24 stundir - 13.12.2007, Blaðsíða 8

24 stundir - 13.12.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 24stundir Leikfangaverslunin Just4Kids hefur ákveðið að efna til verðstríðs við ToysRUs á íslenskum leikfangamark- aði. Verslunin hefur boðað verðlækkanir á bilinu þrjátíu til áttatíu prósent og heitir því jafnframt að vera ávallt með lægsta verðið á öllum leikföngum, eins og segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir jafnframt að starfsfólk leikfangaverslunar- innar muni fylgjast grannt með verðþróun á mark- aðnum og þá gildi einu hver viðbrögð samkeppnisað- ilans verði, verslunin muni ávallt bjóða lægra verð. „Maður hlýtur að velta vöngum yfir því þegar hægt er að lækka verð svona verulega, hvort álagning sé þá í upphafi svona há eða hvort sterkur aðili standi á bak- við,“ segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna. „Ég hlýt að gleðjast yfir aukinni sam- keppni, en hún má ekki ganga út í öfgar þannig að samkeppnisaðilar þurfi að gefast upp, en aukin sam- keppni á þessum markaði hlýtur að vera gott mál fyrir neytendur. Ég vona bara að lækkanirnar skili sér að mestu fyrir jól, því það er ekki síst þá sem leikföng eru hvað mest keypt.“ aegir@24stundir.is Just4Kids boðar verðstríð á íslenskum leikfangamarkaði Lofa að vera alltaf lægstir Verðstríð Formaður Neytendasamtakanna gleðst fyrir hönd neytenda vegna aukinnar samkeppni Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Grunnur tillagna ASÍ í komandi kjaraviðræðum er sá að tryggð verði 150 þúsund króna lágmarks- framfærsla fyrir alla. Þetta kom fram á fundi ráðherra og forsvars- manna ASÍ í gær þar sem sam- bandið kynnti þær áherslur sem það mun leggja í komandi kjara- viðræðum. Þannig er m.a. lagt til að skerð- ingarmörk barnabóta verði hækk- uð í 150 þúsund og að grunnat- vinnuleysisbætur verði sama upphæð. Lagt er jafnframt til að lág- marksviðmið í velferðarkerfinu verði tengd við tekjuþróun í land- inu og er miðað við að það verði ávallt 50% af miðgildi teknanna. Aðspurður um álit sitt á 150 þúsundum sem viðmiðun segir Geir H. Haarde forsætisráðherra: „Lágmarksbætur einstaklinga eru á bilinu 125-130 þúsund og ríkis- stjórnin hefur verið með hug- myndir um að gera enn betur á því sviði. Þá er spurningin sú hvernig hægt er að láta þetta ganga upp og passa saman þannig að það sem gert er nýtist því fólki sem lægstar hefur tekjurnar.“ 20 þúsund í persónuafslátt Ein af dýrari tillögum ASÍ er að sérstökum mánaðarlegum per- sónuafslætti verði komið á. Hann á að vera 20 þúsund fyrir þá sem hafa lágmarkslaun, eða 150 þúsund, og fara svo lækkandi eftir því sem laun fólks eru hærri. Áætlað er að þessi aðgerð muni kosta ríkið um 14 milljarða. Menntun starfsmanna aukin ASÍ vill að sameinast verði um þá stefnu að aðeins 10% starfs- manna á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða fram- haldsskólamenntunar árið 2020. Þessi hópur er nú um 40% vinn- andi manna. Meðal tillagna þessa efnis er að hálfum milljarði verði varið í fram- lög til starfsmenntunar og fullorð- insfræðslu, réttur fólks til fram- haldsskólanáms á kostnað ríkisins verði lögbundinn og að settar verði reglur sem heimili fólki yfir 25 ára aldri að fá námslán til náms á framhaldsskólastigi, óháð tekjum. Ávinningur Ávinningur hjóna með tvö börn og 300 þúsund í sameiginlegar mánaðartekjur yrði um 545 þús- und á ári ef tillagður persónuaf- sláttur yrði tekinn upp ásamt breytingum á barnabótum sam- kvæmt útreikningum ASÍ. Ef þessi sömu hjón hefðu 500 þúsund í mánaðartekjur yrði ávinningurinn rétt undir 200 þús- undum. „Þessi dæmi sýna að tillögurnar gagnast mest þeim sem minnst hafa. Hins vegar vantar hér ávinn- ing af ýmsum öðrum aðgerðum sem við leggjum til, s.s. hækkun skerðingarmarka á vaxtabótum og hækkun húsaleigubóta,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur hjá Alþýðusambandinu. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Fundur ASÍ kynnti ráðherr- um áherslur sínar á fundi í Ráðherrabústaðnum í gær Sérafsláttur á lágu launin  Ein dýrasta aðgerðin kostar 14 milljarða  Vilja tengja lágmarks- bætur tekjuþróun  Nýtast best þeim sem minnst hafa, segir ASÍ ➤ Aðgerðir í skattamálum: 20þús. mánaðarlegur persónu- afsláttur, skerðingarmörk barna- og vaxtabóta hækkuð, húsaleigubætur hækkaðar. ➤ Áherslur í menntamálum: að-eins 10% vinnandi manna verði án starfs- eða fram- haldsskólamenntunar eftir 12 ár, að launafólk hafi raunhæf- an möguleika á menntun, að aðstaða til verk-og bóknáms verði jöfnuð. ➤ Velferðarmál: m.a. að at-vinnuleysisbætur verði hækk- aðar og uppsagnir rök- studdar. MEGINÁHERSLUR ASÍ 24stundir/Golli Serblad 24 stunda jolablad 14 des 2007 Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 Kata@24stundir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.