24 stundir - 22.11.2007, Blaðsíða 54

24 stundir - 22.11.2007, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 24stundir Stærsta töskuverslun landsins INNKAUPAKERRUR á hjólum kr. 3.900.- Skólavörðustíg 7, 101 RVK, Sími 551 5814, www.th.is „Ég sé ekki betur en að t.d. leit- arvélin Google virki í aðal- atriðum með hliðstæðum hætti og Torrent tæknin svokölluð. Þannig að ég sé ekki betur en að sé sú starfsemi sem Torrent.is hafði með höndum ólögleg, þá hljóti það sama að gilda t.d. um Google leitarvélina.“ Hjörtur J. Guðmunds sveiflan.blog.is „Ég legg til að titlinum „alþing- ismaður“ verði breytt og í stað- inn tekið upp orðið „alþingis- maddama“. Ef við vinnum hugmyndina út frá orðajöfn- unarsjónarmiðinu þá er karlkyns alþingismönnum örugglega sama þó þeir heiti alþingismaddömur næstu 150 ár eða svo.“ Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is „Allir sem ekki sitja kjurrir um borð í flugvél eru kallaðir dólgar. Maðurinn sem þurfti á klóið í flugvélinni og hafðist þar nokkuð lengi við var taðdólgur eða þvag- dólgur! Nú er best ég hætti þessu bloggi, áður en ég fæ stimpilinn bloggdólgur.“ Brjánn Guðjónsson brjann.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Tæknimennirnir urðu hressilega varir við það að innanlands- umferðin minnkaði mikið og út- landaumferðin jókst á móti,“ segir Linda Waage, upplýsingafulltrúi Símans, um það þegar vefsíðunni Torrent.is var lokað á mánudag- inn. Málefni Torrent.is hafa vakið gríðarlega athygli á Íslandi und- anfarið, en eins og fram kom í 24 stundum fyrir stuttu var hægt að nálgast íslenska þætti eins og Næt- urvaktina og Tekinn á vefsíðunni ásamt nýrri breiðskífu Sprengju- hallarinnar. Þúsundir notenda Á vefsíðunni Rix.is er heildar- netumferð á Íslandi mæld. Þar sést að innanlandsnotkun tók dýfu daginn sem Torrent.is var lokað. Skráðir notendur Torrent.is voru yfir 20 þúsund, en vefurinn var tekinn inn í samræmda vef- mælingu Modernus á fimmtudag í síðustu viku. Á þeim fjórum dög- um sem vefurinn var mældur, áður en honum var lokað, heimsóttu hann 22.400 notendur. Ef mæl- ingin hefði haldið áfram út vikuna má gera ráð fyrir því að heimsókn- ir notenda hefðu verið yfir 39.000. Það þýðir að Torrent.is var að öll- um líkindum ein af tíu mest sóttu vefsíðum landsins, en Fótbolti.net sat í 10. sæti í síðustu viku með rúmlega 36.000 notendur. Ákveðinn sigur Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Smáís, lítur á það sem ákveðinn sigur að netumferð hafi færst til útlanda. „Það eru ákveðin lönd þar sem okkur þætti beinlínis gaman ef menn opnuðu þjónustu, vegna þess að þá gætum við notað laga- kerfið í viðkomandi landi,“ segir Snæbjörn. „Ef einhver opnaði síðu fyrir íslenska notendur í Bretlandi, myndum við hugsanlega skoða að fara í skaðabótamál í gegnum breska kerfið. Skaðabæturnar þar eru á allt öðrum skala en hér heima.“ Snæbjörn hjá Smáís segir það ekki koma sér á óvart að net- umferð hafi færst til útlanda þegar Torrent.is var lokað. „Það sýnir að það gengur ekki að vera með svona þjónustu hér á landi,“ segir hann. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Torrent.is var meðal mest sóttu vefja landsins þegar honum var lokað Netnotkun féll með Torrent.is Innanlandsnetnotkun tók dýfu þegar vefsíðunni Torrent.is var lokað síð- astliðinn mánudag. Um- ferð beinist til útlanda en framkvæmdastjóri Smáís lítur á það sem sigur. 