Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 D 3
Auka-aðalfundur
Auka-aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis
verður haldinn í Fylkishöll fimmtudaginn
2. desember nk. kl. 20.30.
Dagskrá fundarins:
1. Laga- og reglugerðarbreytingar.
2. Kosning stjórnar.
3. Önnur mál.
Íþróttafélagið Fylkir
„ÉG hef verið slæmur í vinstri öxl
undanfarnar þrjár vikur, og hrokk-
ið í og úr lið tvívegis, og síðast gegn
Þjóðverjum í fyrsta leiknum hér í
Svíþjóð. Ástandið hefur ekkert
versnað eftir það atvik en ég hef
aðallega meitt mig í varnarleiknum
er ég hef lent í samstuði við sókn-
arleikmenn. Og það er verst þegar
höndin er í beinni stöðu út á móti
leikmanninum. Þá hef ég átt í erf-
iðleikum, en ég get spilað og ætla
mér að vera með í fleiri leikjum á
þessu móti,“ sagði Guðjón Valur
Sigurðsson en hann var hvíldur í
gær á World Cup gegn Frökkum
ásamt Jaliesky Garcia og mark-
verðinum Roland Eradze.
Guðjón bætti því við að vinnuveit-
endur hans hjá þýska liðinu Essen
hefðu ekki verið mjög hressir að
hann skyldi vera valinn í landsliðið
enda vildu forráðamenn liðsins
nota tímann og hvíla Guðjón fyrir
átökin sem eru framundan í þýsku
úrvalsdeildinni.
„En ég tel að ástandið sé ekki
eins slæmt og þeir halda. Ég hef
verið í sérstökum æfingum á báðum
öxlum á undanförnum misserum.
Ég er með rifu í liðbandi í hægri öxl
og hef ekki getað skotið af öllu afli.
En ég vona að þetta muni lagast á
allra næstu vikum og ég verði góð-
ur áður en heimsmeistaramótið
hefst í Túnis,“ sagði Guðjón Valur
en hann hefur leikið 115 landsleiki
og skorað í þeim 440 mörk.
Guðjón Valur með rifu í
liðbandi í vinstri öxlinni
FÓLK
SKOSKA knattspyrnufélagið
Hearts hefur óskað eftir að því að fá
Atla Jónasson, 16 ára markvörð úr
KR, til æfinga í næstu viku. Þetta kom
fram á vef KR í gærkvöld. Atli var að-
almarkvörður drengjalandsliðsins í ár
og var jafnframt fyrirliði KR-inga
sem urðu bæði Íslands- og bikar-
meistarar í 3. flokki og unnu alla sína
leiki í þessum tveimur mótum.
MARKÚS Máni Michaelsson, Düss-
eldorf, var valinn í lið vikunnar í
þýsku 1. deildinni í handknattleik af
þýska handboltatímaritinu Handball
Woche. Markús Máni hefur leikið vel
með liði Düsseldorf í undanförnum
leikjum og nú valinn í lið vikunnar í
annað sinn.
ARNAR Pétursson, FH og Hjálm-
ar Vilhjálmsson, Fram, hafa verið úr-
skurðaðir í leiks bann af aganefnd
HSÍ en báðir fengu þeir útilokun í
leikjum liða sinna um síðustu helgi.
Arnar missir af leik FH gegn Þór
annað kvöld og Hjálmar verður ekki
með sínum mönnum gegn Aftureld-
ingu á morgun.
EMIL Hallfreðsson, knattspyrnu-
kappi úr FH, skoraði fyrir varalið
Feyenoord í fyrrakvöld þegar liðið
vann 5:0 sigur á andstæðingum sín-
um. Emil er þessa vikuna til reynslu
hjá hollenska liðinu en þangað fór
hann frá Tottenham þar sem hann
var til skoðunar í síðustu viku.
JÓN Arnór Stefánsson gerði 16
stig, tók 5 fráköst og átti 3 stoðsend-
ingar fyrir Dynamo St.Petersburg
þegar liðið sigraði Khimik frá Úkr-
aínu, 107:99 í Evrópubikarkeppninni í
körfuknattleik, í fyrrakvöld.
