24 stundir - 13.06.2008, Page 38

24 stundir - 13.06.2008, Page 38
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs er rekur Iceland Airwaves- hátíðina, gerði hreint fyrir sínum dyrum á blaðamannafundi á Pano- rama bar í gær. Helstu tíðindin, fyrir utan stórkostlega dagskrá komandi Airwaves-hátíðar, eru að Þorsteinn samþykkti ósk Reykja- víkuborgar um að hátíðin yrði hér eftir rekin á sér kennitölu, óháð rekstri Hr. Örlygs. „Reykjavíkurborg hafði áhyggj- ur af því vegna umræðunnar í fjöl- miðlum að þeir væru að styrkja verkefni hjá fyrirtæki sem stæði ekki á traustum grunni. Þetta var því ákveðið svo að Reykjavík- urborg gæti fengið endurskoðað uppgjör á því sem þeir styrkja,“ segir Þorsteinn. „Þetta er líka fagn- aðarefni fyrir mig að vissu leyti. Þarna kemur væntanlega í ljós að Hr. Örlygur hefur borgað með há- tíðinni í gegnum tíðina. Ekki alltaf en mjög oft. Núna liggur þetta þá bara ljóst fyrir. Raunveruleikinn er reyndar sá að önnur verkefni Hr. Örlygs hafa hjálpað til við að efla orðstír okkar erlendis.“ Bókhaldið ekki í óreiðu Þorsteinn segir fyrirtækið vera að ljúka fjármögnun á uppsöfn- uðum rekstrarhalla síðustu tveggja ára og að endurfjármögnun félags- ins sé í formi hlutafjáraukningar sem kemur frá honum persónulega og erlendum fjárfestum úr tónlist- ariðnaðinum. Hann vísaði því á bug að bókhald Hr. Örlygs væri í óreiðu og sagði fyrirtækið alltaf hafa skilað hreinu bókhaldi til KPMG til endurskoðunar og árs- reikningsgerðar. Eina fjárfesting fyrirtækisins á starfstíma þess hafi verið að kaupa hlutafé í Grape- wire.net fyrir eina milljón króna. Það væri hins vegar annað fyr- irtæki hans og Svans Kristinssonar, Höfuðstöðvar ehf., sem ætti hlut í Kaffibarnum, Liborius og Nakta apanum og fullyrti hann að Hr. Örlygur hefði ekki lagt þeim fyr- irtækjum lið. En að skemmtilegri málum. Hljómsveitirnar CSS, Simian Mo- bile Disco, The Young Knives, Yelle og Robots in Disguise eru á meðal þeirra 19 erlendu sveita er kynntar voru á tíundu Airwaves-hátíðinni er haldin verður í október. Þorsteinn Stephensen gerir hreint fyrir sínum dyrum Iceland Airwaves- hátíðin hólpin Iceland Airwaves-hátíðin í ár verður haldin, jafn stór og glæsileg sem fyrr. Þorsteinn Stephensen segir hátíðina hér eftir verða rekna af dótturfyr- irtæki Hr. Örlygs með sér kennitölu. CSS Mætir á Iceland Airwaves í ár. 24stundir/Frikki Þorsteinn Steph- ensen Fagnaði um- ræðu síðustu vikna. 38 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 24stundir „Mér þykir það mikils virði að þulirnir sem lýsa EM í fótbolta skuli ekki öskra og hljóða eins og þeir hafi migið á rafmagnsgirð- ingu, en slík framkoma er algeng meðal íslenskra íþróttafrétta- manna; þeir oftast missa sig þeg- ar þeir eru settir í lítinn klefa með hljóðnema.“ Björgvin Valur http://bjorgvin.eyjan.is „Hvað er að gerast með þjálf- aramál Skagamanna? Fyrst málið með Guðjón Þórðarson sem virð- ist ætla að skilja sviðna jörð eftir sig áður en hann tekur við Hearts. Svo var verið að dæma þjálfara meistaraflokks kvenna hjá ÍA í bann út árið! Þetta er reg- inhneyksli að mínu mati.“ Ómar Örn Ólafsson omar.eyjan.is „Ég kaupi aðallega matreiðslu- bækur og glæpareyfara. Þess vegna skil ég alveg að það sé mælt með bókum sem falla undir Cooking class mysteries. En þeg- ar Amazon heldur að það sé hægt að selja mér Knitting mysteries þá þykja mér kósílegheitin í morðunum ganga fulllangt.