24 stundir - 13.12.2007, Blaðsíða 12

24 stundir - 13.12.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is „Loftslag er að breytast, áhrifin eru raunveruleg, tíminn til að bregðast við er núna,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fyrr í vikunni á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál á Balí. Ávarp Bans byggir á úttekt nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem í vikunni hlaut friðarverðlaun Nóbels ásamt Al Gore. Loftslagsbreytingar eru viðurkenndur vandi í alþjóðasam- félaginu, en um leiðina að lausn vandans ríkir ekki einhugur. Megintilgangur þessarar ráð- stefnu var að fá öll ríki að samn- ingaborðinu, en sum ríki vilja að gerð verði aðgerðaáætlun áður en horfið er frá Balí. Tveggja gráðu hópurinn „Ég þarf ekki skjal frá Balí þar sem við getum bara sagt: Gott og vel, við hittumst aftur á næsta ári,“ sagði Sigmar Gabriel, umhverfis- ráðherra Þýskalands, í samtali við breska ríkisútvarpið. „Hvernig eig- um við að búa til vegakort án þess að hafa áfangastað, án þess að hafa markmið?“ bætir Gabriel við. Þýskaland hefur, líkt og Ísland, skipað sér í svokallaðan „tveggja gráðu“ hóp á Balí. Sá hópur vill, auk annars, taka mið af tilmælum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóð- anna um að koma þurfi í veg fyrir að lofthjúpur jarðar hlýni um meira en 2°C frá því sem var fyrir upphaf iðnbyltingar. Eru áhrif tveggja gráðu hlýnun- arinnar talin geta haft hættulegar afleiðingar fyrir hundruð milljóna manna. Bandaríkin á móti Eftir yfirlýsingu ástralskra stjórnvalda fyrr í mánuðinum hafa Bandaríkin sérstöðu í loftslagsmál- um sem eina iðnríkið sem enn hef- ur ekki fullgilt Kyoto-bókunina. Sendinefnd Bandaríkjanna hefur lagst gegn því að lokaályktun ráð- stefnunnar á Balí kveði á um ein- hver ákveðin markmið. „Raunin er sú að um leið og töl- ur fara að birtast í textanum er dæmt of snemma um útkomuna og hætt er við að samningaviðræð- unum sé beint í ákveðna átt,“ segir Harlan Watson, sem á sæti í samn- inganefnd Bandaríkjanna. Paula Dobriansky, sem fer fyrir sendinefndinni, sagði Bandaríkin gjarnan vilja komast að samkomu- lagi um loftslagsmál. „Við höfum hlustað vandlega á sjónarmið ann- arra og munum halda því áfram. Við vonumst til að finna leið fram á við sem brúar ágreining okkar,“ sagði Dobriansky. Ban Ki-moon reyndi að slá sáttatón á milli fylkinganna tveggja. Hann sagði þá stefnu tveggja gráðu hópsins að setja að- gerðaáætlun á blað sennilega of metnaðarfulla, en Bandaríkin þyrftu sömuleiðis að sýna sveigj- anleika. Hann bætti svo við: „Þegar til kemur, þá eru þetta atriði sem þarf að taka fyrir fyrr eða síðar.“ HEFUR ÞÚ ÁBENDINGU? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Deilt um leið- ina fram á við  Einhugur um alvarleika loftslagsbreytinga  Þjóðir greinir á um aðferðir í baráttunni við hlýnun loftslags  Ki-moon slær sáttatón ➤ Loftslagsráðstefna Samein-uðu þjóðanna hefur staðið yf- ir undanfarnar tvær vikur á Balí, en henni lýkur á morg- un. ➤ Fulltrúar nærri 190 landa eruþar saman komnir. ➤ Ráðstefnunni er ætlað aðsetja af stað samningaferli fyrir arftaka Kyoto-bókunar- innar. ➤ Samningaferlinu á að ljúkaárið 2009, en Kyoto-bókunin fellur úr gildi í lok árs 2012. LOFTSLAGSMÁL Mótmælendur Mörgæsir mótmæla hækkandi lofthita. Nærri 4.000 rúmmetrar af hrá- olíu láku í Norðursjó um hádeg- isbil í gær. Verið var að dæla olí- unni af borpalli í eigu Statoil yfir í flutningaskip. Borpallurinn Statfjord