Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 8
ÁSTRALSKI sundmaðurinn Ian Thorpe segir að bandaríski sund- maðurinn Michael Phelps hafi hagað sér eins og „hálfviti“ er hann var handtekinn í síðustu viku vegna ölvunaraksturs. Phelps er aðeins 19 ára gamall og vann til sex gullverðlauna og tvennra bronsverðlauna á Ól- ympíuleikunum í Aþenu í sumar. Hann var handtekinn í Salisbury í Maryland en þar er ökumönn- um undir 21 árs aldri bannað að hafa áfengi í blóði sínu við akstur – sama hve lítið magnið er. Mál Phelps verður tekið fyrir hjá dómara í lok ársins eða í byrjun þess næsta. „Ég veit ekki hvernig málinu er háttað en að mínu mati eru það aðeins „hálf- vitar“ sem keyra eftir að hafa drukkið alkóhól og þetta var ekki vel ígrundað hjá Phelps. Ég er viss um að hann er mið- ur sín vegna atviksins en ég veit að ungt fólk í Ástralíu er með- vitað um að akstur og áfengi fer ekki saman. Phelps veldur því mörgum vonbrigðum.“ Styrktaraðilar Phelps hafa lýst yfir stuðningi við sundmann- inn og hann hefur ráðið færa lög- fræðinga vegna málsins. Ian Thorpe ekki sáttur við Phelps  HELGI Sigurðsson lék allan leik- inn fyrir AGF sem gerði jafntefli, 3:3, við OB. Helgi kom mikið við sögu. Hann lagði upp tvö fyrstu mörk sinna manna og fékk svo dæmda vítaspyrnu þegar Stig Töft- ing kom AGF í 3:1. OB neitaði að gefast upp og jafna metin áður en yfir lauk.  ÓLAFUR Gottskálksson lék í marki Torquay sem tapaði 2:0 fyrir utandeildarliðinu Hinckley United í 1. umferð ensku bikarkeppninnar.  ÞÓRÐUR Guðjónsson sat á vara- mannabekknum allan tímann í liði Bochum sem tapaði fyrir Bayern München á heimavelli, 3:1. Bæjarar tryggðu sér sigur með því að skora þvívegis á síðustu 13 mínútunum.  PARÍS, London, New York, Madrid eða Moskva. Í einhverjum af þessum fimm borgum verða sum- arólympíuleikarnir haldnir árið 2012. Alþjóða ólympíunefndin fær í hendur í dag formlega umsóknir frá fulltrúum borganna og það verður síðan ákveðið á fundi Alþjóða ól- ympíunefndarinnar í Singapúr í júlí á næsta ári hvaða borg hreppir hnossið.  NORÐUR-Írinn Darren Clarke sigraði með yfirburðum á Taiheiyo Masters mótinu sem lauk í Japan í gærmorgun. Hann lék lokahringinn á 68 höggum og var samtals á 22 höggum undir pari, sem er nýtt met í þessu móti. Clarke var sex höggum á undan Bretanum Lee Westwood og heimamanninum Nozomi Ka- wahara, sem voru jafnir í öðru sæti. Clarke bætti metið, sem þeir Jose- Maria Olazabal, Masashi Ozaki og Toshimitsu Izawa áttu, um fjögur högg.  JÓN Gunnarsson tvíbætti Norð- urlandamet öldunga í 90 kg flokki í hnébeygju á móti í Reykjanesbæ um helgina. Jón lyfti fyrst 312 kg og síð- an 322,5 kg. Jón bætti svo Norð- urlandamet í samanlögðu, sem var orðið 22 ára gamalt, með því að lyfta samanlagt 830 kg. Þá bætti Jón Ís- landsmetið í bakpressu þegar hann lyfti 207,5 kg.  JAKOB Baldursson setti Íslands- met í bakpressu í 110 kg flokki þeg- ar hann lyfti 345 kg og Ægir Jóns- son bætti Íslandsmet unglinga í bakpressu í 110 kg. flokki þegar hann lyfti 222,5 kg.  