“ Nanna Rögnvaldsdóttir nannar.blogspot.com BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Kvennagullið James Blunt var staddur hér á landi í gær vegna tónleika hans í Höllinni. Líkt og lög gera ráð fyrir fór hann í viðtal hjá RÚV og var múgæs- ingin meðal Kastljós-skriftanna slík, að elstu menn héldu að herskip hefði lagst að í Sundahöfn eða Bítlarnir komið saman á ný. Kvennstóðið var eins og mý á mykjuskán kringum drenginn, sem þótti heldur lágvaxnari í eigin persónu en á myndum. tsk Smekkur manna er æði misjafn og sjaldan hefur það sést betur en í umfjöllun um nýafstaðna tón- leika Whitesnake. Í Fréttablaðinu fá tónleikarnir fullt hús stiga frá íþróttafréttamanninum Henry Birgi Gunnarssyni en í Mogganum fá tónleikarnir falleinkunn, eina stjörnu, frá tónlistarrýninum Arnari Eggert Thoroddsen. Það er svo spurning hvor hafi meira vit á tónlist, Henry eða Arnar? vij Og meira um Whitesnake-tónleikana, því bassa- leikari Íslands, Jakob Smári Magnússon, skellti sér og skrifar um á bloggi sínu. Hann segir að þrátt fyr- ir slæman hljómburð og þá staðreynd að David Co- verdale nái ekki háu nótunum eins vel hafi tónleik- arnir verið góðir. Kynferðislegir taktar söngvarans, sem er 57 ára, fannst honum kjánalegir og kallar þá „kynferðislegt áreiti við áhorfendur“. bös „Þetta lítur rosalega vel út og við erum þegar búin að selja um 600 sæti,“ segir Lára Ómarsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Iceland Express, en flugfélagið sendi út net-tilboð á dögunum til sinna áfangastaða vegna fyrirhugaðra Náttúru- tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur og Sigur Rósar í Laugardalnum í lok mánaðarins. Flugfélagið býður flug til Íslands og til baka á um 10 þúsund krónur, með sköttum, án gistingar. Lára segir það draum í dós fyrir flugfélagið að stærstu stjörnur Íslands skuli bjóða upp á fría tónleika í höfuðborginni. „Þetta er fólk á öllum aldri, en meirihlutinn er um þrítugt. Flestir kaupa far frá London. Mér finnst þessi mikli fjölmiðlaáhugi mjög skemmtilegur. Við höfum fengið margar fyrirspurnir frá fjölmiðlum sem vilja koma og biðja okkur um að hlaupa undir bagga með það sem við gerum auðvitað. Það lítur út fyrir að þau muni fá mikla at- hygli í erlendum fjölmiðlum sem er örugglega eitthvað sem þau stóla á, miðað við málstaðinn.“ Tónleikarnir fara fram eftir rúmar tvær vikur, laugardaginn 28. júní, hjá gömlu þvottalaugunum fyrir aftan Grasagarðinn. Talið er að svæðið rúmi um 20 þúsund manns. Í ljósi þess að um 30 þús- und manns mættu á fría úti- tónleika Sigur Rósar á Miklatúni ætti að vera öruggt að það verður nokkuð troðið. Spurning hvort útlendingum sé hreinlega meira annt um íslenska náttúru en okkur Íslendingum? biggi@24stundir.is Flugfélögin græða á fríum tónleikum Bjarkar Fjöldi útlendinga kemur að sjá Björk Björk Ætti að vera á launum hjá flug- félögunum fyrir að laða fólk til Íslands. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 2 7 9 5 6 3 1 8 4 6 8 3 7 1 4 9 2 5 1 4 5 2 8 9 3 6 7 4 1 7 3 5 2 8 9 6 8 9 2 6 7 1 4 5 3 3 5 6 4 9 8 2 7 1 7 2 4 8 3 6 5 1 9 9 6 8 1 4 5 7 3 2 5 3 1 9 2 7 6 4 8 Við bjóðum uppá tvennskonar hamborgara; ofsteikta eða hráa. Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór FÓLK lifsstill@24stundir.is a Já, hann er með afar lágan þyngdarpunkt. fréttir Brynjar, hefur jarðbundni Blunt eitthvað við hæð hans að gera? Brynjar Már Valdimarsson er tónlistarstjóri FM 957 og hitti kvennagullið söngelska James Blunt í gær. Hann sagði söngvarann afar jarðbundinn, en þess má geta að Blunt er 1.69 cm á hæð.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.