Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Page 3

Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Page 3
G. W. de Long Úsigur gegn íshafinu I. HEIMSKAUTASVÆÐIN eru einhverjir síðustu blettirnir á þessari jörð, sem landkönnuðir haía unnið sigur á. Það er ekki f.vrr en á yfirstandandi öld, að sjálf heimskautin eru fótum troðin í fyrsta sinn. Kapplilaupið um suðurskautið, þegar þeir Scott og Amundsen sóttu að markinu samtímis úr tveimur áttum, hefur tnikið verið rómað í sögum og frásögnum, og för Pearys á norð- Urskautið hefur löngum þótt mik- ið afrok. Heimsírægð hefur hlotnazt þeim mönnum, sem fyrstir komu á heimskautin og reistu þar upp þjóðfáná heimalanda sinna. En það vill stundum gleymast, að þeir voru aðeins þeir síðustu — og heppnustu — af fjölda landkönn- uða og ferðagarpa, sem stefndu að sama marki, án þess að þeim auðn- aðist að ná því. En á reynslu þcssara manna byggðu þeir, sem utn síðir höndluðu hnossið. Baráttan við heimskautin var 'öng og erfið, og þeir, sem lögðu út i þá baráttu, urðu oft að sýna ofurmannlegt þrek og hugdirfsku, þeir urðu að búa við ótrúlegt harð rétti og andstreymi svo vikum og ttiánuðúm skipti, og þá mátti sízt af öllu bresta þolinmæði, þann oiginleika, sem kannski er erfið- ast að tileinka sér af öllum. Fórn- ienar, sem þessi barátta kostaði yoru margar, og þeir eru ótaldir, sem aldrci komu aítur úr hetju- iörum sípupi inn á isauðnirnar. i'fá emum þessara óheppnu lieuu- skautafara verður sagt nokkuð hér á eftir. II. Árið 1873 gerði bandaríski fiotinn út björgunarleiðangur til vesturstrandar Grænlands. Meðal þátttakenda í þessum leiðangri var 29 ára gamall sjóliðsforingi, sem hét Georg Washiúgton de Long. — Hann var settur yfir sveit manna, sem fór norður Mel- villeflóa á vélsleða, þegar skipum var ekki fært lengur fyrir ís. Leiðangurinn bar ekki árangur, þeir, sem leitað var að björguð- ust á ánnan hátt. En þessi ferð rcyndist de Long örlagarík. Hún var upphafið að kynnum hans við heimskaútalöndin, og þessi fyrstu kynni urðu honum ógleymanleg. Ísáuðnirnar heilluðu hann og seiddu hann til sín, og úr þeim herfjötri losnaði hann ekki fram- ar. Strax þetta sama haust var de Long farinn að ráðgera leiðang- ur í leit að norðúrskautinu. Margir liöfðu freistað þess áður, fyvst Parry árið 1827. Hann lagöi upp frá Spitzbcrgen, og þeir, sem síðar tóku upp þráðinn, héldu af stað frá svipuðum slóðum eða vestanvert við Grænland. de Long taldi að þegar hefði komið í ljós, að þessar leiðir væru ekki færar, og hann ákvað að velja aðra leið, nýja leið, sem aldrei hafði áður verið farin. Þessi leið var norður um Beringssund milli Síberíu og Alaska og þaðan um isinn til noröurskautsíns. Skoðanír manna á því, livernig umhorfs væri við heimskautið voru mjög skiptar. Sumir töldu að á pólnum væri íslaust haf, en aðrir gerðu ráð fyrir því, að þar væri mikið meginland og væri Grænland hluti þess. Fyrri tilgát- an fól í sér, að hægt væri að sigla til heimskautsins, jafnvel á einu einasta sumri, aðeins ef rétta leiðin fyndist, Síðari tilgátan gaf þess á hinn bóginn kost að sigla til þessa meginlands og halda þaðan áleiðis til pólsins á hunda- sleðum. Það eitt að finna þetta meginland væri út af fyrir sig mikill árangur, og de Long var sannfærður um að leiðin til þess eða til íslausa heimskautshafsins lægi norður um Beringssund. — Hann styrktist í þessari trú, þeg- ar honum bárust sagnir livalveiði- manna, scm sögðu að í sundinu væri sterkur norðlægur straumur; Þessi straumur hlaut auk þess að létta ferðina norður á bóginn, en hins vegar hlaut hann að valda erfiðleikum á heimleiðinni, ef sama leið væri þá farin, eða ef eitthvað kæmi fyrir á leiðinni. de Long hafði allt, sem þurfti til að stýra heimskautaleiðangri: hugmyndir, hugdirfsku og eld- móð, allt nema eitt, peninga til að kosta ferðina. Hann fór á stúf- ana til að hafa upp á manni, sem væri fús- að leggja fé í fyrirtæk- ið. Sá maður fannst von bráð- ar. Það var James Gordon Ben- nett, aðalritstjóri stórblaðsins Nwe York Herald, sá hinn sami og hafði sent landkönnuðinn Stan- ley til Afríku skömmu áöur. Til haus sneri de Lpng sér strax ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 547

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.