Morgunblaðið - 01.12.2004, Page 3

Morgunblaðið - 01.12.2004, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 C 3 FÓLK  DÓMARANEFND KSÍ hefur stað- fest nafnalista A-, B- og C-dómara fyrir árið 2005. Magnús Kristinsson bætist í hóp A-dómara en þeir dæma meðal annars alla leiki í úrvalsdeild karla. Þar með eru A-dómararnir 11 talsins. Gunnar Sverrir Gunnarsson bætist í hóp A-aðstoðardómara og kemur hann í stað Sigurðar Þórs Þórssonar sem er hættur störfum.  RÚNAR Steingrímsson færist upp í hóp B-dómara sem dæma leiki í 1. deild karla. Hann kemur í stað Arn- ar Bjarnasonar sem lætur af störf- um.  HALLDÓR Lárusson, frjáls- íþróttamaður, var um síðustu helgi kjörinn íþróttamaður Aftureldingar 2004 á uppskeruhátíð félagsins.  ENSKA knattspyrnusambandið úrskurðaði í gær El-Hadji Diouf, sóknarmann Bolton, í þriggja leikja bann en hann hrækti á Arjan de Zeeuw, leikmann Portsmouth um helgina þegar liðin áttust við. Bolton hefur auk þess sektað leikmanninn og missir hann laun í tvær vikur. Þetta er í þriðja sinn sem Diouf er sakaður um að hrækja á mótherja sína.  LEE Hendrie, leikmaður Aston Villa, hefur verið ákærður fyrir ósæmilega hegðun en hann fór ekki rakleiðis af velli þegar honum var sýnt rauða spjaldið í leik við Man- chester City um helgina. Hendrie þóttist ætla að skalla í andlit Danny Mills, leikmanns City, og var rekinn af velli. Hann áfrýjaði þeirri ákvörð- un, sagðist ekki hafa skallað Mills og sást það við endursýningu að það er rétt hjá Hendrie. En enska sam- bandið vísaði áfrýjun hans frá og kemur hann fyrir aganefndina 7. desember.  JUSTIN Gatlin og Joanna Hayes unnu til viðurkenningar sem kennd- ar eru við Jesse Owens, fyrrverandi heimsmethafa í spretthlaupum og langstökki, og eru veittar árlega því bandaríska frjálsíþróttafólki sem þykir skara fram úr. Gatlin vann gullverðlaun í 100 m hlaupi karla á ÓL í Aþenu, brons í 200 m hlaupi og silfur í 4x100 m boðhlaupi. Hayes varð Ólympíumeistari í 100 m grindahlaupi kvenna.  JACKSON Richardson hefur í hyggju að gefa kost á sér í franska landsliðið í handknattleik fyrir heimsmeistaramótið í Túnis í byrjun næsta árs. Richardson er 35 ára gamall og ætlaði sér að hætta eftir Ólympíuleikana í Aþenu í sumar. Honum hefur snúist hugur og ætlar að ræða málið við Claude Onesta landsliðsþjálfara á næstu dögum.  RICHARD Gough hefur verið ráð- inn knattspyrnustjóri Livingston, neðsta liðsins í skosku úrvalsdeild- inni. Þetta verður frumraun Goughs, sem lék lengi sem varnarmaður með Everton, Glasgow Rangers og skoska landsliðinu. ÍSLENSKA 19 ára landsliðið í knattspyrnu dróst í riðil með Búlgaríu, Króatíu og Bosníu í 1. umferð riðlakeppni Evr- ópumóts landsliða en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss í gær. Í undankeppni 17 ára lands- liða lenti Ísland í riðli með Tékklandi, Andorra og Sví- þjóð. Riðlarnir eru tólf og kom- ast tvær efstu þjóðirnar í hverj- um riðli í 2. umferðina ásamt liðinu með bestan árangur í þriðja sæti. Í 2. umferðinni verður leikið í sjö fjögurra liða riðlum og kemst efsta þjóðin áfram í úrslitakeppnina ásamt gestgjöfunum. Úrslitakeppni 17 ára liða fer fram í Lúxemborg 2006 og sama ár leika 19 ára liðin til úr- slita í Póllandi. Ísland í sterkum riðlum ar fáeinar sekúndur voru eftir. alldór Sigfússon og Jónatan gnússon voru allt í öllu hjá KA koruðu 20 af 29 mörkum liðsins Hörður Fannar Sigþórsson stóð r sínu á línunni. Talsverður dræðagangur var á hægri væng ókn liðsins og kom nokkuð á rt að vinstri handar skytturnar r, Michael Pladt og Nicola kovic, skyldu ekkert fá að eyta sig. Hjá Haukum voru Þór- lafsson og Jón Karl Björnsson í lokki og Vignir Svavarsson raði mikilvæg mörk í seinni hálf- auk þess að vera hamhleypa í ninni. áll Ólafsson, þjálfari Hauka, var ósáttur við varnarleik sinna nna í fyrir hálfleik. „Við sögðum ef við ætluðum að fá aftur 19 k á okkur í einum hálfleik þá um við bara gleymt þessu og ð heim strax. Að sjálfsögðu leist nnum ekki á það og við bættum í n í vörninni og komumst inn í inn. Þetta var síðan spennandi í n og við vorum kannski heppnir að ná í stigið,“ sagði Páll. Hann sagði að vissulega munaði um Ás- geir Örn Hallgrímsson en ekki þýddi að velta sér upp úr því að hann væri úr leik. „Við verðum að byggja á því liði sem við erum með í dag og það er frábært að koma hingað og ná í eitt stig á móti góðu KA-liði.