24 stundir - 22.11.2007, Blaðsíða 36

24 stundir - 22.11.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 24stundir MENNINGTÓNLIST menning@24stundir.is Eftir Höllu Steinunni Stefánsdóttur Í ár er 100 ára ártíð Edvards Griegs en þó að langt sé liðið frá andláti hans er Grieg enn einn mikilvægasti sendiherra Norðmanna enda má segja að þessi lágvaxni maður með skeggið hafi náð að endurspegla hina norsku þjóðarsál í tónum. Sjálfur komst hann svo að orði að tónlist sín bragðaðist eflaust af þorski enda ólst hann upp í Bergen, hafnarborg sem á sögu sína að rekja aftur til tíma Hansakaupmanna. Borgin var miðstöð menningar og ól af sér framámenn í menningarlífi Norðurlandanna á borð við leik- skáldið Ludvig Holberg, málarann J.C.Dahl, ljóðskáldið J.S.Welhaven og hinn fræga fiðluleikara Ole Bull sem hafði mikil áhrif á líf og list- sköpun Griegs. Þorskilmur í tónsmíðum Ef Grieg hefði fæðst nokkrum áratugum áður er óvíst að tónlist hans hefði ýtt undir hugsanir um fjöll og firði Noregs eða vakið hjá manni forvitni um þjóðlagatónlist landsins, hvað þá að þorskilmurinn hefði skilað sér inn í tónsmíðarnar. Það má segja að tónsköpun hans sé til vitnis um eflda þjóðarvitund Norðmanna á 19. öld en þeir öðl- uðust fullveldi árið 1814 og fullt sjálfstæði árið 1905. Þar sem sjálfs- vitund hverrar þjóðar er tengd menningu og tungu átti sér stað mikil menningarvakning í Noregi á 19. öld en einnig var lagður horn- steinn að tungumálakerfi Norð- manna í dag. Þegar Grieg fæddist árið 1843 var hins vegar enn töluð danska hjá hinni borgaralegu millistétt og Kaupmannahöfn var menningar- miðstöð Noregs. Faðir Griegs, Alex- ander Grieg, var af skoskum ættum, kaupmaður og konsúll Bretlands í Bergen. Móðir hans, Gesine Judith, var söngkona og píanóleikari og á heimilinu voru reglulega haldnir stofutónleikar þar sem Gesine lék verk tónskálda á borð við Mozart, Beethoven, Weber og Chopin. Þegar Grieg var 6 ára hóf mamma hans að kenna honum á píanóið. Honum var hins vegar far- ið líkt og mörgum börnum enn þann dag í dag því honum þótti skemmtilegra að leika af fingrum fram heldur en að æfa tónstiga og æfingar. Elsta tónsmíð sem varð- veist hefur eftir Grieg er frá árinu 1858, þegar hann var 15 ára. Hann hafði þá vafalaust stundað tónsmíð- ar í nokkurn tíma. Til er saga af því þegar hann mætti í skólann sem barn, glaður og reifur með verk titl- að því hátíðlega nafni Tilbrigði yfir þýskt lag op.1 en fékk því miður að launum háð kennarans. Sendur til Leipzig Grieg ólst ekki upp við norskan tónheim, heldur hinn klassíska tón- listararf Mið-Evrópu. Það var ekki fyrr en sumarið 1864, þegar hann var 21 árs sem breyting varð þar á en það sumar sótti hann heim fiðlusnillinginn Ole Bull. Auk þess að spila saman rómantísk fiðluverk kynnti Bull Grieg fyrir norskri þjóðlagatónlist. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem Bull hafði áhrif á líf hans. Þegar Grieg var 14 ára reið Bull í hlað hjá Grieg-fjölskyldunni á arabískum gæðingi. Bull var þá þegar goðsögn í lifanda lífi, nokkurs konar Pag- anini Norðurlandanna og ímynd hins nýja sjálfstæða Noregs. Hafði hann m.a. gert tilraun til að koma á laggirnar leikhúsi þar sem flutt væru norsk leikrit í stað danskra líkt og tíðkaðist á þessum tíma. Réð Bull í því samhengi nær óþekktan leikritahöfund, Henrik Ibsen, til hússins. Grieg var því uppnuminn yfir að hitta Bull og lýsti þeirra fyrstu fundum svo að honum hefði fundist straumur fara um handlegg sinn er þeir tókust í hendur. Bull hlustaði á drenginn leika og taldi foreldra hans á að senda hann til Leipzig til frekara náms. Vart hefur foreldra hans grunað þegar þau sendu hann iðandi í skinninu af spenningi til Þýskalands að þar færi einstaklingur sem um aldamótin 1900 yrði eitt vinsælasta og mest leikna tónskáld álfunnar. Örlögin tóku í taumana Í Leipzig lagði Grieg stund á pí- anóleik og tónsmíðar en talaði ávallt síðar á ævinni illa um náms- dvöl sína þar. Eflaust hefur hið stífa andrúmsloft