Morgunblaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍR, Valur, Haukar og KA verða að öllum líkindum í fjórum efstu sæt- um úrvalsdeildar karla í handknatt- leik, DHL-deildinni, þegar keppni á Íslandsmótinu hefst á ný í febrúar, að lokinni heimsmeistarakeppninni í Túnis. Þar leika átta efstu liðin úr forkeppninni, fjögur úr hvorum riðli, og að þessu sinni taka þau með sér innbyrðis viðureignir sínar og mætast ekki aftur. ÍR, Valur, Víkingur og ÍBV eru komin áfram úr suðurriðlinum. ÍR er með 8 stig úr innbyrðis leikjum þessara liða, Valur 6, Víkingur 4 og ÍBV 2. Valsmenn eiga eftir að mæta bæði ÍBV og ÍR og gætu því náð 10 stigum, og ÍR sömuleiðis með því að vinna Val. Víkingar hafa leikið alla sína leiki við hin þrjú liðin og fá því ekki fleiri stig. Haukar og KA eru komin áfram úr norðurriðlinum en HK, Fram og Þór berjast um hin tvö sætin. HK stendur þar mjög vel að vígi, er þremur stigum á undan Fram og Þór, en á eftir að mæta báðum lið- um. Fram á leik til góða, gegn Haukum í kvöld. Ef HK og Fram fara áfram, eins og meiri líkur eru á, eru Haukar og KA með 7 stig hvort, HK 4 og Fram 2 stig, en Fram á eftir að mæta bæði Haukum og HK. Ef HK og Þór fara áfram eru Haukar og KA með 7 stig, HK 4 og Þór 2 en Þór á eftir að mæta bæði Haukum og HK. Sem sagt, nákvæmlega eins staða. Ef Fram og Þór fara áfram eru Haukar með 7 stig, KA með 5, Fram með 5 og Þór 3 stig en Haukar eiga þá eftir leikina við Fram og Þór og gætu farið áfram með 11 stig, og hæfu þá úrvalsdeildina í efsta sæti. ÍR, Valur, Haukar og KA í efstu sætunum GÍSLI Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður með Gróttu/KR, fær lof- samleg ummæli á heimasíðu liðs síns, Fredericia, sem hann leikur með í dönsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik. Þetta er annað tímabil hans hjá félaginu sem er í tíunda sæti af fjórtán liðum í deildinni. Gísli lék stórt hlutverk í liði sínu á sunnudag þegar það vann Silke- borg/Voel, 28:21. Hann skoraði þrjú mörk og átti stórleik í vörn Fred- ericia þar sem hann „pakkaði sam- an“ einum besta leikmanni deildar- innar, Heinz Kart Petersen, eins og sagt er á heimasíðu félagsins. Þar er ennfremur fjallað sérstak- lega um Gísla í dálki sem heitir „leikmaður vikunnar“. Aðalstyrkur Fredericia er sagður vera sterk liðsheild, án stórstjarna, og þar leiki Gísli stórt hlutverk. Hann sé ótrú- lega öflugur í varnarleiknum, og gefi ekkert eftir á línunni í sóknar- leik liðsins. Nick Rasmussen, þjálfari Frede- ricia, segir að það mættu vera fleiri leikmenn eins og Gísli í handbolt- anum. „Gísli hefur þróast mikið sem handboltamaður síðan hann kom til okkar og hann vinnur markvisst og kerfisbundið að því að bæta sinn leik. Hann hefur ekki skorað eins mikið í vetur og hann gerði í fyrra en hann er okkur geysilega mikil- vægur í sóknarleiknum vegna góðra staðsetninga. Hann hefur um leið geysilega góðan leikskilning og er útsjónarsamur,“ segir Rasmus- sen. Gísli „pakkaði saman“ besta leikmanni Dana ZORAN Lukic hefur verið ráðinn þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte í stað Jukka Ikäläinens, en eins og sagt hefur veri frá var Tryggvi Guðmundsson, sem leikur m liðinu, mjög ósáttur við finnska þjálfarann o sagðist ekki verða áfram hjá liðinu yrði han við stjórnvölinn. „Ég er mjög sáttur við þjálfaraskiptin og sýna að félagið hefur metnað. Lukic hefur n góðum árangri og ég er ánægður með að for ráðamenn félagsins hafa greinilega hlustað okkur leikmennina. Þetta gerðist nú bara í d [í gær] þannig að ég hef ekkert heyrt frá þe úti, en sá í viðtali við nýja þjálfarann að han ætlar