24 stundir - 28.05.2008, Page 15

24 stundir - 28.05.2008, Page 15
24stundir MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 15 ENDURO Husaberg FE 450, FE 550 og FE 650 2007 árgerðir, verð frá 790.000 kr. 2008 árgerðir, verð frá 870.000 kr. SUPERMOTO Husaberg FS 450 og FS 650 2008 árgerðir, verð frá 960.000 kr. N1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 REYKJAVÍK. SÍMI 440 1220, OPIÐ VIRKA DAGA 08-18, LAUGARDAGA 10-14 Dalshrauni 17 Hafnarfirði, Hafnargötu 90 Reykjanesbæ, Innnesvegi 1 Akranesi, Tryggvabraut 18-20 Akureyri, Lyngási 13 Egilsstöðum, Hrísmýri 7 Selfossi, Básaskersbryggju Vestmannaeyjum. WWW.NITRO.IS YFIR URÐ OG GRJÓT HUSABERG HJÓL Á ALVÖRU VERÐI! MIKIÐ ÚRVALAF ÖRYGGIS- OGAUKABÚNAÐI Reyklausi dagurinn er dagurinn sem allir reykingamenn hata og engum þeirra dettur í hug að hætta þá! Á meðan ég reykti breyttist ég í skrímsli þennan dag. Ég fylltist sterkri réttlætiskennd og réttlátri reiði. Ég reykti þar sem mér sýndist. Þetta gerðist bara þennan dag – bara einn dag á ári! Alla aðra daga hegðaði ég mér eins og allir aðrir. Ekkert gerir reyk- ingamenn eins reiða og fólk sem aldrei hefur reykt og segir þeim að hætta! Þetta fólk skilur ekki reyk- ingamenn! Allir reykingamenn vilja samt hætta! Annars mundu þeir hvetja börnin sín til að reykja, ekki satt? Bara orðið „hætta“ fyllir okkur skelfingu og áður en við vit- um af erum við búin að finna okkur einhverja „réttlætingu“ til að fresta því að hætta, fresta því einu sinni enn. Þessi skelfing stafar af því að við trúum því að við verðum að vaða eld og brennistein til að hætta. Á undanförnum ár- um hefur reykingamönnum á Ís- landi fækkað úr því að vera um 25% þjóðarinnar niður í um 20%. Frábært! En þetta segir bara ekki alla söguna. Á sama tíma hefur neysla nikótín-„lyfja“ á Íslandi aukist gífurlega og við notum nú rúmlega sexfalt það magn á hvern íbúa sem Norðmenn nota! Gallinn er að flestir fara að inn- byrða meira nikótín með nikótín- „lyfjunum“ og þeir eru áfram fast- ir í nikótíninu. Nikótín er alls ekki skaðlaust. Það er ekki bara öflugt fíkniefni, það er enn notað í skor- dýraeitur af því að það virkar mjög vel. Aðalvandinn er samt hæfileiki þess til að draga saman æðarnar í æðakerfi okkar. Það leiðir til þess að háræðarnar okkar stíflast. Þetta er ástæðan til þess að það þarf að taka fætur og hendur af reykingamönnum. Það er hins vegar verra að háræðarnar í hjart- anu stíflast líka og það kemur drep í hjartavöðvann, sem á endanum leiðir til hjartastopps. Ef þessi nikótín-þróun heldur áfram meg- um við eiga von á verulegri aukn- ingu á hjartastoppstilfellum! Núna á að fara auka aðgengið að nikó- tín-„lyfjunum“ og þá er gert ráð fyrir að verðið lækki. Það er ekki reykingaathöfnin sjálf sem ánetjar okkur – það er nikótínið sem gerir það! Ef þú ættir barn sem væri komið í heróín, mundirðu þá gefa því heróíntyggjó til að hjálpa því að losna við heróínið? Aldrei! Það er til námskeið sem fjar- lægir óttann við það að hætta og löngunina í nikótínið: Allen Carŕs easyway to stop smoking – Létta leiðin til að hætta er langárang- ursríkasta aðferðin sem til er. Ég losnaði