Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 C 3 INGEMAR Linnéll, landsliðsþjálfari Svía í hand- knattleik, hefur valið landsliðið sem leikur á heims- meistaramótinu í Túnis í lok janúar, en þetta verður fyrsta stórmótið sem hann stýrir liðinu á. Linnéll tók við af Bengt Johansson í vor. Íslenska landsliðið leikur tvo leiki við það sænska í byrjun janúar og marka leikirnir upphaf beggja landsliða á undirbún- ingi þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum, mark- verðir eru þeir Tomas Svensson, Hamburg, og Fred- rik Ohlander, GWD Minden. Útileikmenn eru Martin Boquist, Kiel, Pelle Linders, Kolding, Sebastian Sei- fert, Kolding, Robert Arrhenius, Nordhorn, Mathias Franzén, Nordhorn, Ljubomir Vranjes, Nordhorn, Kim Andersson, Sävehof, Jonas Larholm, Sävehof, Jonas Källman, Ciudad Real, Johan Pettersson, Kiel, Stefan Lövgren, Kiel, Marcus Ahlm, Kiel, Fredrik Lindahl, Redbergslid og Kristian Svensson, IFK Skövde. Sænski HM- hópurinn tilbúinn BOBAN Savic, knattspyrnumarkvörður frá Serbíu/ Svartfjallalandi, er væntanlegur til Grindavíkur um miðjan janúar. Savic er 25 ára gamall, uppalinn hjá Rauðu stjörnunni en lék síðan með FK Belgrad og Radnik Pozarevac í næstefstu deild í Júgóslavíu, Obi- lic í efstu deild og síðan Dinamo Pancevo í næstefstu deild. Þaðan fór hann til Rapid Búkarest í Rúmeníu og var þar varamarkvörður í rúmt ár en lék síðan í sex mánuði á þessu ári í Íran. Hann kom þaðan í ágúst og hefur að undanförnu æft undir handleiðslu Rajko Stanicic sem var markvarðaþjálfari hjá Keflavík í ár. „Hann verður til reynslu hjá okkur til að byrja með en við fáum hann með það fyrir augum að hann leiki með okkur í deildabikarnum og síðan áfram ef hann reynist vel,“ sagði Jónas Þórhallsson, formaður knatt- spyrnudeildar Grindavíkur, við Morgunblaðið í gær. Jónas sagði ennfremur að Grindvíkingar ætluðu að fá þrjá leikmenn til viðbótar og líklegast væri að þeir kæmu einnig að utan. Serbi í markið hjá Grindvíkingum Bjarni sagði við Morgunblaðið ígær að hlutirnir hefðu gengið hratt fyrir sig síðdegis á fimmtudag eftir að hann var laus undan samningnum. Aðdragandinn að málinu væri þó tals- verður. „Williamsson reyndi að fá mig til Hibernian þegar hann var knattspyrnustjóri þar og ég lék með Stoke. Þegar hann vissi að ég væri ekki í liðinu hjá Coventry hafði hann samband við landa sinn, Eric Black, sem fékk mig til Coventry í fyrra og er nú aðstoðarþjálfari hjá Birmingham, til að leita eftir upplýs- ingum um mig. Hann sýndi í fram- haldi af því mikinn áhuga á að fá mig og það er gott að koma til félags þar sem knattspyrnustjórinn hefur trú á manni,“ sagði Bjarni, sem fór til Plymouth seint í fyrrakvöld, mætti á fyrstu æfingu sína í gær og er í leik- mannahópnum fyrir leik gegn Derby County á heimavelli í dag. Plymouth er nýliði í 1. deild og er í 15. sætinu, með sömu stigatölu og Watford og Preston. Félagið er frá samnefndri borg á suðurströnd Eng- lands og liggur sunnar en nokkurt annað lið í Englandi. Það hefur af og til leikið í næstefstu deild en vann 3. deildina 2002 og 2. deildina í fyrra. Sextíu þúsund vilja sjá Plymouth og Everton „Þetta er lítið félag en samt með góða aðstöðu. Heimavöllurinn, Home Park, tekur 21 þúsund manns eins og er en það er unnið að uppbyggingu á síðasta fjórðungi stúkunnar og þegar því er lokið, tekur hann 33 þúsund manns. Plymouth leikur gegn Ever- ton í bikarnum í byrjun janúar og það hafa 60 þúsund manns óskað eftir miða á þann leik. Áhuginn er gífurleg- ur, bæði í borginni og í nágranna- byggðunum, en það er langt héðan í næstu alvörulið og því er stuðning- urinn mikill ef vel gengur hjá liðinu. Forráðamenn Plymouth segja að þeirra markmið sé að festa liðið í sessi í 1. deildinni á næstu árum og þrýsta síðan á um að koma því í úrvalsdeild- ina í framhaldi af því. Mér líst mjög vel á mig hjá félaginu og það yrði gaman að fá að spreyta sig strax á morgun gegn Derby, sem er skemmtilegt lið og spilar góðan fót- bolta,“ sagði Bjarni. Reid vildi ekki nota mig Hann hefur ekkert fengið að spila með Coventry í tæpa tvo mánuði, og ekki verið í leikmannahópnum í und- anförnum leikjum. „Það var orðið greinilegt að Peter Reid vildi ekki nota mig, sama hvernig ég stæði mig, og því ekkert annað fyrir mig að gera en að reyna að losna frá félaginu. Ég er mjög sáttur við að það skyldi tak- ast og bíð spenntur eftir því að byrja að spila með Plymouth,“ sagði Bjarni, sem var í byrjunarliðinu í þremur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu en kom sjö sinnum inn á sem varamaður eftir það. Síðasti leikur hans var gegn Middlesbrough í deildabikarnum í