Morgunblaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 1
2004  MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EVRÓPUMEISTARARNIR KOMUST Í 16-LIÐA ÚRSLIT / C3 MAGNÚS Magnússon keilari úr KR er í 13. sæti af 93 keppendum á heimsmeistaramóti ein- staklinga sem hófst á sunnudaginn í Singapúr. Magnús hefur leikið 12 leiki til þessa og skorað 225 stig að meðaltali. Hann var í 20. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi, en besta skor Magnúsar er 262 stig. Úrslitakeppnin hefst á föstudaginn og þar leika 24 efstu keppendurnir en áður en að því kemur verða leiknir 24 leikir. Þetta er í 40. sinn sem keppnin fer fram en keppt er í keiluhöll þar sem 34 brautir eru til staðar. Ástralinn Jason Belmonte er efstur þessa stundina með 244 að meðaltali. Pólverj- inn Pawel Bielski náði fullkomnum leik er hann fékk 300 stig og er hann sá eini sem hefur náð því á mótinu. Hann er í 15. sæti. Einnig er keppt í kvennaflokki en Ísland er ekki á meðal þeirra sem taka þátt í kvennakeppninni. Magnús í 13. sæti í Singapúr HELENA Ólafsdóttir verður ekki áfram þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Tveggja ára samningur hennar við Knattspyrnusamband Ís- lands rennur út um áramótin en á fundi sem Hel- ena átti með formanni og framkvæmdastjóra KSÍ í gær var henni tjáð að samningurinn yrði ekki endurnýjaður. „Ég var afar ósátt þegar mér bárust tíðindin og þetta var töluvert högg í andlitið. Ég hafði mikinn áhuga á því að halda áfram enda fannst mér ég eiga ólokið því starfi sem ég lagði af stað með. Ég óskaði eftir fundi með forráðamönnum KSÍ þar sem ég vildi fá að vita framtíð mína. Skýringarnar sem ég fékk voru þær að ég hefði ekki lengur virðingu leikmanna og árangur liðs- ins á heimvelli hefði ekki verið nógu góður,“ sagði Helena við Morgunblaðið í gær. Helena kvaðst frekar eiga von á því að hún tæki sér frí frá þjálfun. Tvö félög leituðu til hennar í haust, KR og ÍBV, en hún neitaði báð- um. KR hefur þegar ráðið Írisi Eysteinsdóttur en ÍBV hefur ekki ráðið þjálfara í stað Heimis Hall- grímssonar. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Eyjamenn komi til með að leita til Helenu á nýjan leik og spurð hvort hún væri tilbúin að fara til ÍBV ef til hennar yrði leitað sagði Hel- ena: „Ég á ekki von á því eins og staðan er í dag. Ég bý í Reykjavík og líklegast er að ég taki mér bara frí frá þjálfun.“ Helena tók við þjálfun landsliðsins af Jörundi Áka Sveinssyni fyrir tveimur árum. Liðið lék 14 leiki undir hennar stjórn, vann fimm, gerði eitt jafntefli en tapaði átta. Við náðum einfaldlega ekki aðstoppa danska liðið að þessu sinni. Þeir voru grimmir og nýttu styrkleika sína vel – einfaldlega betri.“ sagði Sigurður Ingi- mundarson við Morgunblaðið í gær en töluverður fjöldi Íslendinga mætti í íþróttahúsið til þess að hvetja Keflvíkinga. Leikurinn var hraður og hittu skyttur Keflvíkinga ágætlega í leikn- um og var Magnús Gunnarsson þar fremstur í flokki með 7 þriggja stiga körfur úr 12 tilraunum. „Við settum niður 10 þriggja stiga körfur úr 20 tilraunum og það er í raun mjög gott en við réðum ekkert við hinn há- vaxna miðherja Bakken Bears. Chris Taersker Christoffersen er 2,18 m á hæð og þeir nýttu sér það í þessum leik. Okkar miðherjar áttu í vandræðum gegn honum og Banda- ríkjamennirnir í okkar liði, Anthony Glover og Nick Bradford voru í villu- vandræðum í leiknum.“ Sigurður hrósaði Magnúsi Gunn- arssyni, Elentínusi Margeirssyni, Jóni Nordal Hafsteinssyni og Anth- ony Glover. „Þeir léku allir mjög vel en aðrir leikmenn liðsins voru nokk- uð langt frá sínu besta. Nick Brad- ford var ólíkur sjálfum sér, var í villuvandræðum og ógnaði ekki mik- ið í sóknarleiknum. Gunnar Einars- son, sem hefur leikið gríðarlega vel í þessari keppni, á við meiðsli að stríða í læri og lék lítið með að þessu sinni. Það munar um minna ef Gunn- ar leikur ekki eins og hann er vanur að gera. En ég verð að hrósa danska liðinu, það lék mun betur að þessu sinni en það gerði gegn okkur á heimavelli okkar í Keflavík. Menn hittu vel og nýttu sér allt vopnabúrið sem þeir hafa yfir að ráða.“ Sigurður var ekki sáttur við dóm- gæsluna í leiknum. „Það er í raun best að segja sem minnst um dóm- arana en þeir voru mjög slakir.“ Lið Keflavíkur hélt til Kaup- mannahafnar í morgun þaðan sem það flaug til Lissabon og þaðan var farið rakleitt til eyjunnar Madeira. „Við verðum komnir til Madeira um miðnætti á morgun (miðviku- dagskvöld). En við kvörtum ekki yfir þessu ferðalagi enda löngu vitað að þetta yrði með þessum hætti og við erum ekkert að væla yfir undirbún- ingnum. Þetta er svona og við verð- um að taka því. En við stefnum að sigri gegn Madeira, en við töpuðum fyrir því í fyrra á útivelli með einu stigi og teljum okkur eiga góða möguleika gegn því.“ Sigurður bjóst við því að Gunnar Einarsson yrði klár í slaginn gegn Madeira þar sem meiðslin væru ekki alvarleg. „Við vitum að hverju við göngum í Mad- eira og það er hugur í strákunum að enda riðlakeppnina með sigri og tryggja áframhaldandi þátttöku okkar,“ sagði Sigurður Ingimundar- son, þjálfari Íslands- og bikarmeist- araliðs Keflavíkur. Leikurinn gegn Madeira verður hreinn úrslitaleikur um annað sætið því í gær vann franska liðið Reims lið Madeira á útivelli. Bakken Bears er með 10 stig, Keflavík 8, Reims með 8 og Madeira 7. Gefin eru 2 stig fyrir sigur og 1 fyrir tap en Keflavík stendur betur að vígi gegn Reims. Keflvíkingar töpuðu í Árósum Scanpix Nick Bradford, leikmaður Keflavíkur, á hér í höggi við Martin Thuesen, leikmann Bakken Bears. KEFLAVÍK náði ekki að leggja danska liðið Bakken Bears í bikar- keppni Evrópu í gær í Árósum og höfðu heimamenn betur, 104:90. Danska liðið hefur lokið keppni í riðlakeppninni og er með 10 stig í efsta sæti en Keflavík er með 8 stig og leikur til úrslita um annað sæti riðilsins gegn portúgalska liðinu Madeira á fimmtudag. Tvö efstu liðin eru örugg áfram úr þessum riðli en liðið í þriðja sæti á einnig möguleika. Reims frá Frakklandi vann Madeira á útivelli í gær, 95:73, og er aðeins einn leikur eftir í riðlinum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson „Einfaldlega betri en við“ Helena hætt með landsliðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.