við nikótínið með þessari aðferð fyrir næstum 20 árum og það var ekki nokkur vandi og eng- in skelfing. Ég vissi að ég væri laus að eilífu – enginn kvíði, bara ótrú- lega ánægjulegt að losna loksins og ég hef aldrei saknað tóbaksins. Þessi aðferð losar líka fólk sem er fast í nikótín-„lyfjunum“ eða tek- ur tóbak í munn eða nef. Þú getur ekki tapað því það fylgir endur- greiðslutrygging með námskeið- unum. Þeir lesendur blaðsins sem skrá sig á námskeið til að hætta fá 10% afslátt! Höfundur er leikari Létta leiðin til að hætta! UMRÆÐAN aPétur Einarsson Þessi aðferð losar líka fólk sem er fast í nikótín- „lyfjunum“ eða tekur tóbak í munn eða nef. Ósjálf- stæðir háskólar UMRÆÐAN aÁsgeir RunólfssonNú er menntamálanefnd Alþingis búin að afgreiða frumvarp til laga um opinbera háskóla til annarrar umræðu í þinginu. Ungir jafnaðar- menn gerðu athugasemdir við frumvarpið þegar það kom fyrst fram. Ein af athugasemdunum sneri að gjörbreyttri skipan háskólaráða. Samkvæmt frumvarpinu átti meiri- hluti háskólaráða að vera skipaður fulltrúum sem koma ekki frá skól- unum sjálfum. Í ljósi þess að engin haldbær rök hafa komið fram fyrir þessari breytingu, sem gengur þvert á þær lýðræðishefðir sem hafa skap- ast í háskólasamfélögum í aldanna rás, verður ekki hægt að ætla annað en að menntamálaráðherra sé að sækjast eftir meiri völdum innan skólanna. Ganga þannig þvert á yf- irlýstan góðan tilgang frumvarpsins um að auka sjálfstæði opinberra há- skóla. Menntamálanefnd Alþingis virðist ætla að taka þátt í þessum skrípaleik ráðherra. Hún hefur gert breytingatillögur á frumvarpinu sem fela m.a. í sér að pólitískt skip- aðir fulltrúar í háskólaráði HÍ verða fjórir, voru áður tveir. Ásamt tveim- ur utanaðkomandi fulltrúum geta þeir myndað meirihluta í 11 manna ráðinu. Enn er meirihluti háskóla- ráðs skipaður utanaðkomandi aðil- um! Að hafa fjóra pólitískt skipaða fulltrúa í æðsta stjórnstigi nú- tímaháskóla er mikið óráð. Erfitt er að átta sig á hvaða tilgangi það þjón- ar öðrum en að tryggja ítök ráð- herra við stjórnun skólans. Þær lýðræðishefðir sem mótast hafa í háskólum á seinustu öldum hafa tryggt skólunum mikla virð- ingu og á Íslandi endurspeglast það best í því að Háskóli Íslands er sú stofnun sem Íslendingar bera mest traust til. Með frumvarpinu er gert lítið úr framlagi nemenda og kenn- ara við stjórnun skólanna, það eru þeir sem mynda háskólasamfélögin og þeir eiga að hafa völdin á æðsta stjórnstigi skólanna. Eins og þeir hafa völdin á öðrum stjórnstigum þar sem nemendur og kennarar kjósa sér fulltrúa til að leiða starf skólanna. Eðlilegt er að utanaðkom- andi aðilar sitji í háskólaráðum en að þeir séu í meirihluta tekur eng- um rökum. Skorað er á alþingis- menn að stöðva þessar slæmu breyt- ingar nú á seinustu dögum þingsins. Meirihluti háskólaráðs á að vera skipaður af þátttakendum í háskóla- samfélaginu og endurspegla þá stjórnunarhætti sem háskólarnir byggja á. Lengri útgáfa greinarinnar birtist á vefsíðunni www.politik.is, þar eru lagðar fram tillögur að breytingum frumvarpinu. Höfundur er í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.