24 stundir - 22.11.2007, Blaðsíða 42

24 stundir - 22.11.2007, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 24stundir Hinn beinskeytti Zined-ine Zidane lét þau orðfalla að Spánn ætti einna mesta möguleika á að vinna Evr- ópumeist- aramótið í Sviss og Aust- urríki í sumar. Hafi þeir spænsku alltaf átt góð lið eins og raunin sé nú og að- eins vanti að hlutirnir falli rétt í eins og einu stórmóti. Peter Crouch gæti endaðþessa leiktíð hjáPortsmouth. Benítez lít- ur ekki á hann sem mik- ilvægan hlekk hjá Liverpool þó vissulega sé hann nothæfur. Það gerir hins vegar Harry Redknapp hjá Portsmouth enda leikmaðurinn áður verið undir hans stjórn hjá því liði. Og Rafa Benítez sjálfurer undir smásjá þýskastórliðsins Bayern München. Þjálfari þeirra, hinn goðsagna- kenndi Ottmar Hitzfeld,er þegar búinn að vera lengur en hann ætlaði sér og þeir vilja stórt nafn til að taka við. Það er greinilegt að for-ráðamenn Real Madridhafa áhyggjur af áhuga annarra liða á Iker Casillas markverði. Forseti liðsins tjáði blaðamönnum að ekkert félag ætti næga seðla til að kaupa markvörðinn en vart finnast leikreyndari markmenn sem aðeins eru 26 ára gamlir. Engin sérstök þörf var á því þar sem Casillas sjálfur hefur ekki snefil af áhuga á öðru en að spila fyrir Madrid áfram. Forseti Lyon sem er vafa-laust stærsti franskiklúbburinn í boltanum hefur séð að sér að sögn. Und- anfarin ár hefur liðið selt frá sér stjörnur sínar sem reglulega verða til þar á bæ fyrir miklar upphæðir en nú hefur Jean- Michel Aulas sagt stopp. Nýjustu stjörnur liðsins, Ben Arfa og Kerim Benzema, fara hvergi fyrr en liðið vinnur Meistaradeildartitilinn. Gæti orðið löng bið. Það er skemmtileg tilviljunað stjórar næstu fjögurrafélaga sem Barcelona mun mæta í spænsku deildinni hafa allir spilað sem leikmenn fyrir Barcelona. Eru þeir reynd- ar sex talsins alls þjálfararnir sem spilað hafa í búningi Kata- lónanna og eru þeir Ronald Koeman hjá Valenciu, Michael Laudrup hjá Getafe og Bernd Schuster þeirra þekktastir. Engar konur eru á lista tíu tekjuhæstu íþróttamanna heims og tveir á topp tíu listanum eru hættir keppni fyrir allnokkru. Að öðru leyti er listinn óbreyttur frá fyrra ári. Það er tímaritið Forbes sem tekur saman áætlaðar tekjur helstu íþróttamanna heims og eru niðurstöð- urnar yfirleitt nærri lagi. Tiger trónar sem fyrr á toppnum með árstekjur upp á 6,2 milljarða króna, Oscar de la Hoya er eftirbátur hans með 2,7 milljarða, þá kemur Phil Mickelson með 2,6 milljarða og Kimi Raikkonen þénar 2,4 milljarða. Sá eini sem áður var á hælum Tiger hvað tekjur snerti, Michael Schumacher, er fimmti með 2,2 milljarða í tekjur og David Beckham sjötti með rúma tvo milljarða. Síðan koma þrír körfu- boltamenn, Kobe Bryant, Shaquille Ó Neal og Michael nokkur Jordan sem ekki hefur snert körfubolta í hart- nær fimm ár. Enn þann dag í dag seljast vörur merktar honum fyrir milljarða króna árlega engu að síður. Litlar breytingar á tíu tekjuhæstu íþróttamönnunum milli ára Tiger skilur aðra eftir í rykinu Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Það held ég að segi sig alveg sjálft að það verður aldrei mjög reisulegt fley sent úr höfn fyrir sjö þúsund krónur á dag,“ segir Úlfar Hró- bjartsson, formaður Siglingasam- bands Íslands. Úlfar er í sömu stöðu og margir aðrir formenn smærri íþróttasambanda að fjár- magn það er þeim er eyrnamerkt af ríkinu og úthlutað úr sjóðum Íþróttasambands Íslands dugar skammt til þeirra verkefna sem sér- samböndunum er gert að vinna og sinna. Hart á dalnum Það er engin tilviljun að þau