24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ég á það frekar til að missa mig með skærin þannig að pilsið verði styttra að framan en aftan. Það kemur þó bara oft vel út. tíska Litagleði Fötin eru sannarlega sumarleg. Gleðin allsráðandi í hönnuninni Tískubændur í Eyjafirði Hjónin Helgi og Beate á Krist- nesi í Eyjafirði gefa skepn- unum og mjólka kýrnar á milli þess sem þau teikna og sauma tískufatnað. Afraksturinn verð- ur hægt að sjá á allsherjar tískusýningu í Vaðlareit í kvöld. Beðið Skyldi mjólkurbíllinn ekki vera að koma? Kis kis Pönkaralegt dress í sveitina eða borgina, pils og bolur. Litagleði Fötin eru sannarlega sumarleg. Heimasætan Rómantíkin nýtur sín í botn í þessari hönnun. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Það má segja að hugmyndin eigi sér tvær hliðar. Annars vegar varð hún til fyrir áratug og framkvæmd af okkur í hljómsveitinni Helgi og hljóðfæraleikar- arnir. Í fyrra kom hugmyndin síðan aftur upp á yfirborðið og þá ákveðið að við Beate myndum sjá um tískuhlutann sem vakti glimrandi lukku. Hin hliðin er sú að við höfum verið að stússa, og þá sér- staklega hún, við endurgerð á fornald- arfatnaði eins og framleiddur er í kring- um sögutengda ferðaþjónustu,“ segir Helgi Þórsson, tískubóndi og hjómsveit- armaður, um aðdraganda sýningarinnar. Nýrómantík og pönk Í hönnun þeirra hjóna er sótt í hið gamla þar sem nýrómantíkin sprettur fram úr pönkinu og kemur fram í goth- tískunni sem einnig er sótt í. Undirbún- ingur fyrir tískusýninguna hefur tekið eina fimm mánuði en þrátt fyrir að vera bæði ólærð á þessu sviði segir Helgi að saumaskapurinn hafi gengið vel og gleðin sé allsráðandi í hönnuninni. „Gleðin kemur fram í því að fríka dálítið út í lit- um, formum og samsetningu og myndi sjálfsagt ekki hver sem er hætta sér út á götu í sumum þessum flíkum. Beate er mun vandvirkari en ég og vill hanna gæðavörur en ég á það frekar til að missa mig með skærin þannig að pilsið verði styttra að framan en aftan. Það kemur þó bara oft vel út svo mest af minni hönnun má kannski segja að sé gott slys,“ segir Helgi í gamansömum tón. Tíska og tónlist Tískusýning þeirra Helga og Beate verður haldin á allsherjar uppákomu sem ber heitið Tíska og tónlist. Þar munu Helgi og hjóðfæraleikarnir svo og fleiri tónlistarmenn stíga á pall auk þess sem glænýtt eintak af tískublaðinu Eyfirska tískan verður til sölu en blaðið er sérlega stílað inn á eyfirskar húsmæður og heimasætur. Tíska og tónlist verður hald- in í Vaðlareit, sem er skógur í fjörunni á móti Akureyri, og er miðaverð 1.000 fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn. Dagskrá- in hefst klukkan 20.30 og er reiknað með að Beggi bassaleikari sjóði skógarkaffi fyrir gesti og gangandi til hressingar á milli laga. Alla daga frá10 til 22 800 5555

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.