“ Framundan er lengri ferð hjá Haukum, tveir leikir á móti Zagreb í Króatíu um næstu helgi. Hvernig skyldi Páli lítast á blikuna? „Jú, þetta verður auðvitað erfitt, tveir leikir á tveimur dögum en þetta er skemmtilegt verkefni sem við tök- um með bros á vör. Við erum orðnir ansi reyndir í svona stórmótum og þetta verða níundi og tíundi Evr- ópuleikurinn hjá okkur á þessum vetri,“ sagði Páll. Magnús Stefánsson, hin unga og hávaxna skytta KA-manna, sagði erfitt að finna skýringar á erfiðleik- um KA í seinni hálfleik. „Haukarnir duttu niður í 6-0 vörn sem svínvirk- aði hjá þeim. Við fundum ekki gluf- ur og boltinn hætti að fljóta þannig að það varð allt annar bragur á sóknarleiknum hjá okkur en í fyrri hálfleik. Við ætluðum okkur sigur en mér finnst við eiga mikið inni og það kemur ekkert annað til greina en sigur í þeim tveim leikjum sem eftir eru,“ sagði Magnús. Morgunblaðið/Kristján varnarmönnum Hauka. sýnt hjá liðunum k að sigra Hauka á heimavelli fsta sæti norðurriðils hand- mamanna og staðan í leikhléi ni hálfleik og náðu jafntefli, g en KA í öðru sæti með 13 æti í úrvalsdeild. VÅLERENGA, lið Árna Gauts Ara- sonar, hefur fengið leyfi til að spila heimaleik sinn gegn Djurgården frá Svíþjóð í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu annað kvöld í Valhöll, knattspyrnuhöll félagsins í Ósló. Ullevål-leikvanginum, heimavelli Vålerenga, hefur verið lokað og tví- sýnt var hvort leikurinn gæti farið fram. Reglur keppninnar segja að heimilt sé að spila á völlum sem uppfylli öll skilyrði til að leikið sé á þeim í efstu deild í viðkomandi landi, og í Valhöll var hægt að gera þær breytingar sem með þurfti svo leikurinn gæti farið þar fram. Kári Árnason og Sölvi Geir Otte- sen verða báðir fjarri góðu gamni en þeir eru í hópi 10 leikmanna Djurgården sem eru ekki leikfærir vegna meiðsla. Kári verður þó lík- lega tilbúinn þegar Djurgården mætir Esbjerg frá Danmörku á sunnudaginn. Vegna meiðslanna getur Djurgården aðeins mætt með 16 leikmenn til Óslóar en heimilt er að vera með 18 leikmenn í hópnum. En þó leikið sé innanhúss í Ósló verður spilað á grasi í Tromsö í Norður-Noregi þar sem heima- menn fá FC Köbenhavn í heimsókn annað kvöld. Þótt Tromsö sé 300 kílómetrum norðar en nyrsti oddi Íslands, rétt við 70. breiddarbaug, er grasvöllurinn þar nothæfur og leikurinn verður sá fyrsti í sögunni sem háður er á grasi í norðurhluta Noregs í desembermánuði. Vålerenga fær að spila heimaleikinn í Valhöll SÍÐASTA vígið er fallið. Hauk- ar hafa ákveðið að selja heima- leik sinn í Evrópukeppni bikar- hafa og leika hann í Króatíu. Ástæðan er helst sú að áhugi á leikjum liðsins í Evrópukeppn- inni á keppnistíðinni hefur afar takmarkaður, fáir áhorfendur hafa lagt leið sína á heimaleiki þeirra í Meistaradeild Evrópu. Tekjurnar svo litlar að vart hefur náðst upp í dómara- kostnað. Samt voru Haukarnir ekki leika við neina aukvisa í keppninni, öðru nær. „Við eru hundsvekktir yfir aðsókninni á Evrópuleiki okkar á tímabilinu og það er ekki eins og við höfum verið að fá einhver skítalið til landsins. Stuðningsmenn Hauka hafa verið duglegir að mæta á leik- ina en aðrir handbolta- áhugamenn hafa því miður ekki skilað sér og að sjálfsögðu hefur þetta komið við pyngjuna hjá félaginu,“ sagði Páll enn fremur. Sömu sorgarsögu má segja frá þátttöku Hauka í Meist- aradeildinni á síðasta vetri, áhuginn var að mestu takmark- aður við stuðningsmenn félags- ins, þótt aðsóknin í fyrra hafi verið heldur skárri en nú. Árum saman tóku íslensk fé- lagslið þátt í Evrópumótunum í handknattleik og sum þeirra náðu framúrskarandi árangri. Má þar nefna frammistöðu