24 stundir/Brynjar Gauti Snæbjörn Steingrímsson Segir það ákveðinn sigur að netnotkun færist til útlanda. ➤ Smáís fór fram á að vefsíð-unni Torrent.is yrði lokað síð- asta mánudag. ➤ Á Torrent.is var ýmsu marg-miðlunarefni miðlað milli notenda, svo sjónvarpsþátt- um, kvikmyndum og tónlist. ➤ Smáís eru samtök myndrétt-hafa á Íslandi. TORRENT.IS-MÁLIÐ HEYRST HEFUR … Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir gengu í hjónaband síðasta laugardag eins og alþjóð fylgdist með í fjölmiðlum landsins. Engu var til sparað til að gera daginn sem glæsilegastan, en eftir veisluna, klukkan 3 um nóttina, héldu brúðhjónin rakleiðis út á Reykjavíkurflugvöll þar sem einkaþota beið. Hjónin flugu að sjálfsögðu til Parísar sem er vel við hæfi, enda borg elskenda. afb Seltjarnarnes virðist veita rithöfundum landsins mikinn innblástur og ungar nú út metsöluhöf- undum á færibandi. Arnaldur Indriðason er frá Nesinu, en ótrúlegt þykir að svo friðsamlegur stað- ur veiti jafn glæpsamlegan innblástur. Þá eru Yrsa Sigurðardóttir og Hrund Þórsdóttir einnig frá Sel- tjarnarnesi ásamt Moggablaðamanninum Pétri Blöndal, sem gefur út sína fyrstu bók fyrir jól. afb Og meira um bækur. Hinn virti ævisagnahöfundur Ingólfur Margeirsson hefur ákveðið að fresta út- gáfu á ævisögu Sæma rokk til næsta árs. Ástæðan ku vera sú að Ingólfur ætli að gefa sér meiri tíma til verksins. Margir bíða spenntir eftir bókinni þar sem ljósi verður varpað á litríkt líf Sæma, sem þekkir skákmeistarann og Íslandsvininn Bobby Fischer betur en flestir. afb Símahrekkur útvarpsþáttarins Capone í vikunni hefur vakið sterk viðbrögð og hafa netverjar ekki getað hamið hláturinn. Andri Freyr Viðarsson sér um útvarps- þáttinn á Reykjavík Fm 101.5 en í vikunni varð Dagbjört Hannes- dóttir, skrifstofukona hjá Frostfiski á Þorlákshöfn, fyrir því óláni að hringja óvart inn í þáttinn, grun- laus um afleiðingarnar. Hafði hún ætlað sér að hringja í annað fyr- irtæki til að fá senda bakreikninga. Tóku Andri og félagar hana á orð- inu, þóttust vera starfsmenn þess fyrirtækis en létu símtalið ganga á milli sín, án þess að geta aðstoðað hana með beinum hætti. Í millitíð- inni spiluðu þeir Garden Party með Mezzoforte sem bið- lag. Dagbjört kom af fjöllum þegar erindið var borið upp. „Ha, símahrekkur? Ég vissi það ekki!“ Eftir út- skýringar blaðamanns mátti heyra tíst á hinum endanum. „Ertu ekki að grín- ast! Ég vona að ég hafi ekki gert mig að fífli, ég var orðin svo pirruð!“ Aðspurð hvort hún hefði loks fengið bakreikn- ingana sagði Dagbjört. „Já, ég gafst upp á símanum og sendi bara tölvupóst.“ Að sögn Andra kemur slíkt oft fyrir. „Símanúm- erið okkar virðist keimlíkt öðrum fyrirtækisnúm- erum en hef ég mjög gaman af því þegar fólk villist svona. Þetta er eðal-útvarpsefni.“ traustis@24stundir.is Dagbjört Hannesdóttir er fórnarlamb Capone Hinn fullkomni símahrekkur Hissa Dagbjört vissi ekki að um hrekk hefði verið að ræða. Símaskelfir Andri plat- aði Dagbjörtu upp úr skónum. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 8 1 5 3 2 7 9 4 6 4 3 7 5 9 6 1 8 2 2 6 9 8 4 1 5 3 7 9 2 6 1 3 4 7 5 8 7 8 1 9 5 2 3 6 4 3 5 4 7 6 8 2 9 1 1 4 3 2 8 5 6 7 9 5 7 8 6 1 9 4 2 3 6 9 2 4 7 3 8 1 5 Hvað meinarðu með því að blóðþrýstings- lyfin mín séu ekki að virka!? 24FÓLK folk@24stundir.is a Já, þarna komu margir steingervingar saman, ekki getum við verið náttúrulausir! Eru Bolvíkingar að svara kalli náttúrunnar? Grímur Atlason er bæjarstóri Bolungarvíkur, en þar var haldið Náttúruþing í gær, á Nátt- úrugripasafni þeirra Bolvíkinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.