24 stundir - 27.05.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 27.05.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Á stuttum tíma er hægt að gera margt til að koma sér í betra form. Fara í langa göngutúra, skokka eða hjóla á hverjum degi þannig að þú svitnir og hjartsláttur aukist. Settu þér nýtt markmið í hvert sinn sem þú æfir eins og að ganga eða hlaupa hraðar en síðast eða að endurtaka æfingar í ræktinni oftar. Á þann hátt er nokkuð öruggt að þú verðir fljót að sjá árangur þar sem þú ögr- ar þér sífellt til að takast á við ný takmörk,“ segir Yesmine Olsson, einkaþjálfari og danshöfundur. Leiðinlegt áhrifaríkast Yesmine segir að fyrir þá sem nota tækjasalinn til að brenna sé mikilvægt að standa beinn á því tæki sem notað er og ekki svindla með því að hanga fram á tækið eða halda sér. „Þannig verður æfingin erfiðari og árangurinn eftir því. Leiðinlegu æfingarnar eru gjarnan þær áhrifaríkustu og til að mynda ætti að einbeita sér að magaæf- ingum sem gera vöðvana örþreytta frekar en að setja met í fjölda. Ef þú getur gert endalausar magaæfingar er mjög líklegt að þú sért að gera eitthvað vitlaust og þá er betra að skoða sinn gang.“ Hnébeygjur og handlóð „Til að líkaminn líti vel út í bik- iníi þarf að þjálfa hann allan en konur vilja gjarnan einblína á kvenlegu svæðin. Fyrir þau myndi ég mæla með hellingi af hnébeygj- um og framstigi fyrir neðri hluta líkamans en handlóðum fyrir efri hlutann. Öll erum við mismunandi hvað varðar heilsu og styrk lík- amans svo að mikilvægt er að hver geri það sem hann treystir sér til en í lóðaæfingum mæli ég með að nota eins mikla þyngd og viðkom- andi ræður við, gera æfinguna 15 til 20 sinnum og endurtaka þrisvar sinnum,“ segir Yesmine. Smá svind Rétt val á sundfatnaði sem hent- ar vexti og brjóstastærð hefur mik- ið að segja. Einnig má gera ýmislegt til að svindla svolítið áður en hald- ið er á ströndina, t.d. að bera gott brúnkukrem á líkamann til að láta hann sýnast grennri. Hvað varðar líkamsstöðu segir Yesmine að mik- ilvægast sé að bera höfuðið hátt, teygja úr sér og setja axlirnar aftur. Rétt val á sundfötum og líkamsrækt er lykillinn Allt eftir vexti og brjóstastærð Nú fara Íslendingar að flykkjast á sólarstrendur og rennur sumum kalt vatn á milli skinns og hörunds við tilhugsunina um að spranga um á bik- iní. Sprangið þarf þó síð- ur en svo að vera al- slæmt. Stækkanlegt Þríhyrningslagað bikiní frá Debenhams. Hentar vel fyrir smærri barma þar sem toppinn má draga til eftir þörfum. Sumarlegt Bikiní frá Debenhams sem hentar vel fyrir miðlungsstóra barma. Buxurnar ná hátt og veita þannig aukið aðhald fyrir magann. Stuðningur Litaglatt bikiní með und- irvírum úr Gorgeous-línu Debenhams. Styður vel við stærri barma og auðvelt að stilla með breiðu bandi. Það er ekki ofsagt að Íslend- ingum hefur alltaf þótt gaman að hittast og skemmta sér. Oftar en ekki fylgir því áfengisneysla en það er ýmislegt sem ber að hafa í huga þegar glösum er lyft. Síðastliðin helgi var ein stærsta skemmtihelgi ársins þegar Friðrik Ómar og Reg- ína Ósk þöndu raddböndin í Eurovision og sáu margir ástæðu til þess að skála við það tilefni. Lýðheilsustöð hefur tekið sam- an nokkra punkta sem gott er að fara eftir þegar áfengi er haft um hönd.  Drekktu ekki of mikið í hvert sinn og ekki á tóman maga.  Gættu þess að bjóða alltaf upp á óáfenga drykki, líka ef þú býður upp á áfengi.  Vatn er best við þorsta – ekki áfengi. Farðu vel með lifrina - slepptu áfengi, a.m.k. á virkum dögum. Settu þér tímamörk, t.d. ekkert áfengi eftir miðnætti. Ávinn- ingurinn skilar sér strax daginn eftir. Ef þú býður til veislu þá skaltu takmarka áfengið – frekar minna magn en meiri gæði. Vertu ófeimin/n við að segja sem er: „Nei takk, ég hef fengið nóg!“ Taktu „áfengisfrí“. – Prófaðu að sleppa áfengi alveg um ein- hvern tíma. Drekktu áfengi að hámarki eitt kvöld um helgar.  Sýndu þá kurteisi að þrýsta ekki á gesti þína að neyta áfengis.  Ekki nota áfengi við einmana- kennd eða kvíða. haukurh@24stundir.is Nokkrir góðir punktar Að ganga hægt um gleðinnar dyr Vín Getur breytt mönn- um í svín samkvæmt ný- legum auglýsingum. GR-35 Stærra en GR-26, Með burstuðu stáli, tímastilli og hitarofa GR-26 Með burstuðu stáli, tímastilli og hitarofaGR-19 Með brauðhitara GEORGE FOREMAN Nýtískuleg hönnun og mismunandi stærðir Nánar á: www.marco.is                                    Glæsilegar Flottar og stæltar í bikíni

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.