ÞORMÓÐUR Jónsson náði best- um árangri íslenskra júdófólksins sem tóku þátt í opna finnska mótinu um helgina. Þormóður varð fimmti í +100 kg flokki. Gígja Guðbrands- dóttir varð í 9. sæti í -70 kg. flokki en þau Máni Andersen, Snævar Jónsson og Margrét Bjarnadóttir töpuðum sínum glímum í fyrstu um- ferð FÓLK Mótið fór í alla staði vel fram ogluku þeir keppendur og dóm- arar sem rætt var við lofsorði á fram- kvæmdina, þar á meðal yfirdómarinn Jan Samuelsson frá Svíþjóð sem hefur víða farið. Það var því margt um manninn og kenndi margra grasa, keppendur voru alls 75 og þar af voru 44 frá tólf löndum. Suma þekktu Íslendingarnir vel, hafa æft og keppt með þeim í Dan- mörku. Þar á meðal var Bobby Milroy í fjórða sinn á þessu móti sem hefur verið honum gott. „Einhvern veginn hentar þessi höll mjög vel fyrir mig án þess að ég viti nákvæm- lega hvers vegna, líklega vegna þess að það er gott að hlaupa á gólfinu og ég spila meira uppá það. Þeir tækni- lega eiga því í meiri vandræðum og þess vegna náði ég í mín þriðju úrslit hérna á þessu móti,“ sagði Milroy, sem er frá Kanada en býr og æfir í Danmörku. Hann lagði æfingafélaga sinn Jim Andersen frá Noregi í úr- slitum en Andersen hafði þá þegar slegið út Þjóðverjann Bjoem Jopp- ien sem er í 16. sæti heimslistans og fyrirfram var spáð að næði langt á mótinu. „Vandinn við að spila við Jim er að þegar hann leikur vel og gerir ekki mistök getur hann unnið hvern sem er, svo það er ómögulegt að vinna hann. Þá er bara að gera eins vel og maður getur og vona hið besta. Ég tek eitt ár fyrir í einu en mér líkar vel hér á Íslandi enda gott mót og hugsa að ég komi hingað aft- ur því mér gengur svo vel, það er gott fyrir keppnisandann.“ Í kvennaflokki beindust augu margra að Rögnu Ingólfsdóttur og Söru Jónsdóttur en þær náðu sér ekki á strik, Sara datt út í 16-manna úrslitum en Ragna vann einn leik og komst í 8-manna úrslit en tapaði þar fyrir Susan Hughes, sem vann mót- ið. Ragna og Sara voru að vonum ekki ánægður með niðurstöðuna því bú- ast má við að þær lækki eitthvað á heimslistanum í bad- minton, í besta falli standi í stað. „Mér var raðað ágætlega og gekk því nokkuð vel,“ sagði Tinna, sem keppir undir merkj- um TBR. Hún taldi árangur í samræmi við getu en vildi þó aðeins meira. „Við áttum að vinna þá sem við unnum og svo töpuðum við fyr- ir þeim sem voru betri svo það var ekki mikið óvænt en við hefðum getað unnið tvenndarleik- inn, þar hefðum við mátt gera betur.“ Vel heppnað alþjóðlegt mót í badminton í TBR-húsinu Morgunblaðið/Ómar Susan Hughes varð sigurvegari í einliðaleik kvenna á alþjóðlega mótinu í TBR-húsinu. Bobby Milroy sigraði í karlaflokki. LÍTIÐ fór fyrir Íslendingum á Iceland Express alþjóðamótinu sem fram fór í 8. sinn í húsum TBR um helgina. Væntingar voru svo sem ekki miklar því þar sem mótið er hluti af Evrópu- mótunum og gefur alþjóðleg stig koma hingað sterkir leik- menn í stigasöfnun en það vant- aði samt ekki að íslensku kepp- endurnir legðu sig alla fram. Lengst náði Tinna Helgadóttir sem komst í undanúrslit í tví- liðaleik með Katrínu Atladóttur og einnig í undanúrslit tvennd- arleiks með Magnúsi Inga Helgasyni. Stefán Stefánsson skrifar Íslendingar náðu sér ekki á strik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.