að nota næstu daga til að hafa samban við leikmenn. Maður bíður þá bara eftir að hann hringi, nú eða hann geymir þetta þar t við hittumst í janúar,“ sagði Tryggvi í samta við Morgunblaðið í gær. Tryggvi sagðist ekki vita hvort hann væri inni í framtíðaráformum þjálfarans, en „ég það minnsta sáttur við ráðningu hans“, sagð Tryggvi. Lukic segir í samtali við Aftonbladet í gæ hann hafi lesið mikið um félagið og leikmen þess. „Ég mun ræða við alla leikmenn og í framhaldi af því verður ákveðið hvaða leik- menn við viljum halda í og hvaða leikmenn v teljum okkur ekki hafa not fyrir,“ sagði Luk Hann hefur áður þjálfað í úrvalsdeildinni sænsku og gerði meðal annars Djurgården a meisturum 2002 og 2003. Lukic tekur við Örgryte Brasilíski varnarmaðurinn Ro-berto Carlos hjá Real Madrid segir leikinn á Ólympíuleikvangin- um í Róm í kvöld vera mikilvægasta leik Real Madrid á leiktíðinni. Liðið megi ekki fyrir nokkurn mun mis- stíga sig gegn Rómverjum sem hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum keppninnar til þessar. Ekkert nema sigur kemur til greina hjá Real Madrid, ekki er hægt að treysta á jafntefli og að Dynamo Kiev vinni Leverkusen í Þýskalandi. Engir áhorfendur verða á Ólymp- íuleikvanginum að þessu sinni þar sem leikmenn Roma hafa enn ekki bitið úr nálinni með framkomu stuðningsmanna sinna fyrr á leiktíð- inni þegar þeir köstuðu kveikjara í andlit dómara í leik við Dynamo Kiev. „Leikmenn Roma munu leika upp á heiðurinn, þetta er þeirra síðasti möguleiki til að sýna hvers þeir eru megnugir. Leikurinn verður síður en svo auðveldur fyrir okkur, allir sem leika gegn okkur leggja sig al- veg sérstaklega fram og vilja vinna okkur,“ sagði Calos í gær en hann var einn þeirra sem fékk frí um síð- ustu helgi þegar Real Madrid gerði markalaust jafntefli við Villareal í spænsku deildinni. Carlos segir þó engan kvíða vera í herbúðum Madrídarliðsins. Þar á bæ telji menn að þeir séu komnir yf- ir erfiðasta hjallann á leiktíðinni og liðið sé farið að leika betur en það gerði í haust. „Við erum ekki áhyggjufullir, en vitum að þetta verður ekki auðveldur leikur í Róm. Markmið okkar er það sama og áður, að komast í úrslitaleik Meist- aradeildarinnar.“ Ekkert er um alvarleg meiðsli hjá Real Madrid og reiknað með að Spánverjar stilli upp sínu sterkasta liði að þessu sinni. Flestir eru einnig heilir heilsu hjá Roma, aðeins markahrókurinn Antonio Cassano er meiddur. Talsvert er einnig undir í viður- eign Leverkusen og Dynamo Kiev. Tapi annað hvort liðið getur það þýtt að það verði að fara í UEFA-keppn- ina, að því tilskildu að Real Madrid reki af sér slyðruorðið í Róm. „Við ætlum að leika til sigurs á útivelli, ekkert annað kemur til greina,“ seg- ir Badr El-Kaddouri, hinn marokk- óski leikmaður Kænugarðsliðsins. „Ef við töpum, förum við tómhentir frá þessari keppni, við lítum svo á UEFA-keppnina, hún er ekki merki- leg í okkar augum.“ Upp á líf og dauða á Anfield Hjá Liverpool kemur heldur ekk- ert annað en sigur til greina til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum. Liðið er sem stendur í þriðja sæti riðilsins með 7 stig og verður að vinna efsta liðið, Olympiakos a.m.k. 2:0. Komist Liverpool ekki áfram verður litið á það sem slys í her- búðum félagsins. „Við leggjum höfuðáherslu á að komast í 16 liða úrslit,“ segir Steve Finnan, varnar- maður Liverpool. „Við erum komnir svo nálægt næstu umferð keppninn- ar að það væru okkur gríðarleg von- birgði að hafna í öðru sæti og þurfa að fara í UEFA-keppnina, með allri virðingu fyrir henni,“ segir Finnan. Félagi hans, Jamie Carragher, bæt- ir því við að fyrir leiktíðina hafi menn verið sammála um að þeir yrðu að vinna heimaleikina til þess að komast í 16 liða úrslit. „Nú erum við í þeirri stöðu að verða að vinna síðasta heimaleikin og þá verðum við að gera það, hver svo sem andstæð- ingurinn er.