Morgunblaðið - 15.12.2004, Side 3

Morgunblaðið - 15.12.2004, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 C 3 CHRIS Coleman, hinn ungi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham, spáir því að Chelsea verði enskur meistari en Fulham gerði 1:1-jafntefli gegn Manchester United í fyrrakvöld í London. Man. Utd. er nú 9 stigum á eftir Chelsea sem er í efsta sæti deildarinnar og Coleman telur að grannalið- ið sé sterkasta lið deildarinnar en Fulham tapaði 4:1 gegn Chelsea í nóvember. Stór leikmannahópur „Ég held að Chelsea hampi Englandsmeistaratitl- inum þegar upp verður staðið. Miða ég við það sem ég hef séð til liðsins fram til þessa í vetur. Liðið notar sömu leikaðferð og Manchester United en ég hef það á tilfinningunni að Chelsea nái alla leið að þessu sinni. Liðið hefur yfir að ráða stórum leikmannahóp og hafa notað marga leikmenn í leikjum liðsins. Manchest- er United og Arsenal verða vissulega í baráttunni um titilinn áfram en ég held að Chelsea hafi betur í þeirri baráttu,“ sagði Coleman. Coleman spáir Chelsea titlinum ÁGÚST Sigurður Björgvinsson hefur verið ráðinn sem landsliðsþjálfari 18 ára landsliðskvenna í körfuknatt- leik. Meðal verkefna hjá liðinu næsta sumar er Norður- landamót og Evrópukeppni. Liðið hefur undirbúning fyrir sumarið nú um jólin og hefur Ágúst valið æfingahóp en þar eru 10 leikmenn úr liði Hauka og 7 leikmenn frá Keflavík. Hópurinn er þannig skipaður: Bára Hálfdánardóttir, Guðrún Ámundadóttir, Helena Sverrisdóttir, Ingibjörg Skúla- dóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Theodórs- dóttir, Sara Ólafsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Sonja Margrét Ólafsdóttir, Svanhvít Skjaldardóttir, allar úr Haukum. Anna María Ævarsdóttir, Bára Bragadóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Hrönn Þorgrímsdóttir, Linda Stef- anía Ásgeirsdóttir, María Ben Erlingsdóttir og Pála Júlíusdóttir, allar úr Keflavík. Hrund Jóhannsdóttir og Helga Einarsdóttir frá Tindastól. Ingibjörg Vilbergsdóttir og Helga Hafsteins- dóttir úr Njarðvík. Ágúst tekur við 18 ára landsliðinu UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur sektað Real Madrid og Lazio vegna kyn- þáttafordóma áhangenda lið- anna á leikjum í Evrópu- keppninni auk þess sem Lazio verður að leika næsta heima- leik sinn í Evrópukeppni fyrir luktum dyrum. Bæði hafa fé- lögin áfrýjað dómi UEFA. Real Madrid er samkvæmt dómnum gert að greiða 9.780 evrur, jafnvirði um 800.000 króna vegna kynþáttafordóma sem stuðningsmenn liðsins sýndu blökkumanni úr liði Bayer Leverkusen í leik á Bernabeu 23. nóvember. Einn- ig stóðu nokkrir áhorfendur upp í sætum sínum og heilsuðu að hætti nasista. Auk kynþáttafordóma voru stuðningsmenn Lazio uppvísir að því að kasta alls kyns hlut- um inn á leikvöllinn, slagsmál og margt fleira misfagurt. Þetta er í þriðja sinn sem Laz- io er dæmt til að leika fyrir luktum dyrum vegna skríls- láta stuðningsmanna liðsins á Evrópuleikjum. Lazio og Real sektuð Keflvíkingar byrjuðu leikinn afmiklum krafti og skoruðu ell- efu fyrstu stig leiksins. Þeir spiluðu góða vörn og voru heimamenn í mikl- um vandræðum framan af og kom það meðal annars fram í lélegum skotum heimamanna, bæði úr lélegum færum og eins gekk þeim illa að hitta þó svo þeir kæmu sér í almennilegt skotfæri. Þeir gerðu sín fyrstu stig eftir sex mínútna leik og fannst stuðnings- mönnum heimaliðsins nóg um. Njarðvíkingar bitu þó frá