Vals og Vík- ings í lok áttunda áratugar síðustu aldar og í byrjun þess níunda. Veru- lega sló í bakseglin í upphafi tíunda áratugarins. Þá varð kostnaður sumra félaga slíkur baggi á herðum þeirra að þau voru árum saman að ná endum saman og sum þeirra eru jafnvel illa brennd enn vegna „Evr- ópuævintýra“, m.a. vegna lítils áhuga almennings. Eftir nokkurt hlé gerðu m.a. KA og Afturelding atlögu að Evrópumót- unum á síðari hluta tíunda áratug- arins en höfðu ekki feitan gölt að flá þegar upp var staðið. Enn kom hlé á þátttökunni þar til Haukar blésu í herlúðra á þessum vettvangi í upp- hafi þessara aldar. Af metnaði og eldmóði hefur félagið sent karlalið sitt til þátttöku undanfarin fimm keppnistímabil. Mikill áhugi var fyrstu árin tvö meðal handknattleiks- áhugamanna. Íþróttahúsið á Ásvöll- um var á tíðum fullt út úr dyrum á heimaleikjum og flugvélar voru fyllt- ar skipti eftir skipti með rauðklædda stuðningsmenn Hafnfirðinga til Evr- ópu þar sem þeir stóðu dyggilega við bakið á sínum mönnum. Árangur Hauka var góður, liðið komst nærri úrslitaleikjum og margir leikmenn fengu mikilvæga reynslu og ungum mönnum var „hent út í djúpu laug- ina“. Má þar nefna Ásgeir Örn Hall- grímsson og Vigni Svavarsson. Í kjölfarið fóru Eyjamenn af stað með kvennalið sitt út til Evrópu, ekki af síðri metnaði en Hafnfirðingar. Allt var lagt í sölurnar. Hápunktinum í Eyjum var náð í fyrra þegar liðið komst í undanúrslit í EHF-keppninni. Kostnaður við þátttöku í hverri umferð í Evrópukeppninni er senni- lega ekki undir hálfri annarri milljón og því fengu Eyjamenn m.a. að kynn- ast í fyrra en þeir stóðu af sér alla brotsjói eins og fyrri daginn. Í vetur átti ÍBV að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki en treysti sér ekki í slaginn vegna kostnaðar. Fram og Valur voru með í Evr- ópumótunum í haust. Kvennalið Vals lék heima og heiman gegn sænsku liðið en féll úr leik að því loknu. Karlalið Vals og Fram fóru til Sviss og Rúmeníu. Í öllum tilfellum virð- ingarvert framtak. Bæði karlaliðin seldu heimaleiki sína til andstæðing- anna til að draga úr kostnaði. Eftir sölu á hinum og þessum varningi vik- um saman til þess að ná endum sam- an fyrir eina ferð var það ekki endi- lega ósk manna að vinna og standa þar með í áframhaldandi sölu fram eftir öllum vetri, jafnvel fram á vor og sumar. Því miður lítur út fyrir að á ný dragi úr þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópumótunum og hún þróist að einhverju leyti út í skemmtiferðir sem leikmenn fjármagna sjálfir. Kostnaður er mikill og öruggar tekjur engar. Því miður ræður áhugaleysi handknattleiksáhuga- manna nokkru og er lýsandi dæmi um áhuga þeirra á íþróttinni hér á landi. Hann virðist smátt og smátt vera fjara út af ýmsum ástæðum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ívar Benediktsson Síðasta vígið er fallið! Á VELLINUM Andri Stefan sést hér í Evrópuleik með Haukum á Ásvöllum. iben@mbl.is Morgunblaðið/Golli GABRIEL Heinze, argentínski bak- vörðurinn í liði Manchester United, segist kvíða mikið fyrir því að spila með liði sínu í jólatörninni sem fram- undan er í ensku knattspyrnunni. Heinze er heittrúaður kaþólikki og segist hann óttast að erfitt verði fyrir sig að ná að einbeita sér að knatt- spyrnunni. Eins og jafnan er dagskráin þétt í ensku knattspyrnunni yfir jól og ára- mót og það er nýtt fyrir Heinze því lið- in sem hann hefur leikið með hafa allt- af verið í vetrarhléi á þessum árstíma. „Jól og páskar eru mikilvægustu tímar ársins. Þá fer ég í messur og er ekki með hugann við knattspyrnu. Það verður mjög undarlegt að spila knatt- spyrnu um jólahátíðina en ég vona að ég geti náð að aðlaga mig þessu. Ég er vanur því að spila marga leiki en það sem er erfitt er tímasetning þeirra. Við fjölskyldan eyðum jólunum alltaf sam- an og það verður ekki létt fyrir mig að yfirgefa mína nánustu á þessum tíma,“ segir Heinze við enska blaðið The Sun. Heinze í vanda ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.