“ Mónakó vann umdeildan sigur á Liverpool fyrir hálfum mánuði með ólöglegu sigurmarki. Mónakó mætir Deportivo á Spáni og þarf að vinna til að skjótast upp fyrir Liverpool og Olympiakos, vinni Liverpool á An- field. „Ég er ekkert hrifinn af því að þurfa að leika upp á líf eða dauða við Liverpool á þeirra heimavelli, en við því er ekkert að gera. Ef við ætlum í næstu umferð keppninnar er eins gott að taka þennan slag og búa okk- ur þannig undir leikina í 16 liða úr- slitum sem eru upp á allt og ekkert,“ segir Dusan Bajeic, þjálfari Olym- piakos. Hann lofar mörkum í leikn- um. „Við mætum ekki á Anfield til þess að leika upp á markalaust jafn- tefli, því get ég lofað.“ Olympiakos hefur aldrei unnið leik í Evrópukeppni á Englandi. Milan Baros kemur inn í lið Liver- pool eftir meiðsli og ætti þar með að styrkja verulega sóknarleikinn. Allt undir hjá Real ÞAÐ verður víða spenna í lofti þegar flautað verður til leiks í Meist- aradeild Evrópu í kvöld þar sem línur eru ekki skýrar í A- og B-riðli. Liverpool verður að vinna efsta lið A-riðils, Olympiakos, á Anfield til þess að eiga möguleika á að komast áfram úr A-riðli og síðan standa leikmenn stórliðs Real Madrid ekkert alltof vel í B-riðli þar sem þeir verða einnig að í heimsókn sinni til Rómarborgar þar sem þeir sækja Roma heima. Í C- og D-riðli er ljóst að Juventus, Bayern München, Manchester United og Lyon eru örugg um sæti í 16 liða úrslitum sama á hverju dynur hjá þeim í lokaumferðinni. HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, DHL-deildin, Norður- riðill: Framhús: Fram – Haukar....................19.15 Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarkeppnin, 8-liða úrslit karla: KA-heimilið: KA - ÍBV..........................19.15  Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi, en var frestað. Ekki var flogið frá Eyjum. KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 16 liða úr- slit karla: Ásgarður: Stjarnan – UMFN ..............20.30 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík – UMFG .................19.15 Í KVÖLD KÖRFUKNATTLEIKUR Bakken Bears – Keflavík104:90 Árósar, Danmörku, Evrópubikarinn, vest- urdeild, A-riðill, þriðjudaginn 7. desember 2004. Stig Keflavíkur: Magnús Gunnarsson 27, Anthony Glover 26, Jón Nordal Hafsteins- son 16, Nick Bradford 9, Elentínus Mar- geirsson 7, Gunnar Einarsson 3, Sverrir Sverrisson 2. CAB Madeira – Reims ...........................73:95 Staðan: Bakken 6 4 2 474:477 10 Keflavík 5 3 2 486:454 8 Reims 6 2 4 503:495 8 Madeira 5 2 3 404:435 7 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: New Jersey – Toronto ........................... 88:86 Atlanta – Philadelphia ........................... 96:92 Chicago – San Antonio........................... 75:91 Dallas – Detroit .................................... 85:101 Denver – Orlando............................... 115:102 Utah – Miami ........................................ 80:100 LA Clippers – Charlotte........................ 99:93 Golden State – Boston ....................... 