skólans í Leipzig haft sitt að segja. Grieg hélt því fram að ekki hefði verið litið hýru auga á til- raunir hans með óhefðbundin skrif. Í Leipzig hlaut hann þó góða und- irstöðu í tónsmíðum þó aldrei ætti fyrir honum að liggja að verða sin- fónískt tónskáld. Hann gerði þó heiðarlega tilraun nokkrum árum síðar að undirlagi Danans Jacob Gade, eins þekktasta tónskálds Norðurlandanna á þessum tíma, en Grieg var þá kominn til Kaup- mannahafnar til frekara náms og í leit að innblæstri. Svo fór að eftir 1867 bannaði hann að þessi sin- fónía sín í c-moll yrði nokkurn tíma flutt aftur, jafnvel eftir andlát sitt. Dvöl hans í Kaupmannahöfn var örlagarík bæði í einkalífi og starfi. Fyrst ber að nefna að þar kynntist hann og trúlofaðist stóru ástinni í lífi sínu, Ninu Hagerup, en þau giftust árið 1867. Nina var söngkona og jafnframt innblástur hinna fjölmörgu sönglaga sem Grieg samdi og sagði Grieg síðar við ævisöguritara sinn að hún hefði verið sú eina sem gat túlkað sönglög hans þannig að honum líkaði. Áhrifarík kynni Í Kaupmannahöfn kynntist Grieg einnig jafnaldra sínum tón- skáldinu Rikard Nordraak. Nordra- ak var á þessum tíma óskabarn norskra þjóðernissinna á sviði tón- listar og höfundur norska þjóð- söngsins. Nordraak dró Grieg heim í vistarverur sínar, lék og söng fyrir hann tónsmíðar sínar og eftir það var ekki aftur snúið, tónninn var gefinn enda sagði Grieg síðar að Nordraak hefði vakið hjá sér löng- un til að miðla hinum sanna norska hljómi. Tveimur árum síðar lést Nordraak í Berlín, einungis 23 ára að aldri. Í tilefni af því samdi Grieg hið magnaða verk Sorgarmars til minningar um Rikard Nordraak og lýsti hann því svo að með því verki hefði hann reynt „… að tjá það besta í mér, eitthvað sem lá í þús- und mílna fjarlægð frá Leipzig og andrúmsloftinu þar; að það væri að finna í ást minni á föðurlandi mínu og virðingu minni fyrir hinu stór- brotna, þunglyndislega landslagi vesturstrandarinnar grunaði mig ekki og hefði ef til vill aldrei upp- götvað ef Nordraak hefði ekki feng- ið mig til að líta í eigin barm.“ Hin sterka þjóðerniskennd á 19. öld getur komið nútímamanninum spánskt fyrir sjónir þar sem þjóð- ernishyggja nútímans er oftar en ekki tengd öfgaöflum. Séð í sam- félagslegu ljósi 19. aldar var þjóð- ernishyggjan hins vegar oft sam- tvinnuð baráttunni fyrir sjálfstæði og lýðræði, bæði hjá Norðmönnum og Íslendingum. Það sem í okkar nútímaeyrum hljómar sem ljúf og sárameinlaus píanóverk innblásin af norskri þjóðlagatónlist eftir Grieg er því einnig hægt að túlka sem op- inberunarmynd þjóðfélagsbreyt- inga. Helsta tónskáldið Grieg valdi þó framan af þá hefð- bundnu leið, líkt og mörg 19. aldar tónskáld, að fella þjóðlagaarfinn að eigin tónsmíðum. T.d. notaði hann orgelpunkt eða hálfmalandi óm sem minnir á samhljómandi strengi harðangursfiðlunnar auk þess sem laglínur hans vísa í söngstíl þjóð- laganna. Undir lok ævi sinnar lét hann það hins vegar ekki nægja og vann að því ásamt góðvini sínum, fiðluleikaranum Johan Halvorsen, að skrá niður þjóðlög í flutningi fiðlarans Knut Dale. Samsvarandi dæmi er þjóðlagasöfnun Béla Bar- tóks í Ungverjalandi nokkrum ár- um síðar. Grieg samdi í framhaldi af þessari fræðimennsku píanóverkin Slåtter op. 72 sem byggja einvörð- ungu á norskum þjóðlögum. Eftir dvöl sína í Kaupmannahöfn sneri Grieg aftur til Noregs og á næstu árum skipaði hann sér sess sem helsta tónskáld Norðmanna, setti á laggirnar ásamt tónlistar- gagnrýnandanum Otto Winter- Hjelm Norska tónlistarháskólann (1867) en einnig hélt hann til Róm- ar þar sem hann hitti Liszt sem lék píanókonsert Griegs af blaði. Hlaut hann lof og stuðning frá Liszt. Grieg tók jafnframt að verja meira og meira af tíma sínum í tónleika- hald og hljómsveitarstjórnun sem var eflaust lykillinn að útbreiðslu verka hans en hann flutti ávallt eig- in verk á tónleikaferðum um Evr- ópu. Hitti meistarana á ferðum sínum Árið 1885 settust Edvard og Nina Grieg að í Troldhaugen fyrir utan Bergen og upp frá