24 stundir - 28.05.2008, Síða 26

24 stundir - 28.05.2008, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@24stundir.is a Fólk getur sparað sér þetta með því að kaupa kannski minna í einu og skoða betur eigin neyslu áður en það fer í búðina. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Gera má ráð fyrir að verðmæti matar sem hent er hér á landi sé um 3,4 milljarðar króna á ári og að heildarsóun landsmanna nemi um 8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýlegri könnun Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands á neysluvenjum Íslendinga. Þó nokkuð af matvælum fer til spillis á heimilinu af ýmsum ástæðum og landsmenn eiga einnig til að eyða peningum sínum í hluti sem þeir nota lítið sem ekkert. Dregið úr sóun Þuríður Hjartadóttir, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, segir að það sé kannski ekki óeðlilegt að ferskvörur og annað sem geymist illa endi í ruslinu. Það sé þó hægt að draga úr magni þeirra matvæla sem hent er með markvissum innkaupum. „Fólk getur sparað sér þetta með því að kaupa kannski minna í einu og skoða betur eigin neyslu áður en það fer í búðina,“ segir hún. Það getur einnig borgað sig að hugsa sig tvisvar um áður en mað- ur tekur tilboðum í verslunum, jafnvel þó að manni finnist erfitt að hafna þeim. „Oft hefði fólk betur sleppt því að kaupa hlutinn af því að það hafði engin not fyrir hann,“ segir Þuríður. Átta sig ekki á þörfum Þátttakendur í könnuninni gefa upp mismunandi ástæður fyrir só- uninni. Þannig segjast tæp 30% svarenda sóa peningum vegna þess að þeir geri sér illa grein fyrir þörf- um sínum og heimilisins. Álíka margir telja sig ekki sóa peningum en rúm 20% svarenda segist eyða peningum vegna þess að þeir hafi ánægju af því og njóti þess. Könnunin var samstarfsverkefni Sorpu bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Sorpeyðingarstöðvar Suður- nesja sf., umhverfis- og samgöngu- sviðs Reykjavíkurborgar, Neyt- endasamtakanna, Landverndar og Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands. Hér að neðan má sjá nokkra áhugaverða punkta úr niðurstöð- um rannsóknarinnar. Sóun Íslendingar eyða háum upp- hæðum í hluti sem þeir nota ekki og enda jafnvel í ruslinu. Íslendingar eru duglegir að sóa peningunum sínum Milljarðar í súginn Íslendingar eyða háum fjárhæðum í hluti sem þeir hafa ekki not fyrir og stór hluti matvæla endar óétinn í ruslinu sam- kvæmt niðurstöðum könnunar á neysluvenj- um landsmanna. Draga má úr sóuninni með markvissum innkaupum. ➤ Rannsókninni var ætlað aðkanna sóun Íslendinga og viðhorf þeirra til hennar með því að biðja þá um að meta eigin sóun og ástæður henn- ar. ➤ Jafnframt var könnuð flokkunÍslendinga á úrgangi. ➤ Spurningalisti var sendur til3.000 Íslendinga 18 ára og eldri. 1.198 svör bárust. RANNSÓKNIN Þó að Íslendingar séu flestir já- kvæðir gagnvart flokkun á sorpi flokka um 20% lítið sem ekkert og eru neikvæð eða afskiptalaus gagn- vart flokkun. Þetta kemur fram í könnun Félagsvísindastofnunar á neysluvenjum Íslendinga sem var gefin út á dögunum. Á heimilum þar sem ekki er flokkað finnst fólki það kosta of mikla fyrirhöfn eða að ekki sé pláss á heimilinu fyrir flokkunina. Aðrir telja tilgangslaust að flokka, gera það ekki vegna þess að þeir græða ekkert á því eða af því að það skipt- ir ekki máli fyrir umhverfið. Þjónusta skiptir máli Flestir (80%) telja líklegt að þeir myndu flokka meira ef úrgangur yrði sóttur heim til þeirra. Lang- flestir (um 90%) svarenda sögðust alltaf flokka drykkjarumbúðir með skilagjaldi. Þá flokka enn fremur flestir ýmsa nytjahluti, spilliefni og rafhlöður frá venjulegu heimilis- sorpi. Minnihluti svarenda flokkar mjólkurfernur, kertaafganga og líf- rænan úrgang frá sorpi. Konur hafa talsvert jákvæðari viðhorf til flokkunar en karlar og þeir sem eldri eru hafa einnig já- kvæðari viðhorf en hinir yngri. Flokkun landsmanna Fáeinir punktar úr könnun Fé- lagsvísindastofnunar á neysluvenj- um Íslendinga. Skýrsluna í heild sinni má nálgast á vef Fé- lagsvísindastofnunar. Flestir (69%) henda salati eða káli einu sinni í mánuði eða oftar. Einnig er algengt að ávöxtum eða brauði sé hent. Tæplega 40% svarenda höfðu keypt snyrtivörur sem höfðu lítið verið notaðar. Tæplega 30% höfðu keypt að- gang að einhvers konar líkams- ræktarklúbbi sem var sjaldan eða aldrei notaður. Helmingur svarenda hefur keypt skó eða föt á útsölu sem voru sjaldan eða aldrei notuð. Fjórðungur svarenda kannast við að hafa keypt raftæki sem lítið eða ekkert hefur verið notað. Helmingur svarenda hefur keypt eitthvað á útsölu sem ekki hef- ur hentað. 65% svarenda kannast við að hafa fengið gjöf sem þeir höfðu ekki not fyrir en vegna tillitssemi við gefandann var henni ekki skipt. 27% telja sig hafa sóað pen- ingum vegna utanaðkomandi þrýstings eða til að geta haldið í við nágranna. Punktar úr könnun Félagsvísindastofnunar Sóun Íslendinga Það borgar sig að halda vel ut- an um gjafakort og inneign- arnótur sem manni áskotnast. Oft týnir fólk kortunum eða gleymir að nota þau og áttar sig jafnvel ekki á því fyrr en þau eru löngu útrunnin eða verslunin hætt. Gleymd kort Með því að halda heim- ilisbókhald fær fólk góða yf- irsýn yfir út- gjöld heimilis- ins. Jafnframt áttar það sig betur á hverjar þarfir þess eru, til dæmis í inn- kaupum á nauðþurftum. Það get- ur því verið heillaráð fyrir þá sem henda miklu af matvælum að halda bókhald yfir neysluna og haga innkaupum eftir þörfum. Matarinnkaup eftir þörfum Feim Lene - Bjerre Bæjarlind 6 – www.feim.is Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16 Kanadísku garðhúsgögnin komin sedrus viður sem þolir íslenska veðráttu

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.