110:106 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Arsenal – Rosenborg .................................5:1 Reyes 3. Thierry Henry 24., Fabregas 29. Robert Pires (vsp.) 41., Robin Van Persie 84. - Erik Hoftun 39. - 35.421 Panathinaikos – PSV Eindhoven.............4:1 Dimitrios Papadopoulos 30., Markus Münch (vsp.) 45., 57., Lucian Sanmartean 81. - DaMarcus Beasley 37. - 10.196. Lokastaðan: Arsenal 6 2 4 0 11:6 10 PSV 6 3 1 2 6:7 10 Panathinaikos 6 2 3 1 11:8 9 Rosenborg 6 0 2 4 6:13 2  Arsenal og PSV í 16-liða úrslit, Panathin- aikos í UEFA-bikarinn. F-RIÐILL: Celtic – AC Milan........................................0:0 - 59.228 Shakhtar Donetsk – Barcelona................2:0 Julius Aghahowa 14., 22. - 25.000. Lokastaðan: AC Milan 6 4 1 1 10:3 13 Barcelona 6 3 1 2 9:6 10 Shakhtar 6 2 0 4 5:9 6 Celtic 6 1 2 3 4:10 5  AC Milan og Barcelona í 16-liða úrslit, Shakhtar í UEFA-bikarinn. G-RIÐILL: Inter Mílanó – Anderlecht ........................3:0 Julio Cruz 32., Obafemi Martins 60., 63. - 30.000. Valencia – Werder Bremen ......................0:2 Nelson Haedo Valdez 83., 90. - 40.000. Lokastaðan: Inter 6 4 2 0 14:3 14 Bremen 6 4 1 1 12:6 13 Valencia 6 2 1 3 6:10 7 Anderlecht 6 0 0 6 4:17 0  Inter Mílanó og Werder Bremen í 16-liða úrslit, Valencia í UEFA-bikarinn. H-RIÐILL: Porto – Chelsea ..........................................2:1 Ribas Diego 60., Benni McCarthy 85. - Damien Duff 33. - 42.409. París SG – CSKA Moskva .........................1:3 Fabrice Pancrate 37. - Sergei Semak 29., 64., 70. - 40.000. Rautt spjald: Bernard Mendy, París 90., Deividas Semberas, CSKA 54. Lokastaðan: Chelsea 6 4 1 1 10:3 13 Porto 6 2 2 2 4:6 8 CSKA 6 2 1 3 5:5 7 París SG 6 1 2 3 3:8 5  Chelsea og Porto í 16-liða úrslit, CSKA í UEFA-bikarinn. England 1. deild: Wolves – Millwall ........................................1:2 Staðan: Wigan 22 12 8 2 41:15 44 Ipswich 22 12 7 3 42:25 43 Sunderland 22 12 4 6 29:17 40 Reading 22 11 5 6 30:22 38 West Ham 22 11 4 7 28:24 37 QPR 22 11 3 8 32:31 36 Sheff. Utd 22 9 8 5 28:28 35 Millwall 22 9 5 8 22:21 32 Leicester 22 7 10 5 26:20 31 Stoke City 22 8 7 7 16:17 31 Derby 22 8 6 8 31:30 30 Burnley 22 7 9 6 18:19 30 Plymouth 22 8 5 9 28:28 29 Crewe 22 8 5 9 39:42 29 Preston 22 8 5 9 28:33 29 Watford 22 6 10 6 28:24 28 Wolves 22 7 6 9 31:31 27 Coventry 22 6 8 8 28:35 26 Leeds 22 6 7 9 24:23 25 Brighton 22 7 4 11 17:29 25 Cardiff 22 5 7 10 24:29 22 Nottingham F. 22 4 8 10 22:31 20 Gillingham 22 5 3 14 19:40 18 Rotherham 22 1 8 13 13:30 11 2. deild: Blackpool - Torquay ...................................4:0  Ólafur Gottskálksson var varamaður í liði Torquay. Bournemouth - Bradford ...........................2:0 Brentford - Luton .......................................2:0 Colchester - Barnsley.................................0:2 Doncaster - Bristol C..................................1:1 Milton Keynes Dons - Peterborough........1:1 Oldham - Chesterfield ................................4:1 Port Vale - Tranmere .................................3:1 Walsall - Hartlepool....................................2:1 Wrexham - Stockport .................................2:1 Staðan: Luton 20 13 3 4 39:21 42 Tranmere 20 11 5 4 30:23 38 Hull 19 11 2 6 31:25 35 Bournem. 20 10 4 6 35:24 34 Bradford 20 10 2 8 30:30 32 Bristol City 20 8 7 5 38:28 31 Brentford 20 9 4 7 24:26 31 Sheff. Wed. 19 8 6 5 31:24 30 Chesterfield 20 8 6 6 25:21 30 Hartlepool 20 9 2 9 30:34 29 Swindon 19 8 4 7 32:28 28 Doncaster 20 7 7 6 26:29 28 Walsall 20 7 6 7 29:32 27 Wrexham 19 7 6 6 22:27 27 Huddersfield 19 7 5 7 29:25 26 Colchester 20 7 5 8 28:24 26 Port Vale 20 8 2 10 24:31 26 Oldham 20 7 4 9 30:30 25 Barnsley 20 6 6 8 26:26 24 Peterborough 20 5 6 9 24:21 21 Torquay 20 5 6 9 24:35 21 Blackpool 19 4 6 9 23:26 18 MK Dons 20 3 6 11 22:38 15 Stockport 20 2 4 14 17:41 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.