Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 2

Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ÓLAFUR Stefánsson skoraði 10 mörk, þar af 5 úr vítaköstum, þegar Ciudad Real vann sigur á danska liðinu Kolding, 36:35, í lokaumferð riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu í hand- knattleik í Madrid á laugardagskvöldið. Ólafur og félagar unnu þar með alla sex leiki sína í riðlinum. Liðið fékk 12 stig, Kolding og Ljubuski fengu 6 en Danirnir komust áfram þar sem þeir höfðu betur í innbyrðisviður- eign. Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn en þeir dæma sem kunnugt er í heims- meistarakeppninni í Túnis í janúar.  Barcelona er eins og Ciudad Real komið áfram í 16-liða úrslitin en Börsungar burstuðu ungverska liðið Pick Szeged, 35:26. Ung- verski landsliðsmað- urinn Lazslo Nagy var markahæstur Börsunga með 9 mörk og spænski landsliðsmaðurinn Iker Romero var með 8.  Portland San Antonio er þriðja spænska liðið sem er komið í 16-liða úrslitin. Portland tapaði fyrr Celje Lasko, 29:27, en það kom ekki að sök. Bæði lið voru komin áfram fyr- ir lokaumferðina. Ólafur Stefánsson skoraði tíu gegn Kolding Ólafur FRAMHERJINN Hernan Crespo og varnarmaðurinn Facundo Quiroga eru ekki í landsliðshópi Argentínu sem mætir Venesúela í undankeppni heimsmeistaramóts- ins á miðviku- daginn í næstu viku. Hópurinn er þannig skip- aður: Markvörður er Leonardo Franco (Atlet- ico Madrid). Varnar- menn eru Gonzalo Rod- riguez (Villar- real), Gabriel Milito (Real Zara- goza), Fabricio Coloccini (AC Milan). Miðjumenn Argentínumanna eru óneitanlega sterkur – Maxi Rodriguez (Espanyol), Lionel Scaloni (Deportivo La Corogne), Juan Roman Riquelme (Vill- arreal), Esteban Cambiasso (Inter Milan), Javier Zanetti (Inter Mil- an), Diego Placente (Bayer Lev- erkusen), Andres D’Alessandro (Wolfsburg), Juan Pablo Sorin (Villarreal), Santiago Solari (Real Madrid). Sóknarmenn landsliðs Argent- ínumanna eru Luciano Galletti (Zaragoza), Javier Saviola (Món- akó), Luciano Figueroa (Cruz Azul/Mexíkó) og Cesar Delgado (Cruz Azul/Mexíkó). Crespo er ekki í liði Argentínu Steen lét aðstoðarmenn sínakalla inn á völlinn, hann hélt sig til hlés í þessum leik líkt og í þeim fyrri. Steen vissi að það var fyr- ir neðan virðingu forráðamanna norska knatt- spyrnusambandsins að leika við Ísland um laust sæti í úrslita- keppni Evrópumótsins næsta sum- ar á Englandi. Það var lítið fagnað eftir 2:1 sigur liðsins í Valhöll. En Steen stjórnaði liðinu í síðasta sinn í leiknum eftir 4 ár í starfi. Steen var áður þjálfari úrvalsdeildarliðs- ins Haugesund og bar hann sig vel þrátt fyrir að fá ekki boðsmiða í veisluna sem fram fer næsta sum- ar. „Ég virði ákvörðun norska knattspyrnusambandsins. Þar á bæ vilja menn horfa til framtíð- arinnar. Ég hef verið með liðið í fjögur ár og þeim kafla er lokið en ég tel að liðið sé mun betra í dag en það var þegar ég tók við því. Það eru aðeins fimm leikmenn sem léku með liðinu í Sydney er liðið varð Ólympíumeistari. Og við höf- um notað aðra leikmenn sem þurfa meiri tíma til þess að þroskast.