Morgunblaðið - 15.11.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 15.11.2004, Síða 1
2004  MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A MARKAREGN Í ENSKU KNATTSPYRNUNNI / B4 OG B5 BIRGIR Leifur Hafþórsson á enn möguleika á að fá þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni í golfi. Birgir lék fjórða hringinn á úrtökumótinu á San Roque vellinum á Spáni í gær á 80 högg- um, eða átta höggum yfir pari en það kom ekki að sök. Hann endaði í 26.-32. sæti á 293 höggum eða samtals fimm höggum fyrir pari . 75 efstu kylfingarnir af þeim 172 sem hófu keppni leika tvo hringi til viðbótar, á morgun og þriðjudag en 35 þeirra tryggja sér þátttökuréttinn á evr- ópsku mótaröðinni. Fyrir fjórða hringinn í gær var Birgir Leifur í 4.-7. sæti en honum tókst afar vel upp á þriðja hringnum. Hann lék hann á 69 höggum eða þremur undir parinu. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 75 högg- um, annan og þriðja á 69 og fjórða hringinn á 80 höggum. Birgir Leifur í baráttunni EMIL Hallfreðsson, knatt- spyrnumaðurinn knái úr FH, sem kjörinn var efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í sumar, er kominn til Feyenoord í Hollandi þar sem hann verður við æfingar út vikuna. Emil hélt til Hollands um helgina eftir stutta dvöl hjá Tottenham en þar var hann til reynslu í nokkra daga. „Emil stóð sig býsna vel hjá Tottenham og ég veit að liðið ætlar að fylgjast áfram með honum. Hann kemur til með að spila æfingaleik með Feyenoord og ég reikna alveg með því að útsendarar frá fleiri liðum skoði hann í þeim leik,“ sagði Arnór Guðjohn- sen, umboðsmaður Emils. Emil hjá Feyenoord ÓLAFUR Ingi Skúlason knatt- spyrnumaður hjá enska liðinu Ars- enal ætlar að ræða David Dein stjórnarformann félagsins í vik- unni en Arsenal hefur hafnað til- boði frá hol- lenska 1. deild- arliðinu Gron- ingen í Íslend- inginn. Arsenal vill fá um 45 milljónir króna fyrir Ólaf sem honum finnst allt of hátt verð enda renn- ur samningur hans við Arsenal út í sumar. „Ég ætla sjálfur að tala við Dein og reyna að fá hann til að lækka kaupverðið. Mér finnst sú tala sem hefur gefið upp fullhá. Þetta er uppsprengt verð en ég vona nú að samningar takist og að þetta gangi í gegn. Ég vil komast til Groningen og þó svo að klúbburinn sé ekki sá stærsti þá er það í hollensku 1. deildinni og það er fylgst vel með henni,“ sagði Ólafur Ingi við Morg- unblaðið í gær. Ólafur er enn á sjúkralistanum en hann gekkst undir aðgerð fyrir skömmu eftir að í ljós kom beinbar í lífbeini. ,,Ég er ennþá hálfslæmur en ég vonast til að þetta batni í vikunni og að ég geti byrjað að æfa í næstu viku.“ Arsenal vill 45 milljónir króna fyrir Ólaf Inga Ólafur Ingi Mér hefur gengið býsna vel aðskora og við Hjörtur Hjartar- son, Skagamaður, erum í hálfgerðri keppni okkar á milli í markaskorun,“ sagði Hrefna við Morgunblaðið, en Hjörtur og fleiri Íslendingar stunda nám við sama skóla og Hrefna. „Hjörtur er að vinna eins og er en hann hefur skorað 21 mark,“ segir Hrefna. Með henni í liðinu leika Heið- rún Friðriksdóttir frá Dalvík, KR- ingurinn Ólína Sigurgeirsdóttir og Elsa Einarsdóttir markvörður úr Breiðabliki. Í viðræðum við KR Hrefna segist ætla að spila á Ís- landi næsta sumar en hún varð markadrottning á Ís- landsmótinu í fyrra með 21 mark og í kjölfarið gerði hún samning við norska liðið Medkila. „Ég vonast til að ná samningi við mitt ást- kæra lið KR og ætli ég klári það mál ekki þegar ég kem heim í jólafrí í næsta mánuði. Það var góð reynsla að spila í Noregi en það stóð ekki til að ég yrði þar lengur. Norska deildin er gríðarlega sterk og það er mikill styrkleikamunur á henni og heima á Íslandi,“ sagði Hrefna en hið unga lið Medkila féll úr úrvalsdeildinni. Hrefna, sem er 24 ára gömul, á að baki 7 A- landsleiki og í þeim hefur hún skorað þrjú mörk. Hún hefur hins vegar ekki tekið þátt í síðustu leikjum íslenska liðsins. ,,Ég hef svona smátt og smátt horfið út úr mynd- inni en ég hef samt ekkert gefið landsliðsferilinn upp á bátinn. Ég stend mig bara á vellinum heima næsta sumar og þá er aldrei að vita nema ég fái kallið aftur.“ Hrefna Huld skorar grimmt í Bandaríkjunum HREFNA Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi leikmaður KR, sem lék með Medkila í norsku úrvalsdeildinni í sumar, hefur skorað grimmt í bandarísku háskóladeildinni í haust. Hrefnu, sem leggur stund á viðskiptafræðinám í Alabama, hlotnaðist sá heiður á dögunum að verða fyrir valinu sem nýliði ársins í NAIA-deildinni en hún hefur skorað 20 mörk í 19 leikjum fyrir Auburn Montgomery-háskólaliðið og hefur að auki átt fjölda stoðsendinga. Hrefna Huld MARGRÉT Lára Viðarsdóttir átti við meiðsli að stríða á aftanverðu læri í síðari leik íslenska liðsins gegn Norðmönnum á laugardag og var Margrét ekki eins áberandi í leik liðsins líkt og í 7:2 tapi Íslands gegn Norðmönnum í Egilshöll s.l. mið- vikudag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru útsendarar frá flestum af stærstu félagsliðum Nor- egs á leiknum í Valhöll á laugardag- og flestir voru að fylgjast með Mar- gréti Láru. Ekki er vitað um hvaða lið er að ræða en Margrét Lára er talinn geta farið í hvaða lið sem er í norsku deildinn og látið að sér kveða eins og staðan er í dag. Margrét Lára hefur skorað 11 mörk í 13 landsleikjum en hún er samnings- bundin Íslandsmeistaraliði Vals næsta árið. Margrét Lára lék með Bikarmeistaraliði ÍBV á síðustu leik- tíð og var útnefnd efnilegasti leik- maður deildarinnar annað árið í röð. Morgunblaðið/Golli Eyjastúlkan Margrét Lára Viðarsdóttir, til hægri, í leik gegn Norðmönnum í Evrópukeppninni. Norsk lið hafa áhuga á Margréti Láru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.