24 stundir - 13.06.2008, Síða 28

24 stundir - 13.06.2008, Síða 28
Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Við höfum haldið bílasýninguna 17. júní frá árinu 1974, en þetta er í þrettánda skipti sem Bíladagar á Akureyri eru haldnir í kringum sýninguna. Hátíðin í ár verður sú langstærsta hingað til,“ segir Björg- vin Ólafsson, talsmaður Bílaklúbbs Akureyrar, en klúbburinn sér um skipulagningu Bíladaga. Keppa í „hliðarskriggsspóli“ Björgvin segir að nokkrar nýj- ungar verði uppi á tengingnum þetta árið. „Í ár verður keppt í svo- kölluðu „drifti,“ eða hliðarskriggs- spóli eins og við köllum það á ís- lensku. Þetta hefur verið gríðarlega vinsælt í útlöndum og þar sem við höfum langa helgi ákváðum við að skella þessu inn í dagskrána,“ segir Björgvin og bætir við: „Þar fyrir ut- an erum við svo með götuspyrn- una sem er langstærsta spyrnu- keppnin sem er haldin á hverju ári. Hún lítur mjög vel út þetta árið og við eigum von á um hundrað keppendum og þrjú til fjögur þús- und áhorfendum sem er alveg frá- bært og ekki margir sem geta montað sig af slíkum tölum, það þyrfti líklega stóran landsleik í fót- bolta til að trekkja jafn marga áhorfendur að.“ Lofar góðu veðri Björgvin er ekki lengi að svara þegar hann er spurður hverju gestir mega eiga von á þetta árið. „Góðu veðri. Þetta verður einstök upplif- un, bærinn stútfyllist af breyttum og skemmtilegum bílum og í fyrra voru 10-12.000 manns sem heim- sóttu bæinn. Í 17.000 manna bæj- arfélagi breytir þetta náttúrlega bæjarlífinu ansi mikið og sumar- stemningin hellist yfir mann.“ Móðgun við sjálfboðaliðastarf Margra mánaða undirbúningur liggur að baki hátíðinni og í flest- um tilvikum er um að ræða sjálf- boðaliðastörf einstaklinga. Vinnan er að mestu leyti í höndum Bíla- klúbbs Akureyrar sem hefur staðið í ströngu við að fá sýningarbíla, út- búa brautir, útvega leyfi auk þess sem öryggiskröfur eru mjög strangar. „Við girðum alltaf áhorf- endur vel af í keppnunum, ljósa- staurarnir eru sérvarðir þar sem þarf og heyrúllur verða settar upp við hús. Það verður að gera ráð fyr- ir því að allt geti gerst og slökkvi- liðið vinnur náið með okkur alla helgina.“ Umdeildar aldurstak- markanir rekstraraðila tjaldsvæðis- ins á Akureyri hafa vakið hörð við- brögð að undanförnu. Skátafélagið Klakkur sem rekur tjaldstæðið hef- ur tekið ákvörðun um að meina öllum undir tvítugu aðgang að svæðinu á meðan hátíðinni stend- ur. „Við erum mjög sárir út af þessu. Okkur finnst það óskiljan- legt að fólk geti ekki tekið á móti gestum til bæjarins óháð því á hvaða aldri þeir eru. Það er bara til skammar. Við verðum bara að undirbúa okkur betur fyrir næsta ár og vera með okkar eigin gistiað- stöðu sem við getum boðið öllum gestum á. Þetta er í raun móðgun við alla þá sem koma að þessu sjálf- boðastarfi við að reyna að fá ferða- menn í bæinn.“ Vonar að fólk keyri varlega Björgvin á ekki von á því að hækkandi eldsneytisverð hafi áhrif á þátttöku í keppnum hátíðarinnar. „Þegar menn eru komnir út í keppni eru krónurnar fljótar að gleymast. Ég vona bara að menn keyri varlega á leiðinni til okkar og komist heilir á húfi bæði hingað og til baka heim. Það er lykilatriðið og það eina sem við höfum áhyggjur af,“ segir Björgvin að lokum. Bíladagar á Akureyri og hátíðin hefur aldrei verið viðameiri Akureyri fyllist af breyttum bílum Bíladagar á Akureyri verða haldnir í þrettánda skiptið um helgina og hefjast 14. júní. Gríð- arlegur undirbúningur hefur verið lagður í hátíð- ina og búist er við mikl- um fjölda gesta norður. Skipuleggjendur lofa langflottustu hátíðinni hingað til. Björgvin Fyrir framan einn af mörgum „töffarabílum“ sem koma til með að fylla Akureyrarbæ á Bíladögum um næstu helgi. ➤ Bílasýningin sem hefur alltafverið 17. júní á Akureyri hefur verið haldin frá 1974. ➤ Bíladagar eru nú haldnir íþrettánda skipti. ➤ Hátíðin hefur aldrei veriðstærri í sniðum en nú. BÍLADAGAR Á AKUREYRI 28 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 24stundir Ferrari-bifreið samvinnuverkefni snillinga Eins og krítartafla Þýska fyrirtækið NoviTec Rosso sem hannar aksturseiginleika Ferr- ari-bifreiða og Marcus Walz, sem handgerir mótorhjól, hafa tekið höndum saman og framleitt ofur- sportbílinn Ferrari F430 TuNero. Bíllinn er með sérstaka krítartöflu- áferð og er allur svartur, að utan sem innan. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ekkert skortir á kraftinn en bíllinn skartar 707 hestöflum og fer upp í hundrað kílómetra hraða á 3,5 sekúndum. Aðeins er gert eitt eintak af Tu- Nero-bílnum og upphæðin sem þyrfti að punga út er væntanlega ógnvænleg. Það er morgunljóst að hækk- andi eldsneytisverð er farið að hafa greinileg áhrif á bílamark- aðinn hér á landi ef marka má upplýsingar úr fréttabréfi Um- ferðarstofu. Fyrstu 158 daga þessa árs hafa 11.113 ökutæki verið nýskráð miðað við 12.494 ökutæki eftir jafn marga skrán- ingardaga árið 2007. Upplitsdjarfari í byrjun árs Þetta er 11% lækkun milli ára en það vekur athygli að fyrstu 53 daga ársins hafði nýskráning ökutækja aukist um 46,8% miðað við sama tímabil í fyrra og má því sjá að gríðarlegur viðsnún- ingur hefur átt sér stað í fjölda nýskráninga eftir því sem liðið hefur á árið. Aukning á öðru en bílum Í þessari mælingu er tekið tillit til nýskráningar á öllum tegund- um ökutækja en sem dæmi má nefna að sala á vespum og léttum bifhjólum sem nota minna elds- neyti en bifreiðar hefur margfald- ast á árinu. Eigendaskipti ökutækja eru færri það sem af er árinu en á sama tímabili í fyrra. Skráð eig- endaskipti fyrstu 158 daga ársins voru 39.663 en voru 44.286 á sama tímabili í fyrra. Þetta þýðir að það hefur orðið 10,4% sam- dráttur í eigendaskiptum miðað við sama tímabil í fyrra. Það er ljóst að menn voru eyðsluglaðari og í meiri kauphugleiðingum í upphafi ársins því fyrstu 53 daga ársins var aukning í eigendaskipt- um og nam sú aukning 2,6% miðað við sama tíma í fyrra. haukurh@24stundir.is Hægir mjög á bílamarkaðnum LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Við eigum von á um hundrað keppendum og þrjú til fjögur þúsund áhorfendum sem er al- veg frábært og ekki margir sem geta montað sig af slíkum tölum. bílar               Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.