Alpha stendur um 200 kílómetra vestur af Björgvin. Þegar óhappið átti sér stað var mikill vindur á svæðinu og ölduhæð um sjö metrar. Talsmaður olíufélagsins sagði í viðtali við Aft- enposten að olíuflekkurinn stefndi í átt að Björgvin og Haugasundi, en vegna fjarlægðar væri óvíst að hann næði landi. Fyrstu tölur benda til þess að 3.840 rúmmetrar hráolíu hafi lekið í sjóinn þegar dæling stóð yfir. Þetta væri þá næststærsti olíulek- inn í sögu Noregs, síðan 12.000 rúmmetrar olíu láku frá Bravo- borpallinum árið 1977. Umhverfisverndarsamtök gagn- rýna Statoil fyrir að vanrækja um- hverfismál: „Við höfum lengi varað við að þetta geti gerst. Nú virðist sem að- varanir okkar hafi ekki verið teknar alvarlega,“ segir Elisabeth Sæther, talsmaður Natur og Ungdom. Markaður tók viðbragð þegar fréttir bárust af óhappinu og verðið á fati af Norðursjávarolíu hækkaði um einn bandaríkjadal. andresingi@24stundir.is Mikið mengunarslys í Norðursjó Olíuleki við Noregsstrendur Borpallur Statoil í Norðursjó Háttsettur hershöfðingi í líbanska hernum fórst í sprengjutilræði í Baabda í útjaðri Beirút í gær. Francois al-Hajj var í bifreið á ör- yggissvæði í grennd við forseta- höllina þegar hann varð fyrir árás- inni. Á svæðinu er varnarmála- ráðuneyti Líbanons til húsa og sendiráð nokkurra erlendra ríkja. Hajj var náinn samverkamaður Michel Suleiman, sem litið er til sem mögulegs forseta landsins, og stýrði aðgerðum líbanska hersins gegn íslamistum í vor, þegar 400 manns týndu lífi. Tilræði gegn aðilum sem berjast gegn ítökum Sýrlands í Líbanon hafa verið tíð á undanförnum árum. Óttast er að dauði Hajj geti valdið versnandi stjórnmálaástandi í landinu, sem er þegar viðkvæmt. andresingi@24stundir.is Sprenging í Líbanon Tony Blair vill koma þeim skila- boðum til heimsins að ferða- mönnum sé óhætt að sækja land- ið helga heim. Um þessar mundir gegnir hann starfi friðarsamn- ingamanns í Mið-Austurlöndum. Í vændum er annatími í ferða- þjónustu Betlehem, en kristnir menn flykkjast þangað til að minnast fæðingar Krists. Til að styðja við ferðaþjónustu gisti Blair eina nótt á einu fínasta hót- eli borgarinnar. Vonast forsætis- ráðherrann fyrrverandi til þess að dvöl hans minni fólk á að borgin sé með þeim öruggustu á Vestur- bakkanum og styrki efnahag hennar. aij Sofið vært í Betlehem Stríðsglæpadóm- stóllinn í Haag hefur fundið hershöfðingjann Dragomir Milos- evic sekan um stríðsglæpi og glæpi gegn mann- kyni. Milosevic, sem þrátt fyrir að bera sama nafn er óskyldur fyrrverandi forseta Júgóslavíu, stýrði meðal annars umsátri hersveita Bosníu-Serba um Sarajevó. Saksóknarar sóttust eftir lífstíð- arfangelsi, en dómarar töldu 33 ára afplánun hæfa þegar þeir kváðu upp dóm á miðvikudag. Í lokaávarpi sínu hélt saksóknari því fram að hersveitir Milosevic hefðu látið Sarajevó þola langa og grimmdarlega herferð þar sem óbreyttir borgarar máttu óttast að verða fyrir sprengjum eða skotum leyniskytta. Umsátrið um Sarajevó stóð í 44 mánuði. aij Sekur um stríðsglæpi Hægt að pakka saman eins og andstæðingunum! pingpong.is Fótboltaspil Suðurlandsbraut 10 Reykjavík Sími 568 3920 & 897 1715 522 44 00 • www.hertz.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 4 03 00 1 2/ 07 Nú fá allir sem leigja Toyota Aygo, Toyota Prius Twin eða Toyota Prius vetnisbíl frítt í stöðumæla miðborgarinnar.* Leggðu frítt í miðbænum *Hámark 90 mín í senn í hefðbundum stæðum bílastæðasjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.