Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 4

Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 4
FÓLK  MIROSLAV Klose skoraði tvö marka Þjóðverja sem unnu Kamer- ún, 3:0, í vináttulandsleik í knatt- spyrnu í Leipzig í gærkvöld. Kevin Kuranyi gerði eitt en öll mörkin komu á síðustu 19 mínútunum. Eric Djemba-Djemba, leikmaður Kamer- ún og Manchester United, fékk að líta rauða spjaldið.  JENS Lehmann varði mark Þjóð- verja en fyrrum fyrirliðinn Oliver Kahn sat á varamannabekknum. Einvígi þeirra um markmannsstöð- una heldur því áfram.  FABRIZIO Miccoli tryggði Ítöl- um nauman sigur á Finnum í Míl- anó, 1:0. Jussi Jääskeläinen átti góðan leik í marki Finna og Vinc- enzo Montella, sem lék sinn fyrsta landsleik í tvö ár, átti skot í stöng.  FRÖKKUM gekk ekkert að skora frekar en fyrri daginn þegar þeir fengu Pólverja í heimsókn á Stade de France og lokatölur urðu 0:0. Þetta var fjórða jafntefli Frakka í röð á heimavelli. Jerzy Dudek átti stórleik í pólska markinu.  KEVIN Keegan knattspyrnu- stjóri Manchester City hefur mik- inn áhuga á að fá svissneska lands- liðsmanninn Stephan Henchoz, leikmann Liverpool, til liðs við sig í janúar þegar leikmannamarkaður- inn opnar. Henchoz, sem lítið hefur fengið að spreyta sig með Liverpool á leiktíðinni, er á samningi við Liv- erpool til loka leiktíðar og ætti Keegan því að geta fengið leik- manninn fyrir lítið fé. Charlton hef- ur einnig sýnt Henchoz áhuga.  BIRMINGHAM er á höttunum eftir hollenska framherjanum Pierre Van Hooijdonk sem leikur með Fenerbache í Tyrklandi. Steve Bruce knattspyrnustjóri Birming- ham segist þurfa að styrkja sókn- arleik sinn en liðinu hefur gengið afar illa að skora mörk og telur Bruce að hinn 35 ára gamli Hooijdonk geti blásið lífi í framlínu liðsins.  ÞÝSKA knattspyrnuliðið Hansa Rostock réð í gær Jörg Butt í starf þjálfara hjá félaginu í stað Juri Schlünz sem sagði upp eftir 6:0 ósigur á móti Hamburger SV um síðustu helgi. Butt, sem þjálfað hef- ur Eintracht Frankfurt, Köln og Schalke, á erfitt verk fyrir höndum því Hansa Rostock situr í neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar með að- eins 8 stig eftir 13 leiki.  TOTTENHAM hefur óskað eftir að varnarmaðurinn Calum Daven- port komi strax til félagsins en hann er í láni hjá West Ham.  MARK Halsey mun dæma leik Manchester United og Arsenal í 8- liða úrslitum ensku deildabikar- keppninnar á Old Trafford 1. des- ember. Mikið gekk á þegar liðin átt- ust við í úrvalsdeildinni á sama stað fyrir skömmu en Mike Riley dæmdi þann leik og færði United víta- spyrnu á silfurfati. Halsey dæmdi leik United og Arsenal á Highbury í apríl 2003 og rak þá Sol Campbell útaf eftir viðskipti hans og Ole Gunnars Solskjær.  FRANZ Beckenbauer segist ekki útiloka framboð sitt til forseta Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, eftir tvo ár þegar Lennart Johansson hyggst hætta. Frakkinn Michel Platini hefur einnig verið nefndur sem líklegur frambjóðandi en hann situr í framkvæmdastjórn UEFA. Sepp Blatter, forseti Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, hef- ur kvatt Beckenbauer til að gefa kost á sér.  