24 stundir - 27.05.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 27.05.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Ég hjóla 5-10 kílómetra á dag,“ segir Oddný Sturludóttir sem notar bílinn sama og ekkert dags- daglega. „Ég nota hjólið aðallega til samgangna, ekki í íþróttalegum tilgangi. Stundum er ég í miklu stuði og fer í lengri ferðir, en á þó eftir að toppa Reykjavík - Gríms- nes sem ég hjólaði þegar ég var 14 ára með Ólöfu Júlíusdóttur!“ Oddný segir hjólreiðarnar hafa góð áhrif á sig. Þolið hefur aukist og stressið líður úr henni eftir langan vinnudag. „Lærvöðvarnir eru þó helsti plúsinn – alveg ómótstæðilegir.“ Aðspurð um hvaða leiðir hún fari segist Oddný mest hjóla um Þingholtin og miðbæinn. „Stundum hjóla ég upp í Borg- artún og vestur í bæ. Ég skrönglast upp og niður gangstéttarkanta, „sikksakka“ milli gangstétta og gatna en hjóla þó oftast á götunni. Ég hjóla auð- vitað á sérstökum hjólaleiðum þar sem þær bjóðast. Og það er nú ekki víða.“ Oddný er á hjólinu allt árið um kring og leggur því ekki í verstu vetrarveðrunum. „Ég hjóla í djúpum snjó jafnt sem sumarblíðu. Mæli með gróf- um dekkjum.“ Oddný segir enda kostina við að vera á hjólinu mikla umfram að nota bílinn. „Hjólreiðum fylgir minni kostnaður, meiri útivera og ég þarf aldrei að leita mér að stæði. Að auki skipta hjólreiðar miklu fyrir samfélagið. Ég menga lítið og skila auðu í svifryksframleiðslu sem er orðin verulegt vandamál í Reykjavík.“ En hvað með manninn hennar Oddnýjar, Hallgrím Helgason. Stígur hann ekki á hjól? „Hann á hjól. En notar það lít- ið því hatturinn fýkur alltaf af honum.“ Stökk höfrungsins „Ég hjóla á hverjum degi og æfi brögð og stökk og þess háttar,“ segir Björgvin Helgi Hjartarson sem setti Íslandsmet í stökki á hjóli í Bunny hopp-stökkkeppni á BMX-hjólum á vegum Hjólreiða- félags Reykjavíkur í febr- úarmánuði síðastliðnum. Björg- vin Helgi, öðru nafni Höfrungurinn, sigraði í keppn- inni og stökk 102 cm. Þar með setti hann Íslandsmet og sló um leið eigið met sem var 97 cm. „Ég er kallaður höfrungurinn vegna ískurs sem heyrist í bremsum á hjólinu. Ég er á hjóli sem heitir Mirraco, Black Pearl,“ bætir Björgvin við og útskýrir nánar að það sé hjól sem henti vel í ýmiss konar stökk, svokallað BMX-hjól. „Ég vildi óska að það væri betri aðstaða hér á landi fyrir hjóla- sportið, okkur vantar torg svipað og hjólabrettasvæði, en stærra.“ Hjólar alla daga í vinnu „Ég hjóla í vinnuna og heim nærri alla daga,“ segir Guðný Steina Pétursdóttir í sjávarútvegs- ráðuneytinu. „Fyrst voru það bara góðviðrisdagarnir sem ég ákvað að nota til að hjóla til vinnu en svo bara rigndi ekki og ég var eig- inlega farin að bíða eftir rigning- unni,“ bætir hún við og hlær. „Nú finnst mér þetta þægilegt og ég hef gott af útiverunni og hreyf- ingunni.“ Guðný segir leiðina niður í bæ beina og greiða. „Ég hjóla í gegnum Elliðaárdal- inn. Ég vil ekki hjóla á götunni og finnst betra að nota hjólreiða- stíga. Það tekur mig um hálftíma að hjóla þessa leið úr Selási niður í miðbæ. Maðurinn minn vinnur líka niðri í miðbæ þannig að stundum hjólum við saman.“ 24stundir/Golli Sikk sakk Oddnýjar, hjólstökk „höfrungsins“ og seigla Guðnýjar Hjólað í borginni Oddný Sturludóttir, Guðný Steina Péturs- dóttir og Björgvin Helgi Hjartarson nota öll hjól á hverjum degi. Þau hafa hvert sinn háttinn á. Björgvin Helgi, sem kall- aður er höfrungurinn af félögum sínum, stekkur um og leikur listir sínar á BMX-hjóli, Oddný sikk- sakkar um miðbæinn í öllum veðrum og Guðný Steina hjólar langa leið til vinnu á hverjum degi. Hjólar allt árið um kring Oddný segist sikk sakka um götur miðborgarinnar. Hjólalistir á BMX Björgvin, öðru nafni höfrungurinn, stekk- ur um á hjólinu. Hjólar alla daga Guðný Steina hjólar í gegnum Elliðaárdal á hverjum degi til vinnu. Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood         ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU FIM 29. MAÍ NÆST SÍÐASTA SÝNING SUN 1. JÚN SÍÐASTA SÝNING 2 SÝNINGAR EFTIR Fær hugann til að fljúga og kemur tilfinningum á rót” M.K MBL Falleg, fyndin,sönn og kvenleg” V.G Bylgjunni “Ég hvet fólk til að drífa sig á leikinn og njóta” Jón Viðar DV

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.