lok október. Coventry er í 19. sæti, fjór- um sætum neðar en Plymouth, og hefur árangur liðsins valdið miklum vonbrigðum því það hafði sett stefn- una á úrvalsdeildarsæti eftir að Reid kom til félagsins í maí. Plymouth er sjötta félagið sem Bjarni leikur með frá því hann yfirgaf Skagamenn 18 ára árið 1997. Hann var hjá Newcastle í tvö ár, síðan Genk í Belgíu, Stoke í Englandi, Bochum í Þýskalandi, þá Coventry og nú Plymouth. Bjarni hefur leikið 191 deildaleik erlendis, þar af 132 fyrir Stoke City þar sem hann lék í rúm- lega þrjú ár. Bjarni með rétt hugarfar Bobby Williamsson sagði á vef Plymouth í gær að Bjarni hefði þegar sýnt félaginu mikla hollustu þó hann hefði enn ekki klæðst búningi þess. „Hann var tilbúinn til að koma til okk- ar á þessum tíma, rétt fyrir jólin, en hann hefði hæglega getað tekið því rólega yfir hátíðirnar og komið eftir það. Hann sýnir af sér rétt hugarfar, vill fyrst og fremst spila fótbolta, og ég er himinlifandi yfir því að hafa fengið hann í okkar raðir. Bjarni get- ur bæði leikið á miðjunni og á kant- inum og það er kostur þegar hópurinn er lítill að fá leikmann sem er fjölhæf- ur,“ sagði Bobby Williamsson. Bjarni fékk í gær úthlutað treyju númer 10 hjá Plymouth. Bjarni Guðjónsson til Plymouth og leikur í treyju nr. 10 Gekk hratt en að- dragandinn langur BJARNI Guðjónsson gekk í gær til liðs við enska knattspyrnufélagið Plymouth Argyle, sem leikur í 1. deild, og samdi við það til 18 mán- aða, eða til vorsins 2006. Hann fékk sig lausan undan samningi sín- um við Coventry seint á fimmtudag, en áður hafði Peter Reid, knatt- spyrnustjóri, hafnað beiðni frá Bobby Williamsson, knattspyrnu- stjóra Plymouth, um að fá Bjarna að láni. Bjarni Guðjónsson er í leik- mannahópi Plymouth sem mætir Derby County í dag. Eftir Víði Sigurðsson Ljósmynd/Jason Green dug- vörn i að og ir á rnir tinu afna með ðari tafl- ekki ið á agði það röð. o að otið stal ann R og ókn koti enn mm- ingum í vetur og nú vantaði okkur Hjalta Pálmason í kvöld en það koma alltaf nýir menn, sem þýðir að við höfum mikla breidd og því var þetta sigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðmundur Árni Sigfússon, aðstoð- arþjálfari Vals, en hann tók vaktina fyrir Óskar Bjarna Óskarsson þjálf- ara sem tók út leikbann. Þrátt fyrir að sveiflur í leiknum var Guðmund- ur Árni hvergi smeykur. „Við vorum farnir að stytta sóknir okkar og skotin ekki nógu góð en um leið og við löguðum það vorum við komnir fram úr þeim aftur. Ég var eiginlega aldrei hræddur um að vinna ekki leikinn, var alltaf viss um að við hefðum hann í höndum okkar.“ Vil- hjálmur byrjaði vel en fékk síðan lít- ið svigrúm og Friðrik Brendan Þor- valdsson sýndi einnig tilþrif í byrjun. Heimir Örn Árnason skilaði sínu en Sigurður Eggertsson og Kristján Karlsson voru einnig drjúgir. Sjúkralisti Vals er orðinn æði langur en þar kemur maður í manns stað, stundum jafnvel dreng- ir í manns stað en þeir virðast reiðu- búnir og fá góða reynslu. „Það er ekki víst hvernig liðið verður sam- sett í úrvalsdeildinni, til dæmis eru Ægir okkar stóri og Bjarki Sigurðs- son með slitin krossbönd. Það kem- ur í ljós með meiðslin en við vonum það besta,“ bætti Guðmundur Árni við. Breiðhyltingar voru heldur niður- lútir eftir leikinn enda haldið efsta sæti riðilsins lengst af. Dómar féllu ekki þeirra megin í lokin en Ólafur Gíslason markvörður var ánægður með baráttuna. „Þetta var skelfi- legt. Við sýndum góða vörn en bara á köflum þegar við þurftum þess og þegar við vorum fimm mörkum und- ir og fimm mínútur ætluðum við að gefa í. Það virðist alltaf þurfa að slá okkur utan undir til að við hefjumst handa, það hefur loðað við okkur í vetur og ótrúlegt að þess þurfi í svona leik en okkur hefur ekki tekist að finna bót á því. Við ætluðum sannarlega að vinna þennan leik því við töpuðum fyrri leiknum enda ætl- uðum við okkur að vera efstir í riðl- inum,“ sagði Ólafur eftir leikinn, en hann hefur átti betri daga. Ingi- mundur Ingimundarson var sterkur en var vel gætt svo að Hannes Jón Jónsson og Fannar Þorbjörnsson létu meira til sín taka. Ragnar Helgason sýndi tilþrif í byrjun. Morgunblaðið/Kristinn n, Valsmaður, sækir að marki ÍR en Ragnar Helgason er til varnar. nur lokaði smarkinu svona spennandi leiki og ef maður er lengur eftir skotinu og er þá alveg klár ég hvernig ÍR-ingar ætluðu að skjóta,“ markvörður Vals, sem sá til þess með stu mínútu að ÍR tapaði 29:28 þegar gærkvöldi í suðurriðli Íslandsmótsins í puðu bæði þremur leikjum í riðlinum en ðureignir liðanna og er því í efsta sæti. g í úrvalsdeildina. ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.