Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 18

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 18
HÍTARDALUR..... Frh. af bls. 233 rausnarbúi í Hitardal og notið virðingar í héraðinu. Enda ættin göfug og auðsæl og Hítardalur kostajörð. Næsta dag eftir Mikjálsmessu, hinn fimmta dag vikunnar, held- ur Þorleifur Magnusi biskupi veizlu mikla, hefur húsakostur verið ærinn, því ætla má, að þarna hafi verið saman kominn fjöldi fólks, vart færra en á ann- að hundrað manns. Er sennilegt, að biskup hafi þá verið farinn að húgsa til heimferðar og þetta verið skilnaðarhófið. Situr biskup í hásæti innst fyrir miðjum skálagafli. Honum er svo lýst í Hungurvöku: „Magnús var vænn maðr at áliti ok heldr hár maðr vexti, fagreygr ok vel limaðr, þýðr ok þekkiligr ok ailra manna sköruligastr í öllu yfirbragði ok látgæði. Hann var ljúfr ok lítil- látr við alla, stórlyndr ok stað- fastr í skapi, fullræðasamr, frænd rækinn, margfróðr ok málsnjallr. Hann reyndist ok vel brugðinn við. hvárttveggja, búnað ok farar, ok var ávallt alla menn sættandi, hvar sem hann var við mál manna staddr, ok sparði þess ekki, hvárki orð sín né auðæfi.” ' í veízíu þessari er.vfel veitt og stórmannlega, mjöður er á borð- uip; mikill og sterkur, og drukkið fast, er líður á kveldið. Hefur biskupi sem öðrum sjálfsagt þótt drykkurinn góður og kunnað að meta að verðleikum, enda ekki með öllu óvanur slíkri risnu, sem ráða má af frásögn, er varðveitzt hefur, af veizlu, sem liann sjálfur hélt Katli biskuþi Þorsteirissyni á Hólum, og cr á þessa leið: „Én þá er Ketill byskup var nú orð- inn vel sjötugr að aldri, þá fór hann til alþingis og fal sik und- ir bænahaid allra lærðra manna á prcstastefnu, ok þá bauð Magn- ús byskup honum heim með sér í Skálaholt til kirkjudags sins ok brullaups þess, er þá skyldi* vera. Sú veizla var svá mjök vönduð, at slík eru sízt dæmi til á ís- landi. Þar var mikill mjöðr bland- inn ok öll atföng önnur sem bezt máttu verða En föstudags- aftan fóru byskupar báðir til iaugar í Laugaás ■ eftir nátt verð. En þar urðu þá mik- il tíðeridi. Þar andaðist Ketill byskup, ok þótti mönrium þat mikil tfðindi. Mikill hrygg- leiki var þar á mörgum mönnurh í því heimboði, Þar. til er byskup var grafinn ok um hann búit. En með fortölum M.agnúss byskups ok drykk þeim inum ágæta, er rrienri áttú þar at drekka, þá urðu menn nökkut afhuga skjótara en elligar mundi.” En sem veizlan í Hítardal stendur sem hæst og líður að nátt- málum, kemur skyndilega upp eld- ur í bænum og verða menn hans ei fyrr varir en ekki er lengur útgöngu auöið um dyrnar. Veður hefur nú skipazt til hins verra ,,með stórum vindi”, sem æsir hið logandi bál. Læsir eldurinn sig skjótt í drykkjustofuna, en menn eru þá orðnir allölvaðir, ryðst hver urn annari þveran og verður seint til úrræða. Þó tekst um síð- ir að rjúfa gat á þekju skálans að baki biskupi, og eru nokkrir menn dregnir þar út úr eldinum, m. a. Þorleifur.beiskaldi, Kn þa^S er af M:é?núsi 'biskttpí ’áð ''segja, að hann lét sem ekki væri og hreyfði sig hvergi úr s»ti, „vildu menn að biskup hefði þar út far- ið, en hann sagði að sér hæfði eigi að rýma sitt sæti, því þetta væri guðs vilji.” Má vera, að trú- rækni biskups. hafi ráðið þessari örlagaríku ákvörðun, hitt er þó líklegra, að hinp sterki mjöður hafi glapið honum sýn. IV. Það or ömurlegt um að litast í Hítardal, þegar loks birtir af degi hinn fyrsta október 1148. -— Bæjarhús öll eru brunnin til kaldra kola, sviðin skálaþekjan hefur fallið niður á gólfið, þar sem fyrir skemmstu var vettvang- ur veizlugleðinnar, en ennþá rýk- úr úr logandi rústunum og megn brunaþefur og reykjarsvæla fyll- ir loftið. Þeir, sem sloppið hafa lifandi úr eldinum, stjákla fram og aftur í grárri morgunskím- unni, svefnvana og örvinglaðir, og færa brunnin lík úr rústunum, sum lítt sködduð, sum óþekkjan- leg. Lík Magnúsar biskups er ó- skaddað, „sat hann uppi óbrunn- inn með öllu í sínu hásæti þá af var eldurinn,” sömuleiðis lík Tjörva prests Böðvarssonar, en hann liafði þjónað Magnúsi allan lians biskupsdóm og enn áður biskupunum Þorláki og Gissuri, mikill dýrðarniaður. „Þar létust „Eftir á a3 hyggja. Líklega væri betra, að þér brostuð ekki.“ 2|4 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝDUBLAÐID

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.