24 stundir - 28.05.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 28.05.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 24stundir Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Hjálparstarfsmenn og friðargæslu- liðar komast margir upp með að beita börn í stríðshrjáðum löndum og á hamfarasvæðum kynferðislegu ofbeldi. „Börn allt niður í sex ára aldur þjóna hjálparstarfsmönnum og friðargæsluliðum kynferðislega í skiptum fyrir mat, peninga, sápu og í fáum tilvikum munaðarvörur líkt og farsíma,“ segir í nýrri skýrslu bresku hjálparsamtakanna Save the Children. Auvirðilegar athafnir Save the Children byggir rann- sóknina á viðtölum við um 250 börn frá Fílabeinsströndinni, suð- urhluta Súdans og Haítí. „Rann- sóknin sýnir fram á auvirðilegar at- hafnir mjög fárra brotamanna sem misnota sum varnarlausustu börn- in í heiminum, börn sem eiga að njóta verndar,“ segir Jasmine Whit- bread, talsmaður samtakanna. Hún segir erfitt að ímynda sér ógeðfelld- ari misnotkun á valdi eða brot á réttindum barna. Hjálparsamtökin segjast mæla með að alþjóðleg eftirlitsstofnun verði sett á laggirnar þannig að koma megi í veg fyrir brot af þessu tagi. Fagna skýrslunni Í skýrslunni segir að það hörmu- legasta í þessu öllu saman sé að til- kynnt sé um fæst tilvikin og að brotamönnum sé ekki refsað vegna ótta fórnarlambanna. Ótti við hefndaraðgerðir, að neyðaraðstoð verði dregin til baka, að verða út- skúfaður út samfélaginu og van- kunnátta á einnig þátt í því að svo fá brot eru tilkynnt. Ekkert umburðarlyndi Sameinuðu þjóðirnar hafa fagn- að skýrslunni og hyggjast taka mál- in til gaumgæfilegrar skoðunar. Save the Children segja alþjóða- samfélagið hafa samþykkt að ekkert umburðarlyndi skuli sýnt gagnvart kynferðisofbeldi gegn börnum, en að ekki sé nóg gert til að fylgja þeirri stefnu eftir. Nick Birnback, talsmaður Sam- einuðu þjóðanna, segir hins vegar að ekki sé með nokkru móti mögu- legt að tryggja að engin tilvik eigi sér stað innan stofnunar með um 200 þúsund starfsmenn víða um heim. Allt of algengt Rúmlega helmingur þeirra barna sem rætt var við minntust þess að hafa verið nauðgað eða áreitt kyn- ferðislega og af þeim sagði fjórð- ungur að tilvikin væru fleiri en tíu. Þó að dæmi séu um að sex ára börn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af friðargæsluliðum, eru flest börnin á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Fjórtán ára drengur sem starfar í friðargæslubúðum á Fílabeins- ströndinni segir friðargæsluliða og hjálparstarfsmenn oftast biðja um stúlkur á hans aldri. „Oft eru átta til tíu menn sem deila tveimur eða þremur stelpum. Þegar ég bendi á eldri stelpur segjast þeir kjósa þær yngri.“ Beita börn kyn- ferðisofbeldi  Bresk hjálparsamtök segja friðargæsluliða marga komast upp með að beita börn á stríðssvæðum kynferðislegu ofbeldi ➤ Orðspor friðargæsluliða Sam-einuðu þjóðanna hefur beðið mikinn hnekki síðustu árin. ➤ Nýlega hefur komist upp aðfriðargæsluliðar í Lýðveldinu Kongó, Fílabeinsströndinni og Haítí hafa beitt konur kyn- ferðislegu ofbeldi. FRIÐARGÆSLA NordicPhotos/AFP Börn í Darfúr Save the Children vilja að komið verði á alþjóðlegri eftirlitsstofnun til að koma í veg fyrir mál sem þessi. Austrænt samstarf til stækkunar Utanríkisráðherrar Póllands og Svíþjóðar lögðu fyrr í vikunni fram tillögur um austrænt samstarf Evr- ópusambandsins og nágrannaríkj- anna Armeníu, Aserbaídsjan, Georgíu, Moldavíu og Úkraínu til umfjöllunar á fundi utanríkisráð- herra ESB í Brussel. Radoslaw Sikorski, utanríkisráð- herra Póllands, segir að slíkt sam- starf myndi bæði hugmyndafræði- lega og í reynd efla tengsl ESB við ríki sem gætu í framtíðinni orðið aðilar að sambandinu. Umrædd ríki séu hins vegar nú í ákveðinni biðstöðu vegna „stækkunarþreytu“ innan sambandsins. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, tekur í sama streng og sagði tíma vera kominn til að litið yrði lengra til austurs til að sjá hvað hægt væri að gera til að styrkja stoðir lýðræðisins. atlii@24stundir.is Kerstin Fritzl, nítján ára dóttir Elísabetar Fritzl, er nú vöknuð úr dái, en henni hefur verið haldið sofandi frá því að hún var flutt á sjúkrahús í Amstetten í Austurríki í lok síðasta mánaðar. Kerstin er elst af sjö börnum sem Elisabeth eign- aðist með föður sínum í kjallara húss þar sem henni var haldið fanginni í 24 ár. Upp komst um voðaverk Josefs Fritzl eftir að Kerstin veiktist al- varlega og var komið undir læknishendur. aí Kerstin Fritzl vöknuð úr dái Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, á talsvert meiri möguleika á að verða næsti framkvæmdastjóri NATO, en að verða fyrsti forseti ESB. Þetta segir danska blaðið Politiken, eftir að hafa rætt við heimildarmenn innan NATO og utanríkisráðuneyta bandalagsþjóða Danmerkur. Alls staðar sé bent á Danann sem hinn fullkomna arftaka Jaap de Hoop Scheffers, núverandi framkvæmda- stjóra NATO. „Það er á hreinu að röðin er komin að Skandinavíu. Danski forsætisráðherrann lítur út fyrir að vera alveg rétti maðurinn,“ segir heimildarmaður Politiken innan NATO. Mikið hefur verið rætt um að Fogh Rasmussen hyggi á frama innan alþjóðastofnana. aí Fogh líklegur arftaki Scheffers Stækkar ESB enn lengra til austurs? H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 8 – 0 8 1 0 Menningarlegir miðvikudagar í Bláa lóninu Alla miðvikudaga í maí kl. 19.30 verða menningarlegir viðburðir í boði fyrir baðgesti Bláa lónsins. www.bluelagoon.is Í KVÖLD! FRUMSAMIN BULLA Bergur Ingólfsson leikari mun flytja frumsamda „bullu“ í ákveðnu ljóðaformi. Bullan byrjar háfleygt en fer svo út í ruglurím um líðandi stund en inni í því er sögð saga sem stöðugt fer út úr sér vegna þess að rímið býður upp á það. Bullan verður flutt á íslensku og ensku. Félag sjálfstæðismanna í Árbæ Selási, Ártúns- og Norðlingaholti efna til opins fundar um efnahagsmál með Illuga Gunnarssyni alþm. Fundurinn verður í dag 28. maí kl. 20:00 í félagsheimili sjálfstæðismanna í Hraunbæ 102B (við hliðina á Skalla). Allir velkomnir! Stjórnin. Opinn fundur með Illuga

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.