LEIKMENN enska landsliðsins í knattspyrnu léku með sorgarbönd gegn Spánverjum í Madríd í gær. Það var gert í minningu Emlyn Hughes, fyrrverandi fyrirliða enska landsliðsins, sem jarðsettur var í gær. Grikkir höfðu ekki náð að sigra íþremur fyrstu leikjum sínum í riðlinum því þeir byrjuðu á að tapa fyrir Albaníu og gerðu síðan jafn- tefli við Tyrki og Úkraínumenn. Fyrirliði Grikkja, Theodoros Zag- orakis, lék sinn 100. landsleik í gærkvöld. Andreiy Shevchenko skoraði tvö mörk fyrir Úkraínumenn sem gerðu góða ferð til Tyrklands og sigruðu, 3:0. Jon Dahl Tomasson skoraði bæði mörk Dana á glæsilegan hátt þegar þeir gerðu jafntefli, 2:2, gegn Georgíumönnum í Tbilisi. „Við vor- um ekki nægilega sannfærandi í okkar varnarleik og verðum að sætta okkur við að vera með bakið upp við vegg. En það er oft gott að þurfa að sækja stigin í síðustu um- ferðum riðlakeppninnar,“ sagði hinn íslenskættaði Tomasson, sem jafnframt var sár út í slóvenska dómarann fyrir að dæma mark af Dönum undir lok leiksins. „Þetta voru sanngjörn úrslit,“ sagði Mort- en Olsen, þjálfari danska liðsins. Með þessum úrslitum hefur Úkraína náð fimm stiga forystu í 2. riðli, er með 11 stig, en síðan eru flestar hinna þjóðanna í einum hnapp. Danir, Tyrkir og Albanir eru með 6 stig hver þjóð og Grikkir og Georgíumenn eru með 5. Enn mark frá Robben Hollendingar tóku forystuna í 1. riðli með því að sigra Andorra, 3:0, uppi í Pýreneafjöllunum. Arjen Robben hélt uppteknum hætti, eins og með Chelsea síðustu vikurnar, og gerði eitt markanna. Philip Cocu og Wesley Sneijder sáu um hin tvö. Tékkar skoruðu tvö mörk undir lokin í Makedóníu og sigruðu, 2:0. Vratislav Lokvenc og Jan Koller voru þar að verki. Milan Baros, sóknarmaður Tékka og Liverpool, fór meiddur af velli snemma leiks. Rúmenar misstu hinsvegar dýr- mæt stig með jafntefli í Armeníu, 1:1.  Pedro Pauleta skoraði tvö marka Portúgala sem náðu öruggri forystu í 3. riðli með sigri í Lúx- emborg, 5:0.  Rússar vöknuðu til lífsins og sigruðu granna sína frá Eistlandi af öryggi, 4:0, í Krasnodar í Suður- Rússlandi.  Mateja Kezman, leikmaður Chelsea, skoraði annað marka Serba sem unnu góðan útisigur á Belgum, 2:0, og eru á toppnum í 7. riðli. Auðveldur sigur Svía í Edinborg Svíar sýndu enn styrk sinn með því að vinna auðveldan sigur á Skotum, 4:1, í vináttuleik í Edin- borg. Markus Allbäck skoraði tvö marka Svía sem voru komnir í 4:0, rétt eins og gegn Íslandi á Laug- ardalsvellinum í síðasta mánuði, áð- ur en James McFadden minnkaði muninn fyrir Skota. Það virðist því ekki breyta miklu hjá þeim skosku þó Berti Vogts sé hættur sem landsliðsþjálfari. Robinson varði vítaspyrnu en Spánverjar unnu Spánverjar lögðu Englendinga að velli, 1:0, í vináttuleik í Madrid. As- ier Del Horno skoraði sigurmarkið strax á 10. mínútu leiksins. Raúl fékk gullið færi til að bæta við for- ystu Spánverja á 23. mínútu. Paul Robinson, markvörður Englands, felldi hann og dæmd var víta- spyrna. Raúl tók hana en Robinson gerði sér lítið fyrir og varði. Sven Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englands, kippti