikti ljósið. Svo tók hann sér stöðu bar som ljósið íéll bezt á liann. í næstu andrá fcirtust tvær smávaxnar verur í her- bergisdyrunum klæddar rör.d- óttum náttfötum. Á hurðinni stendur: l„Hæ“, kallaði Jói jitli. „Nú náðum við þér jólasveinn.“ En Wally virti föður sinn fyrir sér, einmitt þann helming and- lits hans, sem örið var á, og í næstu andrá hljóp hann i fang hans og lagðl handleggina um mitti hans. „Pabbi,” hrópaði hann. — „Þú komst þá eftir allt saman.“ Áður en hann gat hreyft sig hvíldu tvö börn í fangi lians og föðmuðu hann að sér og kysstu. „Mamma sagði að þú mundir koma,“ sagði Wally og tók and- köf. „Ég vissi það iíka. Sástu kortið frá okkur?“ En Jeff hafði ekki tíma til að svara. Jói litli strauk andlit hans, og skyndilega byrjaði hann að hlæja. „Ha ha,“ skríkti hann. „Það er varalitur á þér. Það er varalitur á pabba. Það cr varalit ur á pabba.“ „Ilvaða vitleysa," sagði Waliy. „Þetta er þar, sem hann meiddist í stríðinu og fékk medalíu fyrir, Hvar er medalían þín, pabbi?, spurði hann. „Komstu með hana með þér?“ Jeff reyndi að sefa þá vegna Peggyar en það var gagnslaust. Aðeins fyrir starfsfólk. Allt í einu komu beir auga á gjafirnef' utndir trénu og slitu ig úr fangi hans. „Þríhjól,“ sagði Jói. • „Jóla- sveinninn hefur komið með þrí- hjól handa mér.“ 1 allri æsingunni fór Jeff að undra sig yfir hve gam.i maður- inn liafði haft rétt fyrir sér. Ör ið skipti engu máli. Það mundi aldrei skipta máli. Hann var heima og það var drengjunum nóg. Hávaðinn hafði vaklð Peggy. Hann leit til dyranna og sá, að hún stóð þar og virtist rugluð og hálf sofandi. „Krakkar," hrópaði hún hissa. „Hvers vegna eruð þlð ekki í rúminu?“ „Af því að pabbi er kominn heim,“ sagði Wally og Jói söng: „Pabbi heima, pabbi heima.“ Það var þá, sem hún kom auga á Jeff. Hún hreyfði sig ekki. Hún stóð í dyrunum stóreyg og virti hann fyrir sér vantrúuð á svip. Þetta var lokaraunin, andartak ið, sem hann liafði beðíð svo lengi. En áhyggjur hans höfðu verið óþarfar. 235 6UNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.