sér og skoruðu átta stig í röð og minnkuðu muninn í 8:11. Mikill hraði einkenndi leik beggja liða, en eins og oft vill verða þegar hraðinn er mikill þá gera leikmenn meira af mistökum en ella og sú var raunin í gær. Undir lok hálfleiksins spiluðu Keflvíkingar pressuvörn og hægði það mjög á leik heimamanna en staðan eftir fyrri hálfleik var 34:40, Keflvíkingum í vil. Í seinni hálfleik byrjuðu heima- menn í Njarðvík vel og komust í fyrsta skiptið yfir í leiknum, 44:43. Mikill hraði var hjá báðum liðum á þessum kafla í seinni hálfleik. En í þriðja leikhluta náðu Keflvíkingar tólf stiga forystu með mjög yfirveg- uðum leik, 53:65. Njarðvíkingar komu til baka og skoruðu fimmtán stig í röð og voru aftur komnir með forystu, 68:65. Lokamínúturnar voru æsispenn- andi. Staðan var 73:73 eftir að liðin höfðu skipst á um að hafa nokkurra stiga forystu. Keflvíkingar skoruðu en næsta sókn Njarðvíkinga fór gjörsamlega út um þúfur og endaði með skoti langt utan af velli þegar tíminn á skotklukkunni var að renna út. Keflvíkingar náðu frákastinu, brotið var á Gunnari Einarssyni sem skoraði úr tveimur vítaskotum þeg- ar rétt rúmar 14 sekúndur voru eft- ir. Hann skoraði síðan úr öðru skoti sínu skömmu síðar og þar með var sigurinn í höfn hjá Keflvíkingum. „Við spiluðum ekki vel, gerðum allt of mikið af mistökum megnið af þessum leik en það virtist nægja gegn Njarðvík í kvöld,“ sagði Gunn- ar Einarsson, fyrirliði Keflavíkur, í leikslok. „Við lékum ekki vel og 73 stig á heimavelli er alls ekki nógu gott. Ég er ekki að hrósa vörn Keflvíkinga heldur var það aumingjaskapur okk- ar að gera ekki betur. Við spiluðum hreinlega mjög illa en vorum engu að síður alltaf inní leiknum og hefð- um auðveldlega getað unnið hann með smásamhæfni í restina,“ sagði Einar Jóhannsson, þjálfari Njarð- víkur. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson reynir hér að stöðva skot frá Anthony Glover, leikmanni Keflavíkur. Keflvíkingar unnu í Njarðvík NJARÐVÍK tók á móti Keflavík í fyrsta leik tíundu umferðar Inter- sportdeildarinnar í körfuknattleik í Njarðvík í gærkvöld. Keflavík sigraði með fimm stiga mun, 73:78, eftir æsispennandi og sveiflu- kenndan leik. Njarðvíkingar halda efsta sætinu með 16 stig en nú eru þrjú lið þar á eftir með 14 stig, Snæfell, Fjölnir og Keflavík. Davíð Páll Viðarsson skrifar Bandaríska lyfjaeftirlitið(USADA) ákvað að höfða mál gegn Collins í sumar eftir að það komst á snoðir um að hún hefði keypt þessi efni hjá hinu umdeilda lyfjafyr- irtæki Balco, en einn forsvarsmaður þess hefur haldið því fram að hann hafi selt Marion Jones ólögleg lyf í undanfara Ólympíuleikanna í Sydney fyrir fjórum árum. Bannið sem Collins var dæmd í er það lengsta sem frjálsíþróttamaður hefur verið dæmdur í til þessa auk þess sem hún er fyrsti frjálsíþrótta- maðurinn sem er dæmdur án þess að hafa áður fallið á lyfjaprófi. Collins, sem er 33 ára, hélt fram sakleysi sínu og sagði ásakanirnar rangar en næg gögn þóttu fyrir hendi til að sakfella hana. Collins er þrett- ándi íþróttamaðurinn sem er dæmd- ur í keppnisbann í Bandaríkjunum eftir að upp komst um ólöglega sölu Balco fyrir nokkrum misserum. Fyr- irtækið á auk þess yfir höfði sér ákæru fyrir peningaþvætti til að leyna greiðslum frá íþróttamönnum í bókhaldi sínu. USADA hefur einnig ákært Tim Montgomery, heimsmethafa í 100 m hlaupi og sambýlismann Jones. Málarekstur hefst gegn honum í júní. Aldrei fallið en átta ára