24 stundir - 13.12.2007, Blaðsíða 48

24 stundir - 13.12.2007, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is Engin ein þjóð hefur lengur starfað samfellt að landgræðslu og stöðv- un jarðvegseyðingar en Íslending- ar. Í tilefni þessara tímamóta fékk Landgræðsla ríkisins Friðrik G. Ol- geirsson sagnfræðing til að skrá sögu stofnunarinnar en ekki síður þeirrar hugsjónar sem land- græðslustarfið hefur jafnan byggst á. Efnt var til athafnar í Þjóðmenn- ingarhúsinu fyrir helgi, þar sem Einari Kr. Guðfinnssyni landbún- aðarráðherra var afhent fyrsta ein- tak bókarinnar. Um 260 ljósmynd- ir, teikningar og kort prýða bókina en í henni hefur verið dreginn saman margvíslegur fróðleikur sem lýtur að uppgræðslu Íslands á síðustu öld. Afneitun kom á óvart „Það var einkum tvennt sem kom mér helst á óvart þegar ég var að skrifa landgræðslusöguna,“ seg- ir Friðrik G. Olgeirsson í samtali við blaðið. „Ísland var ákaflega illa farið af uppblæstri um aldamótin 1900, bæði af völdum náttúrunnar sjálfrar en ekki síður vegna rán- yrkju þjóðarinnar í margar aldir. Það kom mér svo sem ekki á óvart, það voru staðreyndir sem lágu ljós- ar fyrir. En það kom mér á óvart hve stór hluti landsmanna neitaði að horfast í augu við eyðilegg- inguna og taldi landið ósnortið. Þar sem landið var uppblásið áttaði fólk sig alls ekki á því hvað ástandið var alvarlegt.“ Naumt skammtað Friðrik segir að lengi framan af hafi landgræðslustarfinu verið naumt skammtað af opinberu fé. Frá 1907 til 1950 hafi stofnunin að- eins fengið um 200 milljónir króna miðað við núgildandi verðlag. „Frumkvöðlarnir komu ótrúlega miklu í verk miðað við þessi litlu framlög. Starfsmenn Sandgræðsl- unnar voru lengi fámennir og því voru bændur eða lausamenn strax í upphafi fengnir til að sinna sand- græðsluverkefnum hver í sinni heimasveit. Lengi fram eftir 20. öld voru ráðamenn uppteknir af öðr- um málaflokkum en landgræðslu og náttúruvernd. Þjóðin var að brjótast út úr fátæktarbasli fyrri alda og í landbúnaðarmálum til dæmis var hugsað um að framleiða meira og meira til þess að fullnægja aukinni eftirspurn. Meira að segja lét einn af áhrifamönnum sand- græðslumála í byrjun aldarinnar hafa það eftir sér að þjóðin hefði margt nytsamara við peningana að gera en að setja þá í uppgræðslu sandauðnanna. Lítil fjárframlög til landgræðslu endurspegla þetta við- horf.“ Í enskri útgáfu Við athöfn í Þjóðmenningarhús- inu í tilefni af útgáfu Sáðmanna sandanna var kynnt að ákveðið hefði verið að gefa bókina út á ensku. Slíkt kemur ekki til að ófyr- irsynju: á heimsvísu hafa Íslend- ingar verið brautryðjendur í land- græðslustarfi og því að vinna gegn jarðvegseyðingu. Saga Landgræðsl- unnar á því erindi víða. „Landgræðslan hefur náð miklum árangri, svo miklum að eftir starfi hennar er víða tekið. Þessu gerir fólk sér almennt ekki grein fyrir. Þegar ég og forráðamenn Land- græðslunnar heimsóttum forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, á Bessastaði og afhentum honum fyrsta eintak bókarinnar lét hann þess getið þegar hann hafði flett bókinni og skoðað að þetta væri bók sem ætti að þýða á ensku. Aðr- ar þjóðir gætu mikið af okkur lært, séð hvernig við snerum af braut rányrkju og hófum uppbyggingu, landgræðslu og gróðurvernd. Slíkt rit væri gaman að geta gefið áhrifa- fólki og áhugamönnum í öðrum löndum. Landgræðslustjóri hafði velt þessum hlutum fyrir sér og þessi ummæli forseta styrktu hann í þeirri trú að saga íslenskra sáð- manna ætti erindi út fyrir land- steinana,“ segir Friðrik G. Olgeirs- son. Við útgáfuathöfn Friðrik G. Ol- geirsson höfundur bókarinnar, Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri og Einar K. Guðfinnsson