Morgunblaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 C 3 ÞÝSKA handknattleiksliðið Wallau Massenheim, sem Einar Örn Jóns- son landsliðsmaður leikur með, á yfir höfði sér að verða vikið úr þýsku bikarkeppninni í handknatt- leik, en það er nú komið í átta liða úrslit. Lið Wallau Massenheim hefur orðið uppvíst að broti á reglum. Að- eins má tefla fram tólf leikmönnum í leik í þýsku bikarkeppninni, en það var með fjórtán á leikskýrslu þegar það vann Köndringen-Ten- ingen, 40:27, í 16-liða úrslitum á dögunum. Reglurnar skýrar Köndringen-Teningen var einnig með fjórtán leikmenn á skýrslu í leiknum og getur því ekki tekið sæti Wallau í keppninni komi til þess að því verði vikið úr keppni. Í leikjum í 1. deildinni má hafa 14 leikmenn á skýrslu, þar af verða tveir leikmenn að vera 23 ára eða yngri. „Reglurnar eru skýrar og hafa fyrir löngu verið kynntar forráða- mönnum allra félaga,“ segir Uwe Stemberg hjá þýska handknatt- leikssambandinu í samtali við þýska netmiðilinn sport1.de. í gær. Wallau hefur nú hálfan mánuð til að leita varna í málinu, takist það ekki verður því vikið úr keppni og Nordhorn kemst á auðveldan hátt í undanúrslit. Wallau og Nordhorn drógust saman í 8-liða úrslitum þegar dregið var um síðustu helgi og eiga að mætast þann 16. febrúar. Wallau Massenheim vísað úr bikarkeppninni? ið með og nn þau náð r- á dag im n nd til ali i er í ði r að nn við kic. að ð Liðin tólf sem eru komin áframeru: Juventus, Bayern München, Manchester United, Lyon, PSV, Arsenal, AC Milan, Barcelona, Inter, Werder Bremen, Chelsea og Porto. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum þegar Chelsea sótti Porto heim til Portú- gals. Damien Duff kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik. Ribas Diego jafnaði metin eftir klukkustundarleik og það var síðan S-Afríkubúinn Benni McCarthy sem var hetja Evrópu- meistaranna þegar hann skoraði sig- urmarkið með skalla fimm mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsti tap- leikur Chelsea í Meistaradeildinni í ár og sigurinn var sætur fyrir leik- menn og stuðningsmenn Porto enda gamli þjálfari þeirra, Jose Mourinho, við stjórnvölinn hjá Chelsea. „Þetta var erfitt en okkur tókst það. Lið mitt sýndi mikinn vilja og baráttan hjá leikmönnum var til fyrirmyndar,“ sagði Victor Fernand- ez þjálfari Porto eftir leikinn. Porto verðskuldað áfram „Ósigurinn skerðir aðeins sjálfs- álitið og stoltið en það breytir því ekki að við erum komnir á næsta stig keppninnar sem er það mikilvæg- asta. Porto verðskuldar hins vegar hamingjuóskir. Liðið var næst besta í riðlinum og það hefði komið mér á óvart ef það hefði setið eftir,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Með sigri á CSKA Moskvu hefði Paris SG komist áfram á kostnað Porto en Rússarnir mættu grimmir til leiks og innbyrtu 3:1 sigur. Í stöð- unni 1:1 var einum leikmanni CSKA vikið af velli en einum færri tókst Rússunum að skora tvívegis og tryggja sér þar með þriðja sætið í riðlinum. Sergei Semak var hetja Rússanna en framherjinn knái skor- aði öll mörk sinna manna. Valencia féll á heimavelli Hreinn úrslitaleikur var á Meist- alla í Valencia þar sem Spánarmeist- ararnir tóku á móti Þýskalands- meisturum Werder Bremen. Spánverjarnir urðu að sigra til að fylgja Inter áfram en Þjóðverjarnir voru ekkert á þeim buxunum. Þeir náðu að knýja fram 2:0 sigur með mörkum frá Nelson Valdez á síðustu átta mínútum leiksins. Valdez var skipt inná á 81. mínútu og tveimur mínútum síðar var hann búinn að koma sínum mönnum yfir. „Lið mitt átti skilið að komast áfram og ég er feikilega stoltur af því. Nelson Valdez er frábær leik- maður sem sýndi enn einu sinni snilli sína,“ sagði Thomas Schaaf þjálfari Bremen eftir leikinn. Flugeldasýning á Highbury Englandsmeistarar Arsenal buðu upp á flugeldasýningu á Highbury þar sem þeir tóku norsku meistarana í Rosenborg í kennslustund og sigr- uðu, 5:1, eftir að hafa gert fjögur jafntefli í röð. Jose Antonio Reyes opnaði markareikning Arsenal á 3. mínútu og þar með varð ekki aftur snúið hjá Englandsmeisturunum. Henry, Fabregas, Pires, og Van Persie bættu við fjórum mörkum en Erik Hoftun gerði mark Rosenborg og lagaði stöðuna í 3:1. Arsenal og PSV, sem beið lægri hlut fyrir Pan- athinaikos, 4:1, urðu efst og jöfn í riðlinum með 10 stig en Arsenal vann riðilinn þar sem þeir höfðu bet- ur í innbyrðisviðureignum liðanna. „Þegar Rosenborg minnkaði mun- inn greip um sig smá taugaveiklun en mínir menn brugðust hárrétt við. Þeir sýndu styrk sinn og höfðu full- komna