bann BANDARÍSKI spretthlauparinn Michelle Collins hefur verið dæmd í átta ára keppnisbann fyrir notkun ólöglegra lyfja án þess að hafa nokkru sinni fallið á lyfjaprófi. Collins, sem er fyrrverandi heims- meistari í 200 m hlaupi innanhúss, var fundin sek um að hafa notað blóðrauðasteralyfið EPO og einnig hið nýja steralyf, THG. FÓLK  GRAEME Souness, knattspyrnu- stjóri Newcastle, sem lenti í útistöð- um við dómarann Howard Webb í deildaleik gegn Fulham 7. nóvem- ber – var rekinn frá hliðarlínunni er Newcastle tapaði, 1:4 – hefur verið settur í leikbann. Souness var sekt- aður um rúmlega milljón ísl. kr. og fær ekki að stjórna liði sínu í leik gegn WBA 3. janúar.  KYLFINGURINN Tiger Woods hefur staðfest að hann muni leika á golfmóti sem fram fer í Kína á næsta ári og þar er markmiðið að safna saman bestu kylfingum heims, frá Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu, Afríku og Ástralíu. Talið er að verð- launaféð á mótinu verði með því hæsta sem gerist í keppni atvinnu- manna og bandarískir fjölmiðlar telja að heildarverðlaunaféð verði á bilinu 250–320 millj. kr.  WOODS lék á golfmóti sem fram fór í Kína í nóvember árið 2001 þar sem hann tók þátt í æfingabúðum barna og unglinga, auk þess sem hann lék með áhugamönnum 18 hol- ur. Þar borguðu kylfingar allt að 1 millj. kr. fyrir að taka þátt í því. Mótið verður líklega haldið 10.–13. nóvember á næsta ári og er mark- miðið að mótið verði hluti af Evr- ópumótaröðinni, japönsku mótaröð- inni og Asíu-mótaröðinni.  JÓHANNES Harðarson, fyrrver- andi leikmaður með ÍA, sem leikur með Start, nýliðum í norsku úrvals- deildinni í knattspyrnu, gæti fengið liðsfélaga frá Danmörku sem hefur verið í sviðsljósinu vegna agavanda- mála í heimalandi sínu. Tom Nord- lie, þjálfari Start, segir að vel komi til greina að gera Stig Töfting tilboð en honum var á dögunum sagt upp störfum hjá AGF eftir að hann lenti í slagsmálum í jólaveislu félagsins.  ÁSDÍS Hjálmsdóttir, frjáls- íþróttastúlkan efnilega, hefur verið krýnd íþróttamaður ársins hjá Glímufélaginu Ármanni 2004. Ásdís er Norðurlandameistari í spjótkasti í aldursflokknum 19 ára og yngri – auk þess er hún Íslandsmeistari inn- an- og utanhúss í kúluvarpi, kringlu og spjótkasti í aldursflokknum 19– 22 ára. Ásdís setti alls átta Íslands- met á árinu í kúluvarpi og spjótkasti í aldursflokknum 19–20 ára og 21–22 ára.  SILVIO Baldini var á mánudag- inn sagt upp starfi þjálfara hjá Parma. Liðinu hefur vegnað illa á keppnistímabilinu og er nú um stundir í þriðja neðsta sæti ítölsku A-deildarinnar.  STEFFEN Iversen, samherji Árna Gauts Arasonar hjá norska liðinu Vålerenga, er á leið til liðs á Ítalíu. Umboðsmaður leikmannsins segir að Lazio og Fiorentina hafi bæði gert hosur sínar grænar fyrir Iversen og komi hann til með að ganga í raðir hvort annars liðsins. ála gs- n- rst- a í nga tu m- n- - r“ ÍÞRÓTTIR p- til u- A, - Meidd heim frá Ítalíu SALÓME Tómasdóttir, skíðakona frá Akureyri, meiddist á æfingu á Ítalíu um helgina og kom til Íslands í gær, viku fyrr en hún ætlaði sér. Hún er með vinstri fótinn í gifsi en að sögn Tómasar Leifs- sonar, fyrrum skíðakappa og föður Salóme, er hún ekki brotin. „Læknar höfðu áhyggjur af vaxtarlínunni og því var hún sett í gifs. Hún vonast til að komast á skíði strax á nýju ári,“ sagði Tómas, sem raunar er einnig með vinstri fótinn í gifsi, slasaði sig í badminton.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.