land- búnaðarráðherra. Aldarsaga Landgræðslunnar komin út Sögur af sandinum Út er komin bókin Sáð- menn sandanna sem er aldarsaga Landgræðslu ríkisins. Í ár hefur þess verið minnst að eitt hundrað ár eru liðin frá upphafi skipulegs land- græðslustarfs hér á landi. ➤ Skipulagt landgræðslustarfhér á landi á sér 100 ára sögu. ➤ Framlög til málaflokksinsvoru lengi takmörkuð. ➤ Árangur Íslendinga hefurvakið athygli erlendis. LANDGRÆÐSLAN stundir Á sunnudaginn verða haldnir aðventutónleikar í Dómkirkjunni. Kristín R. Sigurðardóttir og Hulda Guðrún Geirsdóttir sópransöng- konur munu þar syngja sín uppá- halds jólalög við undirleik breska píanóleikarans Julian Hewlett sem er búsettur á Íslandi. Á boðstólum verða að mestu leyti jóladúettar en höfundar laganna spanna allt frá Vivaldi til fyrrnefnds Hewlett. „Þetta verða tónleikar svo fólk geti slappað af og fundið frið og ró í öllu þessu stressi sem er í kringum okkur. Fólk getur komið inn í kirkjuna og slappað af í fallegu um- hverfi og við munum sjá til þess að fólki muni líða vel með fallegum söng,“ segir Hulda Guðrún sem lærði óperusöng í Þýskalandi. Kristín er lærð á Ítalíu en báðar hafa þær starfað við tónlist í fjölda ára. Það er um að gera að leggja leið sína í Dómkirkjuna á sunnu- daginn og leggja jólastressið til hliðar og hlusta á fallega jólatóna. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og miðar verða seldir við innganginn. hh Aðventutónleikar í Dómkirkjunni Jólastressið burt MENNING menning@24stundir.is a Um 260 ljósmyndir, teikningar og kort prýða bókina en í henni hefur verið dreginn saman margvíslegur fróðleikur sem lýtur að uppgræðslu Íslands á síðustu öld. Gleraugnaverslunin PLUSMINUS Optic, Suðurlandsbraut 4 er með sérstaka sportgleraugnadeild. Þar fást ótal vörumerki og tegundir fyrir flest allar íþróttagreinar og aðstæður. M.a. skíði, golf, veiði, útivist, frjálsar, mótorsport o.fl. Verslunin sérhæfir sig í sportgleraugum með styrk (RX). Við val á sportgleraugum er ekki bara spurning um rétta stílinn/ útlitið, heldur frekar hvernig gleraugun henta andlitsfalli hvers og eins. Það skiptir einnig mjög miklu máli hvaða tegund sjónglerja er valin, þannig að sportgleraugun henti við þær aðstæður sem þau eiga að notast við. Fjölmörg sportgleraugu eru þannig hönnuð að skipta megi milli sjónglerja og henta því vel til margra mismunandi íþróttagreina. Rec Specs eru sérstök öryggisgleraugu sem eingöngu fást í PLUSMINUS Optic. Vörumerkið býður flóru gleraugna bæði fyrir börn og fullorðna. Málið snýst um að sjá vel, vera vel varin og með gleraugun föst á sínum stað sama hvað á gengur. Það er ansi sárt að taka ekki framförum vegna þess að þú sérð ekki almennilega hvað um er að vera. Aldur og kyn skiptir þar engu máli. Fólk er í auknu mæli að uppgötva þægindi og nauðsyn þess að vera með gæða sportgleraugu sem henta þeirri hreyfingu sem það iðkar. Má nefna að sá hópur fólks sem kannski umfram aðra hefur opnað augun undanfarið fyrir nauðsyn þess, er fólk sem er nýkomið úr laser/ augnaðgerðum. Starfsfólk PLUSMINUS Optic veitir sérfræðiráðgjöf við val á réttu sportgleraugunum. Eins er öllum séróskum tekið fagnandi. Sjáið - Upplifið - Njótið með Sportgleraugum frá: PLUSMINUS Optic Suðurlandsbraut 4 Sími 517 0317 plusminus@plusminus.is www.plusminus.is Mesta og besta úrval landsins af sportgleraugum! Nannini – Motorcycle Division SportVision – kynning Adidas Elevation – Outdoor Rudy Project Ekynox sx Nannini Adidas Roxor Nike Rudy Project Tifosi Rec Specs Cebe Rodenstock Porsche Erum byrjuð að taka niður pantanir fyrir okkar sívinsæla laufabrauð. Sendum hvert á land sem er. Pantanir í síma 461 4010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.