stjórn á leiknum. Við settum okkur markmið fyrir vikuna. Það fyrsta var að sigra, annað að komast áfram og það þriðja er þegar við mætum Chelsea um helgina,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Celtic gerði markalaust jafntefli við AC Milan í Glasgow en það dugði skosku meisturunum ekki til að ná þriðja sætinu sem gefur sæti í UEFA-keppninni. Þar sem Shaktar Donetsk lagði Barcelona á heima- velli sínum, 2:0, komust Úkraínu- mennirnir upp fyrir Celtic í þriðja sætið. Reuters Nelson Valdez skoraði bæði mörk þýska liðsins Werder Bremen í Valencia í gær og tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum. Santiago Canizares, markvörður Valencia, kom engum vörnum við. Porto, Arsenal og Werder Bremen komust í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar McCarthy hetja Evrópumeistaranna EVRÓPUMEISTARAR Porto náðu að tryggja sér sæti í 16-liða úrslit- um Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu með 2:1 sigri á Chelsea í lokaumferð H-riðilsins. Englandsmeistarar Arsenal og Þýskalands- meistarar Werder Bremen komust einnig áfram og þar með hafa tólf lið tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin og í kvöld fæst úr því skorið hvaða fjögur lið til viðbótar komast áfram.  DUSAN Jaic, 25 ára knattspyrnu- maður frá Serbíu-Svartfjallalandi, er genginn til liðs við Þróttara, nýlið- ana í efstu deild, Landsbankadeild- inni, í knattspyrnu. Jaic hefur leikið í Færeyjum undanfarin tvö ár og verið lykilmaður í varnarleik Skála sem kom mjög á óvart í ár og hafnaði í þriðja sæti 1. deildar.  JAIC lék sem miðvörður með liði Skála. Í heimalandi sínu spilaði hann með liði Vozdovac og var samkvæmt upplýsingum frá Þrótti fyrirliði þar tvö síðustu árin sem hann lék þar. Ja- ic hefur einnig leikið með Borac og Hajduk í Bosníu.  ALLA Gorkorian, stórskyttan í Ís- landsmeistaraliði ÍBV í handknatt- leik, var í gær úrskurðuð í eins leiks bann vegna útilokunar í leik ÍBV og Hauka um síðustu helgi. Alla tekur bannið út í leik gegn Víkingi um næstu helgi.  AGANEFND HSÍ vísaði í gær frá kæru Fram vegna máls Ingólfs Ax- elssonar. Leikmaðurinn var dæmdur í fjögurra leikja bann í síðustu viku eftir uppákomu í leik Fram gegn Þór á Akureyri. Framarar kærðu úr- skurðinn en á fundi aganefndarinnar í gær komst hún að sömu niðurstöðu.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæma síðari leik franska liðsins Dunkerque og þýska liðsins Gummersbach í 16-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik næsta laugardag. Þá hafa þeir Stefán og Gunnar verið skipaðir dómarar á leik Belgíu og Bosníu/Herzegóvínu í undankeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Belgíu 12. janúar.  GUÐJÓN L. Sigurðsson og Ólafur Örn Haraldsson dæma leik Ung- verja og Ítala í undankeppni Evrópu- móts landsliða sem fram er í Ung- verjalandi 23. janúar. Þá hafa Anton Pálsson og Hlynur Leifsson verið skipaðir dómarar á leik dönsku lið- anna Horsens og Randers í þriðju umferð EHF-keppninnar sem fram fer í Danmörku fyrstu helgina í jan- úar.  RÓBERT Gunnarsson er sem fyrr langmarkahæstur í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik. Róbert hef- ur skorað 123 mörk í tólf leikjum År- hus GF eða 10 mörk að meðaltali í leik. Í öðru sæti á markalistanum er annar Íslendingur, Hans Lindberg en hann hefur skorað 96 mörk fyrir Team Helsinge.  JASON Kidd lék sinn fyrsta leik með New Jersey Nets á mánudaginn en leikstjórnandinn hefur verið meiddur á hné undanfarna mánuði. Kidd var maðurinn á bak við sigur- körfu liðsins sem Richard Jefferson skoraði 7 sekúndum fyrir leikslok gegn Toronto Raptors. Lokatölur 88:86. Kidd skoraði 10 stig, tók 6 frá- köst og gaf 3 stoðsendingar á 21 mín- útu. FÓLKFORRÁÐAMENN norskaknattspyrnuliðsins Rosenborg völdu óvenjulegan ferðamáta á Highbury í fyrradag er liðið hélt frá hóteli sínu og á æfingu fyrir viðureign sína gegn meistaraliði Arsenal. Norð- mennirnir tóku neðanjarðar- lest. Rune Bratseth, einn for- svarsmanna liðsins, segir í viðtali við Dagbladet að ferða- lagið hafi aðeins tekið um 30 mínútur með neðanjarðarlest og valið hafi því verið einfalt þar sem það hefði tekið rúma klukkustund að fara með rútu frá hótelinu og í gegnum miðbæ Lundúna á álagstíma. „Það þekkti okkur enginn og við vöktum ekki athygli. Við vildum einnig fara með lestinni í leikinn en reglur UEFA bönnuðu okkur að gera það og við vorum rúma klukkustund með rútu á High- bury,“ sagði Bratseth. Bannað að taka lestina á Highbury

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.