Wayne Rooney af velli á 41. mínútu. Roon- ey var þá búinn að fá gula spjaldið og hafði verið stálheppinn að fá ekki að líta það öðru sinni. Reuters Jon Dahl Tomasson skorar annað tveggja marka sinna gegn Georgíumönnum í Tbilisi í gær, án þess að Kakha Kaladze og Otar Khizaneishvili nái að stöðva hann. Georgíumenn jöfnuðu tvívegis. Loksins sigur hjá meistur- um Grikkja GRIKKIR unnu í gærkvöldi langþráðan sigur, sinn fyrsta frá því þeir urðu óvænt Evrópumeistarar í knattspyrnu í sumar. Það var þó nán- ast skyldusigur, því þeir tóku á móti stigalausu liði Kazakhstan á heimavelli. Lokatölur urðu 3:1, Angelos Charisteas, helsti marka- skorari Grikkja á EM, gerði tvö markanna og Kostas Katsouranis bætti því þriðja við. SÆNSKA dagblaðið Aftonbladet greindi frá því í gær að leikmenn úrvalsdeildarliðsins Örgryte sem tryggði sér áframhaldandi veru á meðal bestu knattspyrnuliða landsins, séu margir hverjir mjög ósáttir við að þjálfari liðsins, Jukka Ikäläninen, verði áfram við störf. Margir þeirra vilja að stjórn félagsins grípi í taumana og láti Finnann fara frá félaginu. Tveir íslenskir knattspyrnumenn leika með Örgryte, Tryggvi Guðmunds- son og Jóhann B. Guðmundsson, en Tryggvi tryggði liðinu 1:0- sigur gegn Assyriska í síðari leik liðanna í umspili um úrvalsdeild- arsæti. Tryggvi hefur gagnrýnt þjálf- unaraðferðir Ikäläninen, m.a. í viðtali í Morgunblaðinu, en blaða- menn Aftonbladet hafa ekki feng- ið Tryggva til þess að tjá sig um ástandið eins og það er í dag. Tryggvi kom til liðsins frá Stabæk í Noregi og er samningsbundinn liðinu næstu tvö árin. Jóhann kom frá Lyn sem er einnig norskt lið en hann lék ekki með liðinu í síðustu leikjum deildarinnar vegna meiðsla. Óánægja í Örgryte ÍSLAND sendir tvö lið til leiks á N-Evrópumót í fimleikum sem haldið verður í Danmörku um næstu helgi. Kvennaliðið skipa: Harpa Snædís Hauksdóttir, Hera Jóhannesdóttir og Sif Pálsdóttir frá Gróttu, Inga Rós Gunn- arsdóttir og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir frá Gerplu. Í karlalið- inu eru Anton Heiðar Þórólfsson, Jónas Valgeirsson og Gunnar Sig- urðsson frá Ármanni og bræð- urnir Róbert og Viktor Krist- mannssynir frá Gerplu. Rúnar Alexandersson, fremsti fimleikmaður landsins, getur ekki keppt en hann þarf að gangast undir aðgerð á öxl á næstunni. Á mótinu keppa auk þeirra lið frá Svíþjóð, Noregi, Danmörk, Færeyjum, Finnlandi, Skotlandi, Wales, Írlandi og N-Írlandi. Rúnar ekki með í Danmörku UNGVERJAR sigruðu Möltubúa, 2:0, í 8. riðlinum í undankeppni HM í knattspyrnu í gær en leikið var á Möltu. Zoltán Gera kom Ungverjum yfir á 39. mínútu og Peter Kovacs innsiglaði sigurinn rétt fyrir leikslok. Með sigrinum náðu Ungverjar fimm stiga forskoti á Íslendinga, eru komnir með sex stig eftir fjóra leiki og eru í fjórða sæti í riðlinum. Íslendingar eru aðeins með eitt stig eftir fjóra leiki, eins og Möltu- búar. Næstu leikir í riðlinum verða leiknir 26. mars en þá fara Íslend- ingar til Króatíu og Búlgarar mæta Svíum. Ungverjar sóttu 3 stig til Möltu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.