24 stundir - 27.05.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 27.05.2008, Blaðsíða 25
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 25 Sumar hjá DANSstudió JSB Sjóðheit námskeið í sumar, bæði fyrir stelpur og stráka! Dans- og leiklistarnámskeið 5x í viku frá kl. 9 – 12 Tímabil: 9. – 20. júní fyrir 7 - 9 ára Tímabil: 23. júní – 4. júlí fyrir 10 - 12 ára Dansstudió JSB heldur 2ja vikna dans- og leiklistarnámskeið í sumar. Tímar: mánudagar til föstudaga frá kl. 9:00 – 12:00. Dans- og leikgleði í fyrirrúmi, útivist og leikir. Kennarar: Linda Þorláksdóttir, Irma Gunnarsdóttir og Sandra Ómarsdóttir. Verð: 23.500 kr. Jazzballett Tímabil: 2. júní – 23. júní Fyrir byrjendur 13 – 15 ára, 3 x 60 mín. í viku Tilvalið 10 tíma námskeið fyrir þá sem vilja kynnast jazzballett. Tímar: mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl. 15:30 – 16:30. Kennari: Þórdís Schram. Verð: 12.800 kr. Klassískur ballett Tímabil : 2.júní – 12.júní Fyrir framhaldsnemendur 15 ára og eldri, 4 x 90 mín. í viku Tímar: mánudagar, þriðjudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl. 18:30 – 20:00. Kennari: María Gísladóttir. Verð: 13.500 kr. Danspúl! Fyrir 16 ára og eldri – 3 x 75 mín. í viku Skemmtileg blanda af dansi og líkamsrækt, tímar fyrir þá sem elska að dansa! Tímar: mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl.18:30 - 19:45. Úrval góðra JSB kennara sér um kennsluna í danspúlinu! Tímabil 1: 2. júní – 26.júní Tímabil 2: 30. júní – 24. júlí Verð: 18.000 kr. fyrir hvort tímabil. Ath! 16 ára og eldri fá frían aðgang að tækjasal og - líkamsræktartímum í Opna kerfinu meðan á námskeiði stendur. Vertu með! Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is Da ns st ud io J SB Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • www.jsb.is E F LI R al m an na te ng sl / H N O T S K Ó G U R gr af ís k hö nn un w w w .js b. is KYNNING Í Weleda-vörunum er sameinað meira en 80 ára reynsla af lækn- ingajurtum og áhrifum þeirra á líkamann og nútímavöruþróun. Til að ná fram sem mestum vöru- gæðum er hráefnið valið af kost- gæfni með hagsmuni manns og umhverfis í huga. Weleda-vörurnar eru þar af leiðandi náttúrulegar, umhverfisvænar og innihalda eng- in gervi-, litar- eða ilmefni. Þær byggja því algjörlega á kröftum náttúrunnar sjálfrar. Weleda lofar engum kraftaverkum, heldur góð- um árangri og betri líðan. Vörurn- ar vinna bæði utan frá og innan frá, með hinum öflugu efnum birkisins. Weleda setti nýverið á markað tvær vörur úr birki, þar á meðal Birki Body Scrub sem er bæði „peeling“ og sturtusápa sem losar húðina við dauðar húðfrumur á mildan hátt ásamt því að slétta og mýkja húðina. Litlar vaxperlur úr hreinu karnauba- og bývaxi nudda húðina og örva blóðrásina og flýta auk þess fyrir endurnýjun húð- frumnanna án þess að þurrka húð- ina eða trufla eðlilegt jafnvægi hennar. Á sama tíma hreinsast húðin vel og fær góða næringu úr apríkósukjarna- og sesamolíum. Handtínd birkiblöð örva húðina og auka teygjanleika hennar. Birki Cellulite Oil er sömuleiðis ný vara sem meðhöndlar appel- sínuhúð og orsakavalda hennar og fyrirbyggir nýmyndun hennar á sama tíma. Ein þekktasta varan frá Weleda er sennilega birkisafinn vinsæli sem er hreinsandi safi úr birkiblöðum sem vaxa villt, en þó undir ströngu eftirliti. Safinn er hollur og góður og hjálpar líkamanum að losa sig við óæskileg eiturefni. Weleda- vörurnar fást í flestum apótekum. svanhvit@24stundir.is Um 80 ára reynsla af lækningajurtum Náttúrulegar og umhverfisvænar Birki Cellulite Oil Ný vara frá Weleda sem meðhöndlar appelsínuhúð og orsakavalda hennar ásamt því að fyrirbyggja nýmyndun hennar á sama tíma. Gott er að geyma sólaráburð í ís- skápnum þegar hann er ekki í notkun. Áður en hann er borinn á skaltu hrista brúsann vel þann- ig að kremið sé ekki kekkjótt. Berðu kremið helst á um hálf- tíma áður en farið er í sólbað og ekki gleyma skrýtnu stöðunum eins og eyrunum, hnésbótunum og ristunum. Passaðu síðan að bera aftur á eftir sund eða sjó- ferðir. Ekki gleyma eyrunum Japanska fyrirtækið Yumetai hefur hafið framleiðslu á sólgleraugum með bláum glerjum sem draga úr matarlyst. Sú vísindalega skýring er á bak við gleraugun að blár litur hjálpi til við að draga úr matarlyst. Auk þess verður maturinn ekki sérlega gómsætur séður með gler- augunum svo það hjálpar eflaust til líka. Gleraugun kosta um 1500 krónur og eru nýjasta æðið í Japan þar sem þau seljast grimmt. Æði í grenning- argleraugum Hvort sem æfingar eru stundaðar heima við eða á líkamsræktarstöð er nauðsynlegt að eiga góðar græjur til að fylgjast með árangri. Ein af þeim góðu græjum sem gott er að eignast er góður púls- mælir með klukku. Ónákvæmt getur verið að telja slögin en gott getur verið að fylgj- ast með púlsi í áreynslu. Ekki er æskilegt að reyna svo mikið á sig að púlsinn fari yfir 130. Púlsmælir fyrir betri árangur Sumum reynist erfitt að drekka eins mikið af vatni og ráðlagt er, þrátt fyrir góðan vilja. Þá getur verið gott að drekka annan vökva, sem þó inniheldur mikið vatn. Einn af þeim drykkjum get- ur verið vatnsmelóna og límóna en sá drykkur er einnig mjög vatnslosandi. Setjið nokkrar lím- ónur og hálfa vatnsmelónu í blandara, fyllið glas af klaka og svo af drykknum góða. Vatnslosandi sumardrykkur Flestir kannast við að finna fyrir sætindaþörf seinnipartinn eða á kvöldin og margir láta gjarnan undan þessari þörf. Því miður vilja aukakílóin oft fylgja með ef nartað er í sætindi síðdegis en mörgum finnst sem ekki sé hægt að standast þessar freistingar. Það er ekki endilega nauðsynlegt heldur má líka takmarka magnið. Þessi mikla sætindaþörf myndast oft vegna þess að líkamann skort- ir orku og vegna vana. Þegar þessi þörf kviknar er tilvalið að láta nægja að fá sér einn til tvo mola af súkkulaði í stað þess að borða heilan nammipoka. Oftar en ekki hættir sætindið að vera gott eftir nokkra bita en af vana er allur pokinn kláraður. Nokkrir bitar af sætindum er nóg

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.