24 stundir - 28.05.2008, Page 16

24 stundir - 28.05.2008, Page 16
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -umhverfisvænn ferðamáti 16 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 24stundir Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Til stendur að setja á fót pökkunar- miðstöð fyrir grænmeti á Flúðum. Þorleifur Jóhannesson, garð- yrkjubóndi á Hverabakka í Hruna- mannahreppi, er einn þeirra sem eru í forsvari fyrir framkvæmdinni og segir hann að markmiðið sé að ná aukinni hagkvæmni í fram- leiðslu á innlendu grænmeti. „Það er ljóst að neytendur sætta sig ekki við annað en að fá innlent grænmeti pakkað í neytendaum- búðir. Þróunin hefur því orðið sú að flestallir framleiðendur pakka sínum afurðum sjálfir með tilheyr- andi tækjakosti. Þetta eru mjög dýrar vélar og sömuleiðis þarf tölu- vert vinnuafl við þessa pökkun.“ Stefnt að áframhaldandi þróun Þorleifur segist hafa farið að kanna hvort möguleikar væru á samvinnu í pökkun á grænmeti til að ná niður kostnaðarliðum. „Ég fór af stað og fann vélar sem hægt væri að nota í þessa pökkun. Þær eru nokkuð dýrar en stefnan er sú að þær verði reknar í sameignar- félagi bænda. Við erum þegar bún- ir að festa okkur húsnæði hér á Flúðum og stefnum á að fara af stað með haustinu. Við munum byrja smátt og eingöngu með pökkun á tómötum. Stefnan er síð- an sú að þróa þessa pökkun bara áfram eftir þörfum og áhuga bænda sem vilja koma að þessu með okkur. Ég sé síðan fyrir mér að útiræktað grænmeti muni fylgja í kjölfarið.“ Heyrt af miklum áhuga Stofnkostnaðurinn við kaup á pökkunarvélunum hleypur að sögn Þorleifs á fimmtán til tuttugum milljónum. Þorleifur segir að þrír garðyrkjubændur standi að stofn- un pökkunarstöðvarinnar. Hann hafi hins vegar heyrt af áhuga fjölda annarra bænda á svæðinu og aðrir bændur séu velkomnir í sam- starfið. „Mér sýnist alveg ljóst að þetta muni ekki kosta okkur meira en núverandi fyrirkomulag. Að öðru leyti mun ekkert breytast í ferlinu, við munum halda áfram að pakka í nafni hvers framleiðanda fyrir sig. Við munum jafnframt dreifa grænmetinu eins og verið hefur, ýmist í gegnum Sölufélag grænmetisbænda eða með samn- ingum við einstaka söluaðila.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á vidskipti@24stundir.is Grænmeti Ef grænmetispökkunarstöð tekur til starfa á Flúðum yrði það mikið hagræði fyrir grænmetisbændur. Bændur pakka grænmeti saman  Garðyrkjubændur hagræða með því að stofna pökkunarstöð á Flúðum  Stefnt að því að hefja pökkunina strax með haustinu ➤ Nálega áttatíu prósent af inn-lendu grænmeti, ef kartöflur eru undanskildar, eru fram- leidd í uppsveitum Árnes- sýslu. ➤ Flúðir eru mjög miðsvæðis ásvæðinu og einungis í um hundrað kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. ➤ Ljóst er að hægt væri að náumtalsverðri hagræðingu ef pökkun færi fram þar. GRÆNMETISFRAMLEIÐSLA MARKAÐURINN Í GÆR            ! ""#                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                           : -   0 -< = $ ' >?@ABB>B C5B@DD@A >3CB?55@ , 3B>C4CA?3 >B5DBABA 3B@>5B 4343>3@D3 >@B5CBDB@ C>>D5>B >CB>@CDB >@4@?A>5C AD@BBBB ACCB>4C4 5CD?C B 5B55@D CAA4BD3 C4@D3C> , @C>DD?C , , 43DBDC@@ , , D4>55BBB , , 4ED? 3AE5B CBEB3 , C@EA5 >BE35 >BE5B @@5EBB >5EA5 D5E3B AE5A CCEAB 3E>D D@E5B CE>4 4E?D >C4E5B C54CEBB 3B@EBB , C5AEBB , , , , , 5>@5EBB CBEBB , @EB5 35EBB CBEB@ 4E4B C@E55 >BEAB >BE45 @?BEBB >5E45 D5E?B AE5D CCEAA 3E3> D?E>B CE>? 