“ „Skipulag varnarleiks liðsins mun betra“ En Steen var ekki viss um hvað íslenska liðið gerði á fundum sín- um og æfingum eftir, 7:2, tap liðs- ins í Egilshöll sl. miðvikudag. Því á laugardag var allt önnur stemn- ing í gangi í íslenska liðinu. „Að mínu mati var skipulag varnarleiks liðsins mun betra, við fengum minna rými til þess að athafna okkur á miðsvæðinu. Íslenska liðið var betur undirbúið fyrir leikinn að þessu sinni og við gáfum of mikið svæði eftir á vellinum sem þær nýttu sér vel,“ segir Steen en hann telur að íslenska liðið hafi tekið stórt skref í átt að bestu lið- um veraldar. „Ísland er komið á blað. Í riðla- keppninni sannaði liðið sig í keppni á meðal þeirra bestu og við sáum það í þessum leik að leik- menn íslenska liðsins geta leikið vel sem lið og nýtt sér styrkleika liðsins. Ég tel að með góðu skipu- lagi og góðum æfingum geti ís- lenska liðið náð langt á þessu sviði.“ Spurður hvort Steen hafi áhuga á að taka að sér íslenska kvennalandsliðið var Norðmaður- inn fljótur að svara. „Ég hef hug á því að starfa við þjálfun áfram og það kemur allt til greina – kannski að Ísland sé of langt í burtu eins og staðan er í dag.“ Steen var ekki viss um á hvaða sviði íslenska liðið þyrfti að bæta sig á næstu misserum til þess að verða betra. En hann var inntur eftir líkamsstyrk, leikskipulagi, tækni og úthaldi leikmanna ís- lenska liðsins. „Ég tel að í íslenska liðinu séu margir spennandi leik- menn sem geta náð langt á næstu misserum. En það sem við gerum hér í Noregi er að etja stúlkum og drengjum saman í æfingaleikjum. Þær hafa gríðarlega gott af því að fá að glíma við slík verkefni og ég tel að slíkar æfingar hafi skilað af sér betri leikmönnum í norska kvennalandsliðinu. Strákar sem eru 16–17 ára eru afbragðsmót- herjar að mínu mati. Þeir hafa hraðann sem stúlkurnar þurfa að tileinka sér en eru ekki með yf- irburði líkamlega. Það er mikil- vægt fyrir stelpur sem æfa knatt- spyrnu að spila við stráka af og til. Því þeir eru að gera það sem þær eiga oft í erfiðleikum með. En ég legg áherslu á að 10 ára stelpa er oftar en ekki með líkamlega yf- irburði gegn dreng sem er 10 ára. Það sem skilur þau að í knatt- spyrnunni er tækni og hraði sem strákar tileinka sér í leik sín á milli. Ég held að það sé ríkjandi hjá stelpum að þær láti æfing- arnar duga. Þær eru ekki að leika sér í knattspyrnu á daginn þegar tími gefst til. Þar eru strákarnir áberandi,“ sagði Steen. En hann hrósar leikmönnum norska liðsins sem hann telur afreksmenn í fremstu röð. „Ég tel að norska landsliðið sé á meðal þeirra bestu í veröldinni þrátt fyrir að við séum að leika í umspili um laust sæti á EM. Ég hef lagt hart að mínum leikmönnum og get ekki annað en hrósað þeim. Þær hafa mætt á all- ar æfingar með því hugarfari að verða betri. Þær æfa ekkert minna en strákar sem eru í sömu stöðu og þær. Kvennaknattspyrna er eitthvað sem mun aðeins vaxa og dafna í nánustu framtíð og það er okkar að skapa þeim sömu að- stæður og möguleika og strákarnir fá við sínar æfingar,“ sagði Åge Steen. Þjálfari norska kvennalandsliðsins telur að stúlkur ættu að keppa og æfa oftar með strákum „Ísland komið á blað“ ÅGE Steen var á milli steins og sleggju eftir síðari leik norska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn íslenska liðinu þrátt fyrir, 8:3, samanlagðan sigur liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Steen stjórnaði liðinu í síðasta sinn á laugardaginn í „Valhöll“, knattspyrnuhúsi í eigu Vålerenga við Helsfyr í Ósló. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Þórólfsson Åge Steen, þjálfari Noregs, hefur stjórnað liðinu í síðasta sinn. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Noregi Crespo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.