BRASILÍUMENN töpuðu í gær-
kvöld fyrsta leik sínum í undankeppni
HM í knattspyrnu þegar þeir biðu
óvænt lægri hlut í Ekvador, 1:0. Edis-
on Méndez skoraði sigurmarkið 13
mínútum fyrir leikslok.
FORRÁÐAMENN Liverpool bíða
með öndina í hálsinum eftir því að
sóknarmaður þeirra, Milan Baros,
skili sér heim í dag eftir að hafa leikið
með Tékkum í Makedóníu. Baros fór
meiddur af velli eftir aðeins 17 mín-
útna leik, líklega tognaður í læri. Ef
Baros verður lengi frá er Liverpool í
slæmum málum því hinn aðalsóknar-
maður liðsins, Djibril Cisse, er fót-
brotinn og spilar ekki meira í vetur.
HREIÐAR Guðmundsson
svamlaði í djúpu lauginni í
síðari hálfleik gegn Frökk-
um í gærkvöldi, í sínum öðr-
um landsleik og kom inn á í
stöðunni 19:13. Hreiðar er
hávaxinn markvörður sem
leikur með ÍR en hann hefur
átt við meiðsli að stríða á
hné undanfarið ár. Sleit
krossband og hefur farið í
tvær aðgerðir í kjölfarið.
„Ég er að ná mér. En á
enn mikið inni,“ sagði Hreið-
ar en hann segist ekki taka
það til sín að í gegnum tíð-
ina hafa markverðir íslenska
landsliðsins mátt þola gagn-
rýni þar sem þeir eru oft á
tíðum sagðir vera veikasti
hlekkur liðsins. „Ég hef ekk-
ert spáð í það og hugsa aldr-
ei um slíka hluti sem sagðir
eru um okkur. Viggó hefur
gefið mér þetta tækifæri til
þess að sýna hvað í mér býr
og það er eins gott að fara
vel með þann tíma sem mað-
ur fær,“ sagði Hreiðar en
hann varði alls 14 skot í
leiknum.
Ég er tilbúinn
„Það var gott að verja
fyrsta boltann, þá fór maður
í gang. En það er mikil sam-
keppni um þessa stöðu. Við
erum þrír hérna úti og
markverðir heima sem gætu
allt eins verið í þessum hópi.
Við erum eins og rándýr ut-
an við völlinn er við bíðum
eftir tækifærinu og menn
verða bara að standa sig til
þess að fá að spila. Svo ein-
falt er það og ég vona að
sjálfsögðu að ég fái að spila
fleiri leiki á þessu móti en
Viggó ræður því að sjálf-
sögðu hverja hann velur. En
ég er tilbúinn þegar kallið
kemur,“ sagði Hreiðar Guð-
mundsson.
Eins og
rándýr
sem bíða
færis
Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfarigerði nokkrar breytingar á lið-
inu frá leiknum við Þjóðverja. Birkir
Ívar Guðmundsson var í markinu,
Þórir Ólafsson í hægra horninu,
Einar Hólmgeirsson, Dagur Sig-
urðsson og Markús Máni Mich-
aelsson fyrir utan og Logi Geirsson í
vinstra horninu og Róbert Gunnars-
son á línunni.
Leikurinn byrjaði ágætlega, Birk-
ir Ívar varði fyrsta skot Frakka og
íslenska liðið komst 1:0 yfir og aftur
3:2. En þar með var draumurinn bú-
inn. Hann stóð aðeins í rúmar tvær
mínútur. Á næstu mínútum gerðu
Frakkar átta mörk gegn tveimur ís-
lenskum og staðan 10:5 eftir tæpan
stundarfjórðung. Sá munur hélst
svo gott til leikhlés.