því hafði hann þann hátt á að vor og snemma sumars samdi hann og betrumbætti eldri verk. Seinni part sumars hélt hann í fjallgöngur, iðulega í fylgd góðra vina og að hausti og vetri var hann á tónleikaferðalögum. Á þess- um ferðum hitti hann nokkur af fremstu tónskáldum álfunnar s.s. Brahms, Dvorak og Tchaikovsky. Grieg tók virkan þátt í umræðum um málefni líðandi stundar og átti í bréfaskrifum við menn sem létu samtímamálefni sig varða. Honum var umhugað um þjóð sína, var mikill mannvinur og heimsborgari með sterka réttlætiskennd. Til vitnis um það má nefna að honum mis- bauð svo meðferð franska réttar- kerfisins á gyðingnum Alfred Drey- fuss að árið 1899 neitaði hann að ferðast til Frakklands til að stjórna tónlist sinni. Annað gott dæmi um víðsýni hans er að ári áður, eða 1898, skipulagði hann fyrstu Tón- listarhátíðina í Bergen. Hans fyrsta verk var að ráða hollensku Concert- gebouw-hljómsveitina til að sjá um allan tónlistarflutning og fékk hann með því ansi marga upp á móti sér. En eins og hann ritaði þá var hugs- un hans sú að á þessari norsku tón- listarhátíð skyldi flutt norsk tónlist á sem bestan hátt og honum væri nokk sama hvort tónlistarmennirn- ir væru norskir, þýskir, japanskir eða hollenskir. Það má því með sanni segja að Grieg hafi verið margt fleira en tón- skáld, eða kannski var það hver hann var sem gerði hann að þessu mikla tónskáldi. Við lestur bréfa hans vaknar persónan til lífs, hann hafði greinilega yndi af góðum fé- lagsskap og skrifaði innileg bréf til vina sinna þar sem hann tjáði sig um þjóðfélagsmál, löngun sína til að lifa lífinu til hins ýtrasta, ást sína á hinum norsku fjöllum, ráðlegg- ingar um hversu gott það væri heilsunnar vegna að fá sér bolla af góðu kakói en einnig efasemdir um gildi eigin sköpunar. Tónleikar í kvöld Nú í kvöld flytur Sinfóníuhljóm- sveit Íslands eitt frægasta verk Griegs, Pétur Gaut op. 23, á tón- leikum í Háskólabíói. Eflaust dettur mörgum í hug að hér sé komið verk sem er afar „þægilegt“ áheyrnar og enn öðrum kann eflaust að þykja það fremur dauf skemmtun að fara á sinfóníutónleika. Því er hins vegar svo farið að tónlist líkt og önnur list felur gjarnan í sér skilaboð og er mótuð af þeim samfélagshræring- um sem tónskáldið býr við. Það sem er ekki síður mikilvægt er inn- an hvaða samhengis tónlistin er flutt á hverjum tíma fyrir sig. Tónleikagestir Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands eru því ekki bara að fara á þægilega skemmtun, heldur munu þeir sitja og horfa á hljóm- sveit sem á vissan hátt má segja að sé til vitnis um sjálfstæði okkar eig- in þjóðar og öfluga menntun. Tón- leikagestir munu hlýða á hljómfag- urt verk. Hin norsku áhrif í því, samanber hinn norska dans halling sem heyra má í Pétri Gaut í Höll Dofrans, má túlka sem tilvísun í samfélagshræringar í Noregi, tón- listin t.d. upprunalega samin fyrir leikverk Ibsens sem ég minntist á fyrr í greininni. Einnig ber að minnast þess að verkið er eftir mann sem vann hörðum höndum að því að byggja upp tónlistarlíf lands síns og efla listsköpun þess og á eflaust stóran þátt í því að norskt tónlistarlíf er svo blómlegt í dag. Einnig er magnað að með því að vinna með eigin þjóðararf skapaði Grieg heimsgilda tónlist sem í dag er ekkert síður menningararfur Noregs en lokk og halling, arfur sem tónskáld og tónlistarhópar allt frá klassík yfir í rafræna tónlist vinna úr í okkar eigin samtíma. Höfundur er tónlistarmaður Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur eitt frægasta verk Griegs á tónleikum í Háskólabíói í kvöld 100 ára ártíð Edvards Griegs Hamingjusöm Edvard Grieg og eiginkona hans, Nina Hag- erup en þau giftust árið 1867. Nina var söngkona. Dúndur tilboð á daglinsum! Hagkaupshúsinu, Skeifunni • 2. hæð Kringlunnar • Spönginni, Grafarvogi (algengt verð 15.000,-) MYND Bæjarhraun 26, Hafnarfirði s. 565 4207 www.ljosmynd.is Pantið jólamyndatökurnar tímanlega Jólamyndatökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.