24 stundir


24 stundir - 28.05.2008, Qupperneq 13

24 stundir - 28.05.2008, Qupperneq 13
24stundir MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 13 Pólitískri uppstokkun á Ís-landi er alls ekki lokið, aðmati Jóns Magnússonar, þingmanns Frjáls- lynda flokksins. Í hans flokki er ein- mitt að finna upp- stokkara aldarinnar, Kristin H. Gunnarsson þing- flokksformann sem á skrautlega fortíð í flokkum sem hann hefur starfað í gegnum tíðina. Sérstaða Kristins hefur gjarnan skapað umrót og var frægt tímabil þegar þingmenn Framsóknar útilokuðu hann úr nefndum Alþingis. Nú er Kristinn upp á kant vegna flótta- mannastefnu nýja flokksins. Einn á móti öllum og talið fullvíst að Frjálslyndir velji sér nýjan þing- flokksformann og trúlega komi Jón Magnússon í stað Kristins næsta haust. Sami Jón er ásamt GuðjóniArnari Kristjánssyni afstjórnmálaskýrendum oft talinn líklegur til að ganga í Sjálf- stæðisflokkinn áður en kjör- tímabilið er úti. Þeir félagar hafa ekki gef- ið mikið fyrir slíkar sögusagnir en eru þó alveg til í að rifja upp rætur sínar í Sjálf- stæðisflokknum. Segja að flokkurinn hafi fjarlægst þjóðina en sjálfir standi þeir eftir eins og klettar úr hafinu – hinir raunverulegu sjálfstæðismenn. Hvorki Kristinn né Magnús Þór Hafsteinsson eru taldir líklegir til vistaskipta og sagt útilokað að leiðir Kristins og Sjálfstæð- isflokksins liggi saman. Vantrúaðir trúðu ekki eiginaugum við að sjá þing-menn VG styðja tillögu um kristilega arfleifð í skólum. Ókristnir benda á að þetta sé þvert gegn landsfund- arsamþykkt VG og spyrja hver eigi að vernda hina heiðnu arfleifð. Óli Gneisti Sóleyjarson segir sérstök von- brigði að sjá þingmenn VG styðja ríkisrekin trúarbrögð. Ung vinstri græn brugðust þunglega við, þótt Kolbrún Halldórsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Ögmundur Jónasson sætu hjá í atkvæða- greiðslu. Róttækir kalla málið kristilegt yfirklór sem opni á trú- boð í skólum. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Í gærkvöldi fóru fram eldhús- dagsumræður á Alþingi. Undir- rituð tók þátt í þeim umræðum fyrir hönd Samfylkingarinnar og ræddi m.a. um verkefni stjórn- armeirihlutans og ríkisstjórnar- innar þetta fyrsta starfsár. Sé litið til verkefna ríkisstjórn- arinnar er hægt að vera stolt. Sú stjórn sem mynduð var fyrir ári var eini raunhæfi kosturinn mið- að við þá stöðu sem uppi var. Sé litið til þessa fyrsta árs tel ég það hafa verið afar heppilegt að þessir tveir flokkar voru við stjórnvöl- inn. Í þeirri efnahagslægð sem við höfum horft upp á sýndu stjórn- arflokkarnir styrk sinn. Þeir hafa ekki farið á taugum né sýnt kæru- leysi við efnahagsstjórn heldur með hægð og lagni stýrt í gegnum mesta brimskaflinn. Og á grund- velli mótaðrar verkefnaskrár verð- ur haldið áfram út kjörtímabilið. En um leið og litið er yfir verkefni þessa fyrsta árs skal það áréttað að hér er einungis fyrsta ár af fjórum að líða. Enn eru mörg mál sem bíða úrlausnar í anda stjórn- arsáttmálans og ekki hægt að ætl- ast til að öll mál séu í höfn eftir þetta fyrsta ár. Þegar litið er yfir afrekalistann í velferðar-, kvenfrelsis- og jafn- réttismálum er hægt að bera höf- uðið hátt. Fyrsta verk þessa stjórnarmeirihluta var að sam- þykkja aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna. Var það eitt helsta kosningamál Samfylkingar- innar. Loksins er á Íslandi tekinn við stjórnartaumum meirihluti sem byggir á kvenfrelsi sem er ein af þeim stoðum sem Samfylkingin stendur á. Nú hefur verið sam- þykkt nýtt frumvarp til jafnrétt- islaga. Fullyrði ég að það er eitt mesta framfaraskref í lagasetn- ingu í jafnréttismálum í seinni tíð. Þar er kveðið á um að Jafn- réttisstofa fái ríkari heimildir til að framkvæma eftirfylgni laganna – því ótrúlegt en satt – menn hafa komist upp með það árum saman að hundsa jafnréttislög. Og það var gert í mörg ár án þess að Al- þingi brygðist við. Síðan má velta því fyrir sér hvort slíkt hefði verið látið viðgangast ef um væri að ræða fjármálamarkaðinn, sam- keppnismálin eða önnur svið. Nú hefur Jafnréttisstofa fengið álíka heimild og t.d. Samkeppniseftir- litið og Fjármálaeftirlitið til að fylgjast með því að lögunum sé framfylgt. Kærunefnd jafnréttis- mála hefur fengið þann stall í lög- unum að nú eru úrskurðir henn- ar bindandi sem er afar mikilvægt. Eitt af mikilvægustu verkefnum þessarar ríkisstjórnar er einmitt að vinna á kynbundnum launa- mun og í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar stendur að minnka eigi óútskýrðan kyn- bundinn launamun um helming á kjörtímabilinu. Þannig voru strax sl. haust settar á laggirnar tvær nefndir sem vinna eiga tillögur um að taka hressilega á launamun kynjanna. Ég á sjálf sæti í einni af þessum nefndum sem hefur það meginverkefni að setja fram áætl- un um hvernig minnka megi óút- skýrðan launamun kynjanna á opinberum vinnumarkaði – og í öðru lagi að gera tillögur um það hvernig endurmeta megi sérstak- lega kjör kvenna hjá hinu op- inbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri- hluta. Einhverjir munu ef til vill segja að hér sé verið að reiða of hátt til höggs og enn aðrir munu spyrja hví þetta hafi ekki verið gert í ný- gerðum samningum. Til þess þarf lengri samningstíma en samið var um á dögunum og ígrundað sam- komulag allra aðila um yfirlýst markmið. Verið er að vinna áætl- un í þessum efnum og tillögur nefndanna sem ég nefndi hér á undan verða kynntar á jafnrétt- isþingi í október næstkomandi. Þær verða væntanlega grunnur og innlegg í kjarasamningagerð þeg- ar samningar losna í mars 2009. Ég tala af reynslu þegar ég segi að ef það er pólitískur vilji til að taka á þessum málum þá er það hægt. Ef það var hægt að minnka bilið hjá Reykjavíkurborg á sínum tíma þá er það hægt hjá ríkinu einnig. Höfundur er alþingismaður Eldhúsdagur á Alþingi VIÐHORF aSteinunn Valdís Óskarsdóttir Ef það var hægt að minnka bilið hjá Reykja- víkurborg á sínum tíma þá er það hægt hjá rík- inu einnig. Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Miðvikudagur 28. maí 2008  Gagnrýnandi segir brussulegan blástur Dyl- ans í munnhörpuna hafa verið krúttlegan. » Meira í Morgunblaðinu Krúttlegur Dylan  Það er algjör óþarfi að setja sig í hátíðlegar stell- ingar gagnvart myndlistinni á Listahá́tíð. » Meira í Morgunblaðinu Hús og hengirúm  Sigur Rós segir frá vænt- anlegri plötu sveitarinnar sem kemur út eftir tæpan mánuð. » Meira í Morgunblaðinu Ný plata á leiðinni reykjavíkreykjavík ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.