sambönd sem minnst hafa og minnst fá ár hvert eru þau sömu og annaðhvort missa iðkendur frá sér eða í besta falli standa í stað hvað fjöldann varðar og þá einungis fyr- ir grimma sjálfboðavinnu í stað- inn. Fé það sem þau fá dugar ein- faldlega ekki til brýnustu nauðsynja. Þær 2,6 milljónir króna sem Siglingasambandið fékk á síð- asta ári og gerir rúmar sjö þúsund krónur á dag dugar til að ráða starfsmann í tvo til þrjá tíma á dag. Það segir sig sjálft að við slíkar að- stæður er ekki von til að metnaðar- fullt starf sé unnið hvað varðar vöxt og viðgang íþróttarinnar. Og Siglingasambandið, nota bene, fær helmingi hærri upphæð en til að mynda Lyftingasamband Íslands. Þar á bæ skal rekið öflugt starf fyrir 3.400 krónur á dag. Seðlar til KSÍ Á sama tíma fær einna hæsta styrkinn það samband sem lang- best stendur og það eina sem skilar tugmilljóna króna rekstrarafgangi. Knattspyrnusambandið sem nýlega tilkynnti um 90 milljón króna af- gang af starfi sínu fær engu að síð- ur einna hæstan styrkinn, tæpar 15 milljónir króna á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá ÍSÍ fengu 25 sérsambönd fjármagn út- hlutað á síðasta ári. Mest fékk Handknattleikssambandið, 28 milljónir og Lyftingasambandið minnst eða rúma milljón. Fjöl- margir aðilar segja sanngirnissjón- armið víðs fjarri þegar að úthlutun kemur því styrkirnir eigi að ýta stoðum undir þau sambönd er höllustum fæti standa. Svo sé ekki raunin í dag. Stolt sigla fley Kannski það en fyrir sjö þúsund krónur á dag mun Siglinga- samband Íslands aldrei vaxa né dafna. Lítil sanngirni í úthlutun ÍSÍ  Stóru samböndin fá hlutfallslega mest úthlutað  Þau minni þreyja þorrann ár eftir ár með tilstuðlan sjálfboðaliða ➤ Golfsambandið fékk 14,6milljónir. Það gera 40 þúsund krónur á dag. ➤ Frjálsíþróttasambandið fékk16,8 milljónir eða 46 þúsund á dag. ➤ Íshokkísambandið fékk 2,7milljónir eða rúmar 7 þúsund á dag. ➤ Lyftingasambandið rak lest-ina með 1,2 milljón sem gerir 3.400 krónur á dag. HEILDARÚTHLUTUN 2006 Hann er með 20,1 stig og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í hverjum einasta leik en byrjar engu að síður alltaf á bekkn- um. Manu Ginobili er á góðri leið með að tryggja sér aftur verðlaun í NBA sem besti sjötti maðurinn þótt tímabilið sé rétt hafið. Engir aðrir kom- ast nálægt honum en hann finnur enga þörf hjá sér til að komast í byrjunarliðið sem jafnan þykir merkilegast í NBA. Fórn Ragnheiður Ragnarsdóttir og Örn Arnarson voru valin sundmenn ársins á uppskeru- hátíð Sundsambands Íslands sem fram fór um helgina. Bæði hafa hlotið þennan heið- ur áður en eru bæði enn að bæta sig ár frá ári og eru vel að heiðrinum komin. Fleiri peningar Framhaldssagan um leik- stjórnandann bráðsnjalla Brett Favre hjá Green Bay Packers heldur áfram en kappinn hefur nú sagt árlega um þriggja ára skeið að hann hyggist hætta. Stendur það enn eftir yfirstandandi leiktíð en samt var hann ekki alveg viss á fréttamannafundi í byrj- un þessarar viku. Framhald í næstu viku Michael Jordan er alls ekki eina fyrrverandi íþróttastjarn- an sem kolfallin er fyrir golf- inu. Það er einnig skærasta stjarna sem skautað hefur í NHL-íhokkídeildinni, Wayne Gretzky. Nú er verið að setja á laggirnar sérstaka mótaröð nefnda eftir honum í Kanada og þar ætlar karlinn að taka þátt. Golfæði ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Á sama tíma fær einna hæstan styrkinn það samband er lang- best stendurog það eina sem skilar tugmiljóna króna rekstrarafgangi. SKEYTIN INN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.