Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Side 11

Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Side 11
í morgtin var ég hvítt blað í bunka af eins blöðum. Við áttum heima í skáp í barnaskóla. Við heyrðum talað um, að á suiíi okkar yrði Skrifað, á önnur reiknað eða teiknað. Sum gátu, meira 'að segja, breytzt í ótrúlegustu hluti, sem kennararnir kenndu börnunum að búa til. Fyrst hafði ég verið neðarlega í bunkanum, en í dag var röðin komin að mér. Eg skalf af spenningi, bvað ætli verði úr mér? Kennarinn bað lítinn dreng að útbýta okkur og bannaði honum að kryppla okkur. Við urðum fegin að heyra það. Ég lenti hjá hrekkjalegum strák með skítugar hendur. Ó, hvað mér leizt illa á hann! Nú sagðist kennarinn ætla að kenna þeim að búa til bát úr okkur. Það þótti mér skemmtilegt, en kveið fyrir að fá þessar skítugu hendur á mig, mig, sem var eins og hvítasti snjór. Það fór, eins og ég bjóst við, hann krypplaði mig og óhreinkaði svo, að ég mátti halda niðri í mér hljóðunum. Og þegar hann loks fór að lita mig, kitlaði hann mig svo mikið, að ég hafði engan frið á borðinu. ALÞÝÐUBLAÐXÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 555

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.