Íslenska liðið lék sams konar vörn
gegn Frökkum og það gerði gegn
Þjóðverjum, 3-3 en Frakkar léku 5-1
vörn og talsvert aftar en þeir hafa
oftast gert síðustu árin. Það eina
sem gladdi augað í fyrri hálfleik hjá
íslenska liðinu var frammistaða
Markúsar Mána í sókninni þar sem
hann var óragur við að sækja að
vörn Frakka og uppskeran fyrir hlé
hjá honum voru sex mörk.
Síðari hálfleikur var skárri en sá
fyrri – þó ekki mikið. Frakkar gerðu
sem fyrr 19 mörk þó breytt væri um
vörn – farið í 5-1. Það virtist ekkert
trufla Frakkana sem löbbuðu sér í
gegn eða gáfu sér góðan tíma við að
undirbúa langskot án þess að varn-
armenn gengu mikið út á móti skot-
mönnunum.
Frakkar léku reyndar mjög vel í
gær, boltinn gekk vel í sókninni og
leikmenn voru alltaf tilbúnir að losa
sig við boltann áður en íslensku
varnarmennirnir náðu að brjóta og
stöðva þannig sóknina. Hins vegar
gáfu Íslendingar Frökkum allt of
langan tíma til að afthafna sig í
sókninni en þegar komið var á hinn
enda vallarins virtist Íslendingum
liggja lifandis skelfing á og nýttu
færi sín illa enda fjölmörg skot
ótímabær auk þess sem allt of marg-
ir fóru illa að ráði sínu þegar þeir
komust í góð færi.
Eins og áður segir var Markús
Máni í miklum ham í fyrri hálfleik
en í þeim síðari var það hins vegar
Róbert Gunnarsson sem átti bestan
leik í sókninni og gerði þá sjö mörk.
Einn leikmaður til viðbótar getur
trúlega verið þokkalega sáttur við
sitt framlag í leiknum í gær en það
er Hreiðar Guðmundsson markvörð-
ur. Hann kom í markið þegar 8 mín-
útur voru til leikhlés, varði eitt skot
fram að hléi en bætti tíu skotum við
í síðari hálfleik. Þá átti Einar Hólm-
geirsson ágætan leik.
Viggó reyndi margt og mikið í
gær, hann lét til dæmis Arnór Atla-
son um tíma í vinstra hornið, í hinu
horninu léku Þórir og Einar Örn
lengstum en það gekk ekki vel þann-
ig að um tíma var Ásgeir Örn Hall-
grímsson kominn í hornið og Einar
Hólmgeirsson í skyttunni.
Íslenska liðið hefði trúlega ekki
þurft að tapa með níu marka mun ef
það hefði ekki örlað á lítilli stemn-
ingu og allt að því áhugaleysi þegar
staðan var orðin erfið. Leikmenn,
allflestir, gáfust allt of snemma upp.
Ljósmynd/Anders Abrahamsson
Dagur Sigurðsson, fyrirliði Íslands, sækir að frönsku vörninni í leiknum í heimsbikarkeppninni í
Ludvika í gærkvöldi, þar sem Didier Dinart tekur á móti honum með hendur á lofti.
Tóm vandræði
gegn Frökkum
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik fékk hálfháðulega útreið er
það mætti Frökkum á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í gærkvöldi. Eftir
ágætan leik gegn Þjóðverjum í fyrrakvöld vantaði allan baráttuanda
í leikmenn í gær og Frakkar gengu á lagið og sigruðu 38:29 eftir að
staðan í leikhléi hafði verið 19:13 fyrir Frakka. Íslenska liðið hefur
því tapað báðum leikjum sínum í riðlinum og mætir Ungverjum í dag
í síðasta leik riðilsins. Liðið mun leika um 5. - 8. sæti ásamt Ung-
verjum og Króötum og væntanlega Slóvenar.
! !
"! !
#
$
% &
'('
)
ÍÞRÓTTIR
rj-
,
ld.
n
m
fór
ttu.
mu-
ti.
“ að
áðu
nútu
a sá
s að
r
ni.
Hann
en
sam-
fur
u 6:0
æri-
itter
æð
n
ik í
er
urg
-
hálf-
ri
fa
r
m