4ED3 >CDE5B C5?5EBB 3C3EBB BED5 C55EBB CE?B >CEBB @EBB , , 53>5EBB C>EBB 4EBB /   - ? C> CD , 34 C3 > 4A >@ 4 CA A4 3 4 > , C A > , C3 , , C , , ? , , F#   -#- >@5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >C5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >35>BB? >@5>BB? >@5>BB? >@5>BB? >B5>BB? >@5>BB? CB3>BB? ?5>BB? C45>BB? 4C>>BB@ >>?>BB@ >@5>BB? >45>BB? @3>BB? "   ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um 636 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, eða 5,94%. Bréf SPRON hækkuðu um 1,79% og bréf Bakkavarar um 1,45%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Century Aluminum, eða 2,75%. Bréf Teymis lækkuðu um 1,49% og bréf Atorku um 1,13%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,56% í gær og stóð í 4.809 stig- um í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,95% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan lækkaði um 0,39% í gær. Breska FTSE-vísitalan lækk- aði um 0,47%, en þýska DAX- vísitalan hækkaði um 0,07%. Kosin hefur verið ný stjórn Félags kvenna í atvinnurekstri, FKA. Formaður er Margrét Kristmanns dóttir og varaformaður Hafdís Jónsdóttir. Aðrar í stjórn eru Hafdís Karlsdóttir, Bryndís Torfadóttir, Katrín Pétursdóttir, Svava Johansen og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Framkvæmda- stjóri verður áfram Sofía John- son. Í dag eru um 650 konur í Fé- lagi kvenna í atvinnurekstri. ibs Ný stjórn FKA kjörin Væntingavísitala Gallup hefur ekki mælst lægri frá því í desember árið 2001. Vísitalan mælist nú 82,7 stig, og lækkaði um fjórtán stig frá því í apríl. „Óhætt er því að segja að svartsýni neytenda hafi aukist tölu- vert í mánuðinum,“ segir í Hálffimmfréttum Kaup- þings banka. Maí sé þriðji mánuðurinn í röð sem væntingavísitalan fer undir 100 stig, sem þýðir að fleiri neytendur eru svartsýnir en bjartsýnir á stöðu mála í hagkerfinu. „Að mati Greiningardeildar munu væntingar neytenda áfram mælast lágar á næstu mánuðum samhliða því sem dregur úr umsvifum í hagkerfinu og kólnun kemur fram á vinnumarkaði. Þessari þróun svipar til þess sem gerðist í síðustu niðursveiflu þegar væntingar neytenda mældust undir 100 stigum níu mánuði í röð,“ segir ennfremur í Hálffimmfrétt- unum. hos Ekki minni væntingar síðan 2001 Aðeins þrír af framkvæmdastjór- um 50 stærstu fyrirtækjanna af 500 fyrirtækjum á lista tímarits- ins Fortunes skipta hægra hárinu megin. „Það er erfitt fyrir þá sem skipta hægra megin að vera í for- ystu,“ segir John Walter, sem starfar við Marymount Manhatt- an College í New York, í viðtali við tímaritið. Í vinstri helmingi heilans eru stöðvar rökhugsunar. Í hægra helmingnum eru stöðvar sköpunargáfu og einnig tilfinn- inga, ef marka má kenningar sem haldið er á lofti. ibs Leiðtogar skipta vinstra megin „Húsnæðisverð í Bandaríkjunum lækkaði um 14,3% á milli ára miðað við marsmánuð sam- kvæmt Case Shiller-vísitölunni,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Segir þar að vísitalan mæli verð á heimilum í 20 stórborgum, sem hafi aldrei áður lækkað meira á einu ári. „Gjaldþrot valda því að töluvert offramboð er á húsnæð- ismarkaði í Bandaríkjunum en lækkandi verð hefur einnig þau áhrif að fólk í kauphugleiðingum heldur að sér höndum.“ hos Húsnæðisverð í frjálsu falli FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Við munum byrja smátt og eingöngu með pökkun á tómötum. Stefnan er síðan sú að þróa þessa pökkun